Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 1
● laus við stjörnustæla og mont
Alvaro Calvi:
▲
SÍÐA 42
Hitti Giorgo
Armani
● félagið er 77 ára í dag
Slysavarnafélag Íslands:
▲
SÍÐA 20
Stofnað eftir
hörmungar
● kjörstaðir opnaðir á morgun
Kosið í Írak:
▲
SÍÐA 12
Ekki endastöð
heldur upphaf
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
LAUGARDAGUR
TÓNLEIKAR Í SALNUM Alina
Dubik mezzósópran og Jónas Ingimund-
arson píanóleikari flytja söngva slavn-
eskra tónskálda í Salnum í Kópavogi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16.
DAGURINN Í DAG
29. janúar 2005 – 27. tölublað – 5. árgangur
UMDEILDUR AÐALFUNDUR Heimild-
ir herma að verið sé að skapa bakland fyrir
Pál Magnússon varaþingmann í Kópavogi.
Hann sé á leið í bæjarpólitíkina. Skondin
umræða, segir eiginkona Páls. Sjá síðu 2
SAMBANDSLAUST Á SÚÐAVÍK
Það er ekki á valdi Símans að koma í veg
fyrir snjóflóð, að sögn Evu Magnúsdóttur,
upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta kom
fram í svari Símans við fyrirspurn Ómars M.
Jónssonar, bæjarstjóra í Súðavík. Sjá síðu 2
SKEYTTI EKKI UM LÍF STÚLKU
Maður hefur verið dæmdur í eins og hálfs
árs fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri
stúlku í bráðri lífshættu til hjálpar. Stúlkan
lést vegna banvænar kókaíns- og e-töflu
eitrunar. Sjá síðu 4
LEKI FORDÆMDUR Utanríkismála-
nefnd fordæmir harðlega að trúnaðarupp-
lýsingar frá fundum nefndarinnar um Íraks-
málið hafi komist í hendur Fréttablaðsins.
Sjá síðu 6
Kvikmyndir 38
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 30
Sjónvarp 40
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
VARÐSKIP Georg Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, vill að nýtt
varðskip verði leigt en ekki keypt.
Hann telur óskynsamlegt að verja
þremur milljörðum króna til
kaupa á nýju skipi og segir betri
kost að greiða 150 milljónir króna
í leigu á ári. Þá telur hann óþarft
að nýtt varðskip verði sérhannað
fyrir Íslendinga, ekki þurfi annað
en að líta til norskra skipa sem
notuð eru við svipaðar aðstæður
og hér eru. Norska strandgæslan
rekur 24 skip en á aðeins þrjú. Hin
eru leigð.
Skipaleigu er háttað með svip-
uðum hætti og flugvélaleigu og
jafnvel rekstrarleigu bíla sem er
alþekkt meðal Íslendinga.
Georg segir ýmsa kosti fylgja
leigufyrirkomulaginu. „Í stað
þess að binda þrjá milljarða í eign
sem ónýtist smám saman gætum
við greitt ákveðið leigugjald. Það
ætti líka að leiða til skilvirkari
endurnýjunar á þessum tækjum.“
Georg Lárusson rennir hýru
auga til skipa á borð við þau sem
meðal annars eru notuð í Noregi,
Það eru millistór fjölnota skip
sem nýtast vel til allra verka sem
Landhelgisgæslan sinnir.
- sjá viðtal við Georg á síðu 24.
- bþs
KJARAMÁL Launamunur hefur auk-
ist mikið hér á landi miðað við
alþjóðlega Gini-stuðulinn sem
mælir tekjudreifingu. Kvarðinn
tekur gildi frá núll og upp í einn, en
því hærri sem hann er, því ójafnari
er dreifing tekna. Samkvæmt upp-
lýsingum frá fjármálaráðherra
hefur mismunur ráðstöfunartekna
hjóna og sambúðarfólks aukist úr
0,206 árið 1995 í 0,3 árið 2003. Það
telst mjög marktæk breyting. Út-
reikningur á stuðlinum byggist á
öllum tekjum en ekki einungis
launatekjum.
Sigurjón Þórðarsson, þingmaður
Frjálslyndra, beindi nýverið fyrir-
spurn til Geirs H. Haarde fjármála-
ráðherra um útreikning á stuðlin-
um, en hann hefur ekki verið gerð-
ur hér á landi síðan Þjóðhagsstofn-
un var lögð niður árið 2002.
Sigurjón Þórðarson segir að
tekjumunur hér á landi sé greini-
lega að aukast mikið og hann eigi
enn eftir að aukast þegar boðaðar
skattalækkanir ríkisstjórnarinnar
komi til framkvæmda því þær
komi nánast eingöngu hinum efna-
meiri til góða. Hann segir tekju-
mun í nágrannaþjóðum stöðugan á
meðan hann aukist hér á landi.
