Fréttablaðið - 29.01.2005, Qupperneq 38
Á síðustu tveimur til þremurárum hefur orðið töluverðbreyting á pólitískri um-
ræðu á Íslandi. Hún er ómálefna-
legri, hvassari og persónulegri en
hún var og virðist sem flest sé
leyfilegt. Ég held að það megi
rekja þetta að nokkru leyti til
breytinga sem hafa orðið á rit-
stjórnarstefnu fjölmiðla í land-
inu. Á gamlársdag síðasta árs
birtist í Fréttablaðinu grein eftir
Hallgrím Helgason sem mér
finnst dæmigerð fyrir þessa
breytingu. Þetta var úttekt blaðs-
ins á atburðum ársins 2004. Mér
finnst eins og mér renni blóðið
eilítið til skyldunnar vegna þess
að þegar greinin birtist var ég
einn af eigendum Fréttablaðsins.
Og ég var líka einn af eigendum
DV, sem nokkrum dögum síðar
lýsti því yfir að grein Hallgríms
væri besta úttektin á 2004 sem
boðið hefði verið uppá í fjölmiðl-
um. Það er býsna gott að vakna að
morgni glaður einfaldlega vegna
þess að maður er ekki lengur
meðal eigenda fjölmiðla.
Geðveiki
Það er ljóst á áramótaúttekt Hall-
gríms Helgasonar að honum er
mikið í mun að sýna okkur sam-
löndum sínum fram á að ekki sé
allt sem sýnist. Það er í sjálfu sér
ekkert nýtt vegna þess að sem
myndlistarmaður og höfundur
skáldsagna hefur hann verið að
gera hið sama um árabil. Og ég
þekki mæta menn sem segja mér
að hann hafi skemmt þeim töluvert
með skrifum sínum. Sjálfum finnst
mér Hallgrímur búa að hæfileikum
sem rithöfundur þótt á köflum eigi
hann erfitt með að hemja sig, sem
er ekki endilega löstur á þeim sem
spinna sögur. Það er líka ljóst á ára-
mótaúttekt Hallgríms að honum er
lagnara að lýsa veruleika sem hann
smíðar að mestu sjálfur en þeim
sem við hin búum í. Önnur aðferð
við að segja hið sama er að veru-
leiki Hallgríms einkennist af því að
honum finnist allar skoðanir sem
stangast á við hans slæmar og að
þeir sem berjist fyrir þeim séu
vondir og jafnvel geðveikir. Geð-
veiki er orð sem hann notar oft í
greininni sinni og tengir við for-
sætisráðherra, sjálfsagt í þeirri
von að lesendur taki hann alvar-
lega og fari að líta svo á að maður-
inn sem þeir hafa kosið til þess að
leiða ríkisstjórn Íslands lengur en
nokkur annar maður í sögunni sé
ekki með öllum mjalla. Það er
nokkuð vinsæl aðferð þegar menn
eru á öndverðum meiði við ein-
hvern en treysta ekki þeim rök-
semdum sem þeir hafa á móti
manninum að lýsa því einfaldlega
yfir að hann sé galinn. Þetta er ein-
falt, með öllu ábyrgðarlaust og
grefur venjulega meira undan
þeim sem segir heldur en þeim
sem um er sagt. Oftast hefur þessi
yfirlýsing litlar formlegar afleið-
ingar fyrir þann sem gefur hana út
þótt Helgi Tómasson hafi á sínum
tíma glatað starfi sínu um stundar
sakir þegar hann gaf út yfirlýsing-
una um geðveilu Jónasar frá
Hriflu, enda var hann prófessor í
geðlækningum. Hallgrímur er hins
vegar listamaður og menn reikna
með því að hann sé að skálda eða
leika sér að nýjum og framandi
veruleika þegar hann lýsir menn
geðveika og því ekki ólíklegt að
honum verði fyrirgefið og þess
utan hefur hann ekkert starf sem
væri hægt að svifta hann í refsing-
arskyni. Ég yrði hins vegar ekki
hissa ef forseti Íslands sæmdi hann
stórriddarakrossi hinar íslensku
Fálkaorðu fyrir vikið, sérstaklega
vegna þess að hann fiktaði ekkert í
hárinu á honum á myndinni sem
fylgdi greininni umræddu.
