Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,64 62,94 116,93 117,49 80,54 81,00 10,82 10,89 9,56 9,62 8,86 8,91 0,59 0,60 94,36 94,92 GENGI GJALDMIÐLA 11.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,02 -0,25% 4 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR STJÓRNARSETA Um sextíu konur í stjórnunar- og áhrifastöðum á Suð- urnesjum bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða. Þær krefjast þess að konum verði fjölgað í stjórnum sjóðanna í samræmi við fjölda kvenna í viðkomandi sjóðum. Sex lögmenn í Reykjavík hafa einnig boðist til að taka að sér stjórnarsetu á næstu aðalfundum fyrirtækja. Það gera þær í kjölfar niðurstöðu fjögurra félaga fagstétta kvenna sem sýndu að einungis tæp sex prósent kvenna eru í stjórnum skráðra hlutafélaga og nítján pró- sent í stjórnum lífeyrissjóða. Guðrún Birgisdóttir, ein lög- mannanna og ritstjóri Lögmanna- blaðsins, segir þær ekki hafa gert sér grein fyrir því hve slæmt ástandið væri. „Þetta snýst ekki um að konur eigi að hafa forgang fram yfir karla. Við erum algerlega á móti jákvæðri mismunun en ástandið er óþolandi og til skammar,“ segir Guðrún. Í yfirlýsingu kvennanna segir að þær skorist ekki undan þeirri ábyrgð sem fylgi stjórnarsetu, verði til þeirra leitað. - gag Framsóknarfólk ánægt með Halldór Í skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að framsóknarfólk er lang- ánægðast með hvernig Halldór Ásgrímsson hefur staðið sig. Stuðningsfólk Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins er óánægðast. SKOÐANAKÖNNUN Á laugardaginn fyrir viku birti Fréttablaðið niður- stöðu skoðanakönnunar sem sýndi að tæp 17 prósent aðspurðra töldu að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig mjög vel eða vel í starfi sem forsætisráðherra. 48 prósent töldu hins vegar að hann hafi stað- ið sig frekar illa eða illa í starfi. Ef niðurstaðan er greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þrátt fyrir að tiltölulega fáir hafi sagst myndu styðja suma flokka, eins og Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem gerir það að verkum að skekkjumörkin verði stærri, kemur í ljós að þeir sem segjast myndu kjósa stjórn- arflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, eru mun ánægðari með störf Halldórs sem forsætisráðherra, en stuðnings- menn stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru þeir sem segjast óákveðn- ir, eða gefa ekki upp hvaða flokk þeir kjósa, heldur ánægðari með störf Halldórs en stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar. Þá eru þeir óánægðari með störf Halldórs en stuðningsmenn stjórnarflokk- anna. Af þeim 180 sem myndu kjósa stjórnaflokkana má því segja að 35,6 prósent telja að Halldór hafi staðið sig mjög vel eða vel. 49,4 prósent telja að hann hafi staðið sig sæmilega, en einungis 15 pró- sent telja að hann hafi staðið sig frekar illa eða illa. Ef stuðningsmenn stjórnarand- stöðunnar, sem eru 241, eru skoð- aðir kemur allt önnur mynd í ljós. 5,4 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa einhvern stjórnar- andstöðuflokkinn segja að Halldór hafi staðið sig mjög vel eða vel í starfi. 20,3 prósent segja að hann hafi staðið sig sæmilega en 74,3 prósent telja að Halldór hafi staðið sig frekar illa eða illa. Af þeim 276 sem ekki hafa ekki ákveðið hvaða flokk þeir myndu kjósa, kjósa ekki eða vildu ekki gefa upp hvað þeir myndu kjósa, eru 14,1 prósent sem segja að Halldór hafi staðið sig mjög vel eða vel, 38,8 prósent telja að hann hafi staðið sig sæmilega sem for- sætisráðherra en 48,2 prósent telja að hann hafi staðið sig frekar illa eða illa. Hringt var 1. febrúar í 800 manns og skipt jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvernig þykir þér Halldór Ásgrímsson hafa staðið sig sem forsætisráðherra? Mjög vel, vel, sæmilega, frekar illa eða illa. 87 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Manns leitað á Ísafirði: Beraði kynfæri sín LÖGREGLUMÁL Maður, sem talinn er vera á bilinu tuttugu til þrjátíu ára, beraði kynfæri sín á Austurvegi á Ísafirði síðdegis á fimmtudaginn. Kona nokkur í bíl varð vitni að þessu ósæmilega athæfi og til- kynnti það til lögreglu. Lögreglunni á Ísafirði hefur ekki tekist að fá greinargóða lýs- ingu á manninum en hann huldi andlit sitt og var í hettupeysu þegar hann beraði kynfæri sín. Mannsins er enn leitað. - lkg Harður árekstur: Tvennt lagt inn UMFERÐ Harður árekstur varð við Fiskilæk í Leirársveit á föstu- dagskvöldið þegar tveir bílar skullu beint framan á hvorn ann- an. Tvennt var í hvorum bíl fyrir sig og þurfti að klippa par úr öðr- um bílnum. Tildrög slyssins eru ekki ljós en samkvæmt lögregl- unni í Borgarnesi er mikil hálka á vegum og færi slæmt. Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss og tvennt lagt inn. Líðan þeirra er eftir atvikum að sögn vakthafandi læknis. Einn piltur, sautján ára, var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi og var hann sendur heim í gærmorgun við góða heilsu sam- kvæmt vakthafandi lækni. - lkg DEAN Í FORMENNSKU Demó- kratar kusu Howard Dean til formennsku á landsfundi sínum. Dean, sem hefur kvartað undan því að flokkurinn hafi færst of langt til hægri, tekur við af Terry McAuliffe sem stýrði flokknum þegar þeir biðu ósigur í þing- og forsetakosningum í fyrra. Hagsmunir barna: Eiga að vega þyngra DÓMSMÁL Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í fyrradag um kyn- ferðisbrot gegn stúlku, þar sem brot hans var fyrnt. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm héraðs- dóms um að maðurinn greiði stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Níu ár voru liðin frá brotinu þegar rannsókn málsins hófst, en fyrningarfrestur brot- anna er fimm ár. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar, hefur áður lagt til að þegar kemur að kyn- ferðisdómum gegn börnum sé nauðsynlegt að afnema fyrningar- frest. „Börnin marka sérstöðu, til að mynda leita þolendur sér stundum seint hjálpar. Ég tel að gerandi eigi ekki að hagnast á þessum aðstöðumun. Hagsmunir barna vega þyngra en rök með fyrningu.“ - ss Flóð og aurbylgjur: Um 300 látnir PAKISTAN, AP Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni- héraði í Pakistan þegar stífla brast á föstudag. Fimm hundruð manna er enn saknað. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskrið- um í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið. ■ ■ BANDARÍKIN TILBÚNAR Í STJÓRNARSETU Lögmennirnir Bjarnveig Eiríksdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Vala Valtýsdóttir segjast allar vera reiðubúnar í stjórnir. Konur á Suðurnesjum og í Reykjavík stíga fram: Sjötíu konur gefa kost á sér í stjórnir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HVERNIG HEFUR HALLDÓR STAÐIÐ SIG? GREINT EFTIR STUÐNINGI VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA Fjöldi Mjög vel Vel Sæmilega Frekar illa illa Framsóknarflokkur 34 23,5 29,4 32,4 2,9 11,8 Sjálfstæðisflokkur 146 11,0 20,5 53,4 5,5 9,6 Stjórnarflokkar 180 13,3 22,2 49,4 5,5 10,0 Frjálslyndi flokkurinn 28 0,0 3,6 17,9 7,1 71,4 Samfylking 149 0,7 6,0 22,8 18,8 51,7 Vinstri grænir 64 0,0 3,1 15,6 29,7 51,6 Stjórnarandstaða 241 0,4 5,0 20,3 20,3 53,9 Óákveðnir/kjósa 276 3,6 10,5 38,8 13,8 33,3 ekki/svara ekki ÁNÆGT MEÐ SINN MANN Tæp 60 prósent stuðningsmanna framsóknarflokks er ánægt með störf Halldórs. Á FLÓÐASVÆÐUM Flóð og aurbylgjur hafa valdið miklum usla og skemmdum að ógleymdu manntjóninu. svanborg@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.