Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 30
6  { VINNUVÉLAR 2005 } ® A F L V É L A R A ð e i n s þ a ð b e s t a • Öflugar vélar. • Áratuga reynsla og þjónusta. • Hafið samband og fáið senda vörulista og tilboð. Besta ehf • Suðurlandsbraut 26 • 108 Reykjavík • Sími: 510 0000 Beinn sími véladeild: 510 0050 • Fax: 510 0002 • ingi@besta.is • www.besta.is ® Snjótennur fyrir bæjarfélög og þjóðvegi. Burstar í allar tegundir vélsópa. Salt/sanddreifarar 0,6 -9,0 rm. Kasttennur fyrir vörubíla. Snjóblásarar með eða án aflvéla f/ stórar dráttarvélar og vélskóflur. Dráttarstólar og dráttarkrókar Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 „Ég kláraði námið árið 1976 en fram að því hafði ég verið að fikta við að gera við bíla. Bróðir minn, Eiður, á fyrirtækið Háfell sem sinnir ýmislegum jarðvinnu- framkvæmdum og hefur mikinn og góðan tækjakost á sínu bandi. Hann setti mig eiginlega upp í gröfu og ýtti mér út í vinnuvélabransann. Ég vann hjá honum í nokkur ár og hef síðan verið að gera við vinnuvélar á ýmsum stöðum. Ég er búinn að vinna hjá GP krönum í tæp fjögur ár og hér er gott að vera,“ segir Jón. Á verkstæði GP krana er einn í vinnu ásamt Jóni að gera við krana en fyrirtækið gerir út fullt af krönum. „Hér er mikið talað um krana og allt sem þeim fylgir en við tökum líka mikið í spil og spilum brids ef fjórir eru saman. Við erum eiginlega góðir í öllu,“ segir Jón spurður um hvort þeir séu jafngóðir í brids og í krana- viðgerðum. „Hér er fullt af góðum kranamönnum enda er þetta langstærsta kranafyrirtækið á landinu. Síðasta ár var mjög gott í þessum iðnaði og eru kranarnir okk- ar búnir að fara vítt. Við vorum mest með fimm krana í Kárahnjúkum og núna erum við með einn krana í Færeyjum. Þessi floti er óðum að stækka og yngjast,“ segir Jón en hann hefur lært sjálfur að gera við krana. „Við reynum að fylgja viðgerðarbókum því það er í raun enginn sem getur kennt okkur þetta. Við sækjum bara þá þekkingu sem við þurfum.“ Jón er enginn bíladellukarl og reynir að skilja vinn- una eftir á vinnustaðnum í lok dags. „Ég á reyndar tvo bíla, einn sem ég er að gera upp og einn sem ég er bú- inn að gera upp. Mér finnst voðalega gaman að kom- ast til botns í hlutum. En núna er þetta meira lífsviður- væri. Þegar ég kem heim þá er vinnudagurinn búinn og ég reyni að aðskilja vinnuna frá einkalífinu. En þeg- ar koma upp vandamál sem ég hef ekki getað leyst í vinnunni þá reyni ég að leysa þau í huganum heima. En mig dreymir ekkert kranana,“ segir Jón sem er fylli- lega sáttur við lífið. DREYMIR EKKI KRANA Jón Ingvar Haraldsson er bifvélavirki og hefur komið víða við á starfsferli sínum. Nú vinnur hann hjá GP krönum og gerir við krana og gæti ekki verið sáttari við vinnuna sína. Hér stendur Jón við flaggskipið í kranaflotanum, þrjú hundruð tonna bómu. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA Stærsta GRJÓTMULNINGS- VÉL landsins Brjóturinn Dofri í grunni álvers Alcoa. Vélasvið Heklu afhenti á dög- unum verktakafyrirtækinu Suðurverki stærstu grjót- mulningsvél sem flutt hefur verið til landsins. Tækið er af gerðinni Metso Nordberg LT 140 og vegur um 140 tonn. Tækið er knúið af 520 hestafla Caterpillar C15 vél og kostar hingað komið um hundrað milljónir króna. Suð- urverk mun nota þennan af- kastamikla brjót sem afkastar átta hundruð tonnum á klukkustund við framkvæmdir við grunn álvers Alcoa við Reyðarfjörð en brjóturinn hefur hlotið nafnið Dofri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.