Það er ljóst af ofansögðu að
mér finnst greinin hans Hallgríms
honum ekki beinlínis til sóma. Í
henni ásakar hann Davíð Oddsson
bæði beint og óbeint um ofbeldi,
óbilgirni og skort á umburðarlyndi
fyrir skoðunum og vilja annarra
en gerir þetta hins vegar á þann
hátt að greinin er linnulaus yfir-
lýsing um óbilgirni Hallgríms og
skort á umburðarlyndi hans fyrir
skoðunum og vilja annarra. Lítum
nú á nokkur dæmi:
Lítið lært af New York Times
Í byrjun greinarinnar segir
Hallgrímur að Davíð sé raun-
veruleg drusla vegna þess að
hann hafi bent á þann möguleika
að forsetinn væri vanhæfur til
þess að taka afstöðu til fjölmiðla-
frumvarpsins vegna þess að
dóttir hans væri starfsmaður fyr-
irtækis sem ætti töluvert undir
því komið hvernig það yrði af-
greitt. Þarna sýndi Hallgrímur að
þótt það megi vera að hann hafi
einhvern tíman opnað New York
Times, sem hann lofar síðar í
greinni, hefur hann lítið lært af
því. Ef það hefði verið forseti
Bandaríkjanna sem neitaði að
skrifa undir lög sem snertu sér-
staklega fyrirtæki sem afkvæmi
hans ynni hjá leikur enginn vafi á
að NYT hefði bent á mögulegan
hagsmunaárekstur og vanhæfi og
sama hefðu allir aðrir fjölmiðlar
þess ágæta lands gert. Og það var
sjálfsagt að benda á þetta og með
því kom Davíð með málefnalegt
framlag til umræðunnar um örlög
fjölmiðlafrumvarpsins. Hann var
ekki að djöflast á dóttur forsetans
einsog Hallgrímur heldur fram
og þessi umræða varpaði engum
skugga á hana. Ég er hins vegar
sammála forsetanum að hags-
munaáreksturinn hafi verið það
lítill, þótt hann væri til staðar, að
hann hefði ekki átt að gera hann
vanhæfan til þess að taka opin-
bera afstöðu í þessu máli. En það
voru greinilega ekki allir sam-
mála okkur og það er gott, þannig
á það að vera í frjálsu landi. Og
það er hætta á því að þær færu að
dreifa sér víða druslurnar ef allir
væru sem tjá sig opinberlega um
viðkvæm mál og eru á öndverð-
um meiði við Hallgrím.
Annað dæmi um það hvernig
Hallgrímur missti sjónar á kjarna
lýðræðisins eða tökin á sjálfum
sér er þegar hann fjargviðrast út
af því að Davíð og aðrir fulltrúar
ríkisstjórnarinnar hafi farið að
velta fyrir sér stjórnarskránni
þegar forsetinn nýtti sér í fyrsta
sinn í sögunni þann rétt sem
honum er að öllum líkindum veitt-
ur af henni og neitaði að staðfesta
lög sem höfðu verið samþykkt af
Alþingi. Nú ætla ég ekki að tjá
skoðanir á því hvað stjórnar-
skráin segir um þetta mál vegna
þess að ég hef engar. Það er hins
vegar vel þess virði að velta því
fyrir sér hvað gerðist.
Um fjölmiðlana
Baugur, sem er stórt og kraftmik-
ið fyrirtæki sem Davíð Oddson
hafði einhverra hluta vegna séð
ástæðu til þess að agnúast út í,
keypti meirihluta í Fréttablaðinu,
DV og Norðurljósum, sem átti
Stöð 2 og nokkrar útvarpsstöðvar.
Þetta þótti ýmsum, og þar á með-
al Davíð, fullmikil samþjöppun á
eignarhaldi fjölmiðla. Hann lýsti
áhyggjum sínum út af því að aðili
sem ætti þetta stóran hluta af ís-
lenskum fjölmiðlum gæti haft
óeðlilega mikil áhrif á skoðana-
myndun í samfélaginu. Varla var
hann búinn að tjá áhyggjur sínar
út af fjölmiðlasamsteypunni
stóru er hann réðist til atlögu
gegn henni eins og hann væri sér
ómeðvitaður um þá hættu sem
hann hafði þó gefið sem ástæðu
fyrir andstöðu sinni. Sú hætta
fólst meðal annars í því að svona
fjölmiðlasamsteypa gæti breytt
skoðunum samfélagsins á öllu
milli himins og jarðar og jafnvel
snúið því gegn vinsældatrölli
einsog honum sjálfum. Hann
ákvað að það væri þörf á löggjöf
um eignarhald fjölmiðla en í stað
þess að leita samráðs við stjórn-
arandstöðuna, sem er nokkuð víst
að hefði ekki bara samþykkt held-
ur viljað setja tiltölulega þröngan
lagalegan ramma utan um eignar-
hald fjölmiðla, þá ákvað Davíð að
fara einstigi í þessu máli. Ríkis-
stjórnin lagði fyrir Alþingi frum-
varp til laga sem fjallaði aðallega
um það hversu mikið menn
mættu eiga í fjölmiðlum. Málið
var flutt af töluverðri hörku og
það urðu miklar deilur um það í
samfélaginu og DV og Fréttablað-
ið birtu margar greinar um það á
degi hverjum, nær allar sneisa-
fullar af hvassri gagnrýni á frum-
varpið. Og ekki var sparað skít-
kastið í garð Davíðs og ríkis-
stjórnarinnar og má segja að í
umfjöllun sinni um þetta mál hafi
þessi tvö dagblöð brotið blað í
sögu íslenskrar blaðamennsku
með hlutdrægni og persónulegum
árásum. Að vísu hefur mér fund-
ist DV almennt vera sóðapappír
upp á síðkastið og brjóta margt
fleira en blöð í sögum.