„Tekjumunur fólks hefur lítið
verið í umræðunni upp á síðkastið
vegna þess að ríkisstjórnin hætti
þessum útreikningum,“ segir Sig-
urjón. „Þetta er grundvallarbreyt-
ing á þjóðfélaginu og í næstu kosn-
ingum verður þjóðin að taka af-
stöðu til þess hvort það sé í þessa
átt sem hún vill þróast.“
Pétur Blöndal, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþing-
is, segir að ný starfsgrein hafi orð-
ið til með tilkomu og stækkun fjár-
málastofnana. Starfsfólk þar fái
greidd há laun og það kunni að
skýra þróun Gini-stuðulsins hér á
landi að hluta. „Annars hefði ég átt
von á öðru þar sem lægstu laun
hafa hækkað umfram önnur og það
hefði átt að minnka þennan mun.
En há laun í fjármálageiranum
virðast vega þetta upp.“
Talsmenn Alþýðusambandsins
höfðu ekki skoðað niðurstöðu fjár-
málaráðuneytisins þegar leitað var
eftir viðbrögðum í gærkvöld og
ekki náðist í Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra. -ghg
Launamunurinn hefur
aldrei verið meiri
Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins hefur launamunur aukist á undanförnum
árum. Niðurstaðan er samkvæmt staðli sem hefur ekki verið notaður hér á landi síðan Þjóðhags-
stofnun var lögð niður. Þingmaður stjórnarandstöðu óskaði eftir útreikningnum.
Besta afkomuár
bankanna:
Hagnaðar-
met banka
VIÐSKIPTI Methagnaður var af
bönkunum í fyrra. Viðskiptabank-
arnir þrír högnuðust um tæpa 40
milljarða króna. Ef Straumur er
tekinn með er hagnaðurinn rúmir
46 milljarðar króna.
Afkoma Landsbankans kom
verulega á óvart, en búist var við
slakri afkomu af síðasta fjórðungi
ársins vegna lækkandi hluta-
bréfaverðs. Landsbankinn skilaði
einum milljarði í hagnað, en spár
gerðu ráð fyrir allt að tveggja
milljarða tapi á fjórðungnum.
Arður til hluthafa þessara
skráðu banka fyrir árið í fyrra
nemur á tólfta milljarð króna.
sjá síðu 11
-hh
VONBRIGÐI HJÁ VIGGÓ OG LÆRISVEINUM HANS Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari og lærisveinar hans, Einar Hólmgeirsson og
Guðjón Valur Sigurðsson, voru að vonum svekktir eftir tapið gegn Rússum á HM í handbolta í Túnis í gær. Vonir íslenska liðsins um að
komast í milliriðil eru nú nánast úr sögunni. Sjá bls. 30-31
Helgi Þorsteinsson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Bíll fyrir barnið
og golfsettið
● bílar
Karlar 20-40 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
61%
33%
VEÐRIÐ Í DAG
ÞAÐ DREGUR ÚR VINDI NORÐAN-
LANDS Í DAG EN VERÐUR ÁFRAM
VINDASAMT ENGU AÐ SÍÐUR Það
hlýnar um tíma á landinu í dag. Sjá síðu 4
Kommablót í Neskaupstað
Kári Stefánsson gengur á hólm við
Hallgrím Helgason á ritvellinum
SÍÐUR 26 & 27
▲
Alþýðubandalagið lifir
enn fyrir austan
SÍÐA 28
▲
Af flísum og bjálkum
M
YN
D
/A
N
D
R
EA
S
W
AL
TZ
NORSKT STRANDGÆSLUSKIP
Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar gæti
orðið svipað þessu.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar um endurnýjun flotans:
Nýtt varðskip á rekstrarleigu
Hvassviðri:
Stormasamt
á landinu
VEÐUR Mjög hvasst var sums staðar
á Vestfjörðum í gær. Lögreglan bað
fólk um að vera ekki á ferli að nauð-
synjalausu en vindhviður mældust
yfir fjörutíu metrar á sekúndu á
Þverfjalli. Áð sögn lögreglu á Ísa-
firði í gærkvöld hafði kvöldið
reynst slysalaust.
Í gærkvöldi var einnig ofsaveður
á þjóðvegi eitt við Kvísker í Öræf-
um. Vindhviður mældust þar 44
metrar á sekúndu síðdegis. Að sögn
lögreglu urði engin óhöpp vegna
veðurs. -ghg