Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 27
11 STYRKIR FUNDIR / MANNFAGNAÐIR Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Styrkir eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætl- unarinnar (NPP). Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyr- irtæki og stofnanir í Norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar. Styrki er lengst unnt að veita til 3 ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkom- andi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja Nora landa eða fleiri. Sækja má umsóknareyðublöð á dönsku, norsku eða og sænsku á heimasíðu NORA, www.nora.fo og senda: NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110 Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo eða NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Byggðastofnun • Ártorg 1 • IS-550 Sauðárkrókur • Sími: 455 5400 • thorarinn@byggdastofnun.is Á Byggðastofnun veitir Þórarinn Sólmundarson nánari upplýsingar. VERKEFNASTYRKIR 2005 NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfs- verkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og strandhéruðum vestur- og norðurhluta Noregs. Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að - fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina, - þróun framleiðsluaðferða og búnaðar. Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menn- ingartengdrar ferðaþjónustu í löndunum. Upplýsingatækni Verkefni sem stuðla að: - hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu - þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs Annað samstarf Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum. UMSÓKNIR SKULU HAFA BORIST Í SÍÐASTA LAGI 1. APRÍL 2005. Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar Minningarsjóður dr. phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. Styrkir eru veittir annað hvert ár og fer styrkveiting fram í sjötta sinn 16. apríl 2005. Tilgangur sjóðsins er skv. skipulagsskrá „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda“. Styrkveitingar munu að þessu sinni nema kr. 1.000.000,-. Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu Arkitekta- félags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður“, í síðasta lagi kl. 13.00, þriðjudag- inn 15. mars 2005. Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis og allra deilda þess verður haldinn í Fylkishöll þriðjudaginn 1. mars 2005 kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórn Íþróttarfélagsins Fylkis. Aðalfundur 2004 Almannatryggingar vegna barna með astma, ofnæmi og exem ASTMA- OG OFNÆMISSKÓLINN heldur rabbfund á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins Þriðjudaginn 15.febrúar n.k. kl. 20 að Síðumúla 6 í húsakynnum SÍBS. Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir, sérfræðingur í nýburalækningum og aðstoðar- yfirtryggingalæknir fjallar um Almannatryggingar vegna barna með astma, ofnæmi og exem og svarar fyrirspurnum. Einnig verður María Jónsdóttir félagsráðgjafi SÍBS með innlegg í lok fundarins og svarar fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á almannatryggingum í tengslum við þessa sjúkdóma. Sjá nánari upplýsingar á www.ao.is Þökkum AstraZeneca fyrir stuðningin Hvar ætlar þú að auglýsa? Á sunnudögum fylgja sérblöð bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sem fjalla um atvinnumál og eru atvinnuauglýsingar helsta efni þeirra. Bæði blöðin eru svokölluð innblöð, þ.e. þau eru í miðju aðalblaðanna þannig að lesendur þeirra rekast á atvinnublöðin og ákveða þá hvort þeir skoða þau eða ekki. En hverjir fá blöðin? Við leituðum svara í fjölmiðla- og neyslukönnunum Gallups. Fjölmiðlakannanir Gallups eru gerðar í samvinnu við alla stærstu miðla landsins, Samtök auglýsenