Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 14
Hagfræðiprófessorarnir Ágúst Ein- arsson og Þorvaldur Gylfason hafa nýlega gert grein fyrir athyglis- verðum rannsóknum sínum á tveimur ólíkum sviðum: Ágúst með bók sinni „Hagræn áhrif tónlistar“, og Þorvaldur með háskólafyrir- lestri sínum um „Gangráða hag- vaxtar“. Með bók sinni ryður Ágúst brautina hér á landi fyrir þá grein hagfræðinnar sem kölluð hefur verið menningarhagfræði og hefur verið að þróast á síðustu fjórum áratugum. Þar er verið að fjalla um beitingu hagfræðinnar á fram- leiðslu, dreifingu og neyslu á menn- ingarlegum vörum og þjónustu. Nokkrir áratugir eru síðan að sú skoðun tók að ryðja sér til rúms hér á landi að bókvitið verði látið í ask- ana, hvað sem líður spakmælum fyrri tíðar manna. En með því er þó oftast átt við að nú geti menn með löngu námi sérhæft sig í einhverj- um þeim greinum, sem geri okkur kleift að auka framleiðslu á áþreif- anlegum gæðum, sem síðan megi selja innanlands og utan. Eftir sem áður hafa margir talið að listir hverskonar séu bara baggi á þjóð- félaginu og þeir sem þær stunda styrkþegar á almannaframfæri, iðja þeirra niðurgreidd af þraut- píndum skattgreiðendum, og þeim oft skipað á bekk með atvinnu- greinum sem haldið er uppi með stórfelldum niðurgreiðslum þegar í ljós kemur að þær geta ekki með nokkru móti borið sig af eigin rammleik. Þannig verður frjálshyggju- mönnum tíðrætt um hversu órétt- látt það sé að starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar, Þjóðleikhúss og óperu sé stórlega niðurgreidd til hagsbóta fyrir menningarsnobba í stað þess að láta það lið borga fyrir þessa áráttu sína sjálft. Ágúst sýnir hins vegar fram á það í bók sinni, að hlutfallslegt framlag menningar til landsfram- leiðslu hér á landi sé um 4%, þrisvar sinnum meiri en t.d. land- búnaðar annars vegar og ál- og kísiljárnsframleiðslu hinsvegar. Þegar kemur að fjölda starfsmanna í einstökum atvinnugreinum leiðir hann í ljós að í menningarstarfsemi starfa um 5.000 manns, álíka og við fiskveiðar og litlu færri en í land- búnaði, hótel- og veitingarekstri eða í fjármálaþjónustu. Menningin er með öðrum orðum blómleg atvinnu- grein, sem skapar mikil – og oft var- anleg – verðmæti, auk þeirrar nautnar, sem hún veitir öllum þegn- um samfélagsins. Þorvaldur Gylfason er á nokkuð öðrum slóðum í sínum rannsóknum. Ásamt erlendum samstarfsmönn- um hefur hann leitast við að greina það sem hann kallar „gangráða hagvaxtar“, þ.e.a.s. finna hvað valdi því að sum hagkerfi ná sér á strik og síðan á flug með örum hagvexti meðan önnur halda áfram að hjakka á botninum eða miðar jafnvel aftur- ábak. Hér er ekki rúm til annars en að stikla á stóru um þetta víðfeðma efni. Ýmsir þættir eru gamalkunnir og óumdeildir. Til þarf fjármagn, sem fengið er með sparnaði innan- lands – eða utan, ef flutt er inn er- lent fjármagn. Útflutningur vöru og þjónustu er þýðingarmikill. En það sem virðist gera gæfumuninn er þó hvort við bætast gangráðar af öðr- um toga. Þar ber fyrst að nefna menntun og mannauð. Þá lýðræði, virkt lýðræði og félagsauð. Og loks fjölhæfni í atvinnulífinu. Allt helst þetta þó í hendur, þannig að erfitt er að segja hvað kemur fyrst heldur leiðir hvað af öðru. Menntun er að sjálfsögðu ómissandi undirstaða virks lýðræð- is og hornsteinn fjölhæfni í atvinnu- lífinu. Þjóðir með einhæfa atvinnu- vegi, hvort sem það er landbúnaður og sjávarútvegur eða til dæmis vinnsla olíu eða annarra náttúru- auðlinda úr iðrum jarðar vanrækja oft menntun þegna sinna, telja hana óþarfa og lúxus, sem ekki eigi er- indi við aðra en þá sem tilheyra fá- mennri og auðugri yfirstétt. Nátt- úruauðlindagnægð verður því oft til að veikja lýðræðið og draga of- stopafulla einræðisseggi að stjórn- vellinum, þar sem þeir fá aðstöðu til að moka þjóðarauðnum í eigin vasa. Þótt þeir séu til sem telja ein- ræði flokks eða fámennrar yfir- stéttarklíku fljótfarnari leið til vel- megunar sýnir reynslan þó ótvírætt að lýðræði hefur þar yfirburði, því meiri því virkara sem lýðræðið er. Þekkingarstig þjóðar, mannauður- inn, skiptir miklu máli, en það gerir ekki síður félagsauðurinn. Með því er átt við öll þau tengsl – önnur en efnahagsleg – sem tengja ein- staklingana og hópa þjóðfélagsins saman. Því þéttriðnari sem sá vefur er, því meiri líkur eru á að hagkerf- ið endurnýi sig, eflist innan frá með fjölbreyttum hætti og stækki með útrás. Því miður eru ráðamenn þessa lands fastir í fornfálegum hug- myndum um „þjóðlega atvinnu- vegi“ sem skylda ríkisins sé að hlúa sérstaklega að, jafnframt því sem ríkisbáknið Landsvirkjun, þenur sig yfir hálendið og stefnir að álveri í hverjum firði. Þeir virðast enga trú hafa á vaxtarmöguleikum frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný og fjölbreytt störf án handleiðslu ríkis- valdsins. Og það sem verra er. Menntakerfið er að staðna í höndum þeirra, heilbrigðiskerfið hjakkar í sama farinu og lýðræðið er bælt og bugað af ofvöxnu og hrokafullu rík- isvaldi. Þannig eru bremsurnar sett- ar á sjálfa gangráða hagvaxtarins og lífskjör framtíðarinnar lækkuð. Hér þarf að taka til hendi og fyrsta skrefið er að lýðurinn fái möguleika á að setja þeim, sem með stjórn landsins fara í hans umboði, stjórnarskrá sem setji valdi þeirra skorður við hæfi, en veiti einstakl- ingunum vaxtarmegn og frelsi til orða og athafna. ■ Þ eir sem fara um Austurland um þessar mundir verða áþreifan-lega varir við þau breyttu viðhorf sem þar eru vegna stórfram-kvæmdanna eystra. Þetta á einkum við um Egilsstaði og ná- grenni og svo Fjarðabyggð. Áhrifanna verður líka vart þegar sunnar dregur vegna jarðganganna sem verið er að gera á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Göngin munu þegar fram í sækir hafa mikil áhrif á byggðirnar bæði sunnan og norðan þeirra og tengja Hér- aðið betur við Suðurfirðina. Þetta verður allt orðið eitt atvinnusvæði áður en við er litið, ekki aðeins í kringum álver Alcoa á Reyðarfirði heldur varðandi ýmsa aðra starfsemi í þessum landshluta. Að undanförnu hafa birst margar fréttir og ljósmyndir í Frétta- blaðinu frá Kárahnjúkum, af Héraði og úr Fjarðabyggð, eftir ferð blaðamanns og ljósmyndara blaðsins um svæðið. Athygli manna hefur sem eðlilegt er mjög beinst að vinnusvæðinu umhverfis Kára- hnjúka. Þar hefur á undanförnum mánuðum víða verið pottur brot- inn, en svo virðist sem loksins nú séu að komast á eðlileg samskipti milli verkalýðsforystunnar og hins umdeilda ítalska verktakafyrir- tækis Impregilo. Heimsókn forystumanna þeirra og fulltrúa alþjóða- verkamannasambandsins á virkjunarsvæðið fyrir rúmri viku ætlar að marka þáttaskil – og sannarlega tími til kominn. Íslenskur vetur í öllu sínu veldi hefur væntanlega skerpt skilning gestanna á aðstæð- um starfsmanna við Kárahnjúka. Deilurnar við Kárahnjúka hafa varpað skugga á það sem er að gerast í byggðarlögunum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þar er allt annað hljóð í fólki en fyrir nokkrum misserum. Dæmi um það er að bylting hefur orðið í fasteignasölu á Austurlandi. Hilmar Gunnlaugs- son fasteignasali sagði í viðtali við Fréttablaðið af þessu tilefni: „Markaðurinn er orðinn eðlilegur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg“. Síðar í viðtalinu sagði Hilmar: „Það er svo stutt síðan markaðurinn var lélegur, að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur tíma að venjast þessum breytingum“. En það er ekki aðeins að ýmis þjónustustarfsemi hafi tekið kipp heldur hefur orðið bylting í flugsamgöngum. Nú eru farnar margar ferðir á dag til og frá Egilsstöðum, og þannig njóta allir Aust- firðingar og þeir sem eiga leið austur stórframkvæmdanna. Sama er að segja um samgöngur á landi. Það eru ekki mörg ár síðan slæmar vegasamgöngur um fjallgarðana milli Mývatnssveitar og Héraðs komu í veg fyrir eðlilegar samgöngur á landi milli landshluta. Nú eru komnir þarna uppbyggðir vegir, sem haldið er opnum hvernig sem viðrar. Þegar undirbúningur að stórframkvæmdunum eystra stóð sem hæst vöktu Vestfirðingar athygli á einhæfu atvinnulífi í þeirra lands- hluta, en jafnframt að þeir hefðu ekki áhuga á stóriðju. Nú þegar góður skriður er kominn á Kárahnjúkavirkjun og undirbúningur að álverinu á Reyðarfirði að komast á skrið er rétt að ráðamenn beini augum sínum að Vestfjarðakjálkanum. Þar þarf að tryggja búsetu og blómlegar byggðir, ekki síður en í öðrum landshlutum. Vestfirðingar sjálfir verða líka að hafa frumkvæði um hvað skuli gert. ■ 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Bylting hefur orðið í fasteignasölu á Austurlandi. Uppgangur og bjartsýni eystra ORÐRÉTT Hættulegur staður. Að mínu mati er fólk nánast rænt borgaralegum réttindum sínum og sjálfræði þegar það flyst á öldrunarstofnun. Sigríður I. Daníelsdóttir þroskaþjálfi. Morgunblaðið 28. janúar. Eða bara rangt? Síðast sagði ég að Langa trúlof- unin væri eina myndin á frönsku kvikmyndahátíðinni sem sýnd væri með íslenskum texta. Það er bull. Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur. Viðskiptablaðið 28. janúar. Annar hættulegur staður. Í martröðum mínum dreymir mig að ég týnist í IKEA, ráfi þar um ganga í eilífri leit að út- gangi sem aldrei finnst. Jónas Haraldsson ritstjóri. Viðskiptablaðið 28. janúar. Meira af þessu! Feitt sætabrauð án samvisku- bits. Fyrirsögn lesendabréfs frá Ólafi Sig- urðssyni. Morgunblaðið 28. janúar. En hver er galdurinn? Framsóknarflokkurinn er flokk- ur sem enginn kýs en er samt alltaf í stjórn. Dr. Gunni. DV 28. janúar. Aga-legt. Í stuttu máli sagt skortir aga á héraðsdómurum. Þeir leika lausum hala. Einn þeirra sagði mér, að hann hefði sýknað verk- taka af hraðakstri, af því að hann teldi verktaka vera í svo miklum önnum, að það væri ekki hægt að ætlast til, að þeir væru á ferðinni á löglegum há- markshraða eða undir honum. Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri. DV 28. janúar. FRÁ DEGI TIL DAGS Deilurnar við Kárahnjúka hafa varpað skugga á það sem er að gerast í byggðarlögunum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þar er allt annað hljóð í fólki en fyrir nokkrum misserum. ,,                                                              Menning og mannauður Stirðleikar Á kaffihúsunum er talað um aukinn stirðleika í sambúð stjórnarflokkanna. Tilefnið er meint kúvending sjálfstæðis- manna varðandi umsókn Íslands um sæti í Öryggisráðinu. Um er að ræða sérstakt hugðarefni Halldórs Ásgríms- sonar og hefur tugum milljóna af al- mannafé þegar verið varið til verkefnis- ins. Skrif í vefrit Framsóknar benda til þess að þeir séu gramir sjálfstæðis- mönnum vegna þessa og hugsi þeim þegjandi þörfina. Það vekur upp þá spurningu hvort þeir láti til mótvægis sverfa til stáls í öðrum ágreiningsmálum eins og til dæmis spurningunni um hvort grunnnetið eigi að fylgja Síman- um. Einnig kynnu þeir að tefja eða stöðva væntanleg skólamálafrumvörp menntamálaráðherra. Framsóknarhjartað Hákon Skúlason, vefstjóri hjá Framsókn, fjallar um Sunnudagsþáttinn á Skjá ein- um í pistli á suf.is og staðsetur umsjónar- mennina pólitískt. Auðvelt er að afgreiða Illuga Gunnarsson og Ólaf Teit Guðnason og Katrín Jakobsdóttir er varaformaður VG. En hvað með Guðmund Steingríms- son? Hákon talar um hann sem „hlut- lausan R-listamann“ en bendir á að hann sé sonur Steingríms Hermannssonar fyrr- verandi formanns Framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn binda vonir um það að framsóknarhjartað flytjist frá föður til sonar og Guðmundir styðji málefna- lega það sem Framsókarflokk- urinn stendur fyrir“, skrifar Há- kon. Hlutleysi er greinilega ekki hátt skrifað í Framsókn. Ekki í fyrsta sinn Ítalska fyrirtækið Impregilo er ekki fyrsti útlendi verktakinn við virkjunarfram- kvæmdir hér á landi sem veldur ólgu. Eldri menn í röðum atvinnurekenda og verkalýðsforingja minnast þess að á átt- unda áratugnum var hér júgóslavneskur verktaki við Sigölduvirkjun, Energoprojekt, sem gerði Vinnuveitendasambandi Ís- lands, fyrirrennara Samtaka atvinnulífsins, mjög gramt í geði. Ástæðan var sú að verktakinn greiddi mun hærri laun en þá tíðkuðust og olli það vandræðum annars staðar á vinnumarkaði. Þá lét hann heimamenn njóta forgangsréttar til starfa með nokkuð einstrengingslegum hætti. Klausa hér í gær um blogg Össurar Skarphéðinssonar var ranglega merkt stöfunum sme; átti að vera gm. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG UM HAGVÖXT ÓLAFUR HANNIBALSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.