Er stjórnarskráin fullkomin?
Frumvarpið var samþykkt og lög-
in voru send forsetanum til stað-
festingar. Hann tók þá ákvörðun
að staðfesta þau ekki þótt slík
ákvörðun hefði aldrei áður verið
tekin í sögu lýðveldisins. Þótt ég
hefði á sínum tíma lítt mótaða
skoðun á þessari ákvörðun var
mér strax ljóst að hún hlaut að
vekja spurningar um túlkun hans
á stjórnarskránni, ákvörðun hans
að beita ákvæðinu eins og hann
skilur það og síðast en ekki síst
spurningar um það hvort stjórn-
arskráin í núverandi mynd þjóni
landsmönnum vel. Það eru til
dæmis þeir sem halda því fram að
ákvæði stjórnarskrárinnar sem
veitir forseta vald til þess að stað-
festa ekki lög hafi að öllum líkind-
um verið sett til þess að hann gæti
komið í veg fyrir stórslys einsog
að gráðugir þingmenn seldu Vest-
mannaeyjar en varla til þess að
koma í veg fyrir lög sem fjalla um
málefni á borð við eignarhald fjöl-
miðla. Andstæðingar fjölmiðla-
frumvarpsins héldu því margir
fram að eignarhald á fjölmiðlum
skipti ekki máli vegna þess að það
hefði engin áhrif á ritstjórn
þeirra. Samkvæmt skoðunum
þeirra var forsetinn að kippa
þingræðinu úr sambandi vegna
heldur lítilvægs málefnis. Er
nema von að þessi ákvörðun vekti
spurningar. Hér var forsetinn að
grípa inn í starf Alþingis á póli-
tískan hátt og það ber að hafa í
huga að hér var ekki um að ræða
fyrsta skiptið sem Ólafur Ragnar
Grímsson skipti sér af pólitík.
Hann var atvinnupólitíkus um
áratugaskeið og var meirihluta
þess tíma ötull talsmaður stjórn-
málaflokks sem var hatramur
andstæðingur núverandi stjórnar-
flokka, stjórnmálaflokks sem var
oftast lítill og óvinsæll. Sú stað-
reynd fór ekki framhjá mér vegna
þess að faðir minn var þingmaður
fyrir þennan smáa og óvinsæla
stjórnmálaflokk. Það var því ekki
óeðlilegt að ákvörðun forsetans
vekti þá spurningu í huga Davíðs
og annarra hvort hann hefði tekið
þessa ákvörðun vegna pólitískra
skoðana sem héldu honum inni á
þingi um langan tíma. Og svo eru
það menn einsog Bragi Kristjóns-
son bóksali sem halda því fram að
forsetinn sé svo hégómagjarn að
hann hafi tekið þessa ákvörðun til
þess eins að koma sér í sviðs-
ljósið. Það finnst mér heldur ljót
skoðun þótt ekki sé loku fyrir það
skotið að hún sé rétt. Sjálfum
finnst mér líklegast að forsetinn
hafi gert þetta vegna þess að
honum þótti málið mikilvægt og
að hann var á móti því.
Eignarhald á fjölmiðlum
Án tillits til þess hvaða skoðun
menn hafa á því að forsetinn nýtti
sér réttinn til þess að skrifa ekki
undir lögin þá var þetta í fyrsta
sinn sem rétturinn var nýttur og
það hefði verið illa komið fyrir
Íslandi ef þeir þingmenn sem
samþykktu lögin hefðu ekki séð
ástæðu til þess að velta því fyrir
sér hvað væri að gerast og spyrja
spurninga um réttmæti þess. Það
var verið að máta þetta ákvæði
við íslenska þjóðarsál. Og hvernig
passaði það? Það er erfitt að segja
vegna þess að fjölmiðlafrum-
varpið var svo óvinsælt að það er
ómögulegt að gera sér grein fyrir
því hvort menn tóku afstöðu á
móti því og voru reiðubúnir að
fórna öllu, meðal annars þingræð-
inu, til þess að losna við það eða
vegna þess að þeir voru raunveru-
lega fylgjandi því að forsetinn
hefði nýtt sér ákvæðið umrædda.
Það er svo önnur spurning hvers
vegna fjölmiðlafrumvarpið var
svona óvinsælt. Ein ástæðan er
vafalaust sú að frumvarpið var
meingallað, önnur að Davíð rak
málið af óbilgirni og smekkleysi
og sú þriðja sem vegur ekki
minnst er sá linnulausi áróður
sem ákveðnir fjölmiðlar ráku
gegn frumvarpinu. Þetta var
áróður af því magni og þunga að
hann hefði sjálfsagt nægt til að
breyta fjalli og er í sjálfum sér
ástæða þess að sett séu lög um
fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi
að koma í veg fyrir að þeir beygli
heimsmynd þjóðarinnar til þess
að þjóna þröngum hagsmunum
fárra. Ég er hins vegar ekki viss
um að besta leiðin til þess liggi í
gegnum takmörkun á eignarhaldi.
Davíð og Jón Ásgeir
Þriðja dæmið um vegvillu Hall-
gríms er að finna þar sem hann
lýsir aðkomu Halldórs Ásgríms-
sonar að fjölmiðlamálinu. Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn eru búnir að vera sam-
an í stjórn á níunda ár og það hef-
ur aldrei verið meiri velmegun í
landinu en á þeim tíma. Það er
ekki þar með sagt að ríkisstjórnir
þeirra eigi allan heiðurinn skil-
inn. En þær hafa ýmislegt gott
gert einsog að auka frelsi í
íslensku viðskiptalífi sem hug-
myndaríkir kaupsýslumenn hafa
nýtt sér til þess að búa til mikil
verðmæti, ekki bara sér heldur
líka samfélaginu til hagsbóta.
Einn af þessum kaupsýslumönn-
um, af yngri kynslóðinni, sem
hafa nýtt sér þetta frelsi er Jón
Ásgeir í Baugi og það er mikil
synd að Davíð Oddsson og hann
hafi ekki borið gæfu til þess að
vinna saman. Þeir eru báðir
gáfaðir og hugmyndaríkir menn,
hvor á sínu sviði, og það eru lítil
takmörk fyrir því sem þeir gætu
gert fyrir íslenskt samfélag ef
þeir legðu hendur á sama plóg.
Það er líka ljóst að þegar flokkar
26 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Hér var ekki um að
ræða fyrsta skiptið
sem Ólafur Ragnar Gríms-
son skipti sér af pólitík.
Hann var atvinnupólitíkus
um áratugaskeið og var
meirihluta þess tíma ötull
talsmaður stjórnmálaflokks
sem var hatramur andstæð-
ingur núverandi stjórnar-
flokka, stjórnmálaflokks
sem var oftast lítill og óvin-
sæll. Sú staðreynd fór ekki
framhjá mér vegna þess að
faðir minn var þingmaður
fyrir þennan smáa og óvin-
sæla stjórnmálaflokk.
,,
Af flísum og bjálkum
Á gamlársdag birtist í Fréttablaðinu
annáll Hallgríms Helgasonar fyrir 2004
þar sem Davíð Oddsson, fjölmiðlamál-
ið og Íraksstríðið komu mjög við sögu.
Kára Stefánssyni fannst ekki sómi af
þessari grein Hallgríms og rekur hér af
hverju hann er á þeirri skoðun.
HALLGRÍMUR HELGASON Skrifaði úttekt um helstu atburði
ársins 2004 sem birtist í Fréttablaðinu á gamlársdag. Greinin
vakti mikla athygli og voru skoðanir mjög skiptar um efni hennar.
KÁRI STEFÁNSSON „Þegar maður er búinn til höfuðsins einsog
Hallgrímur Helgason er hætt við því að svona tíð skilji eftir sig kal-
bletti á heilaberkinum sem geta leitt til þess að menn glati allri til-
finningu fyrir því hvað er við hæfi í samfélagi siðaðra manna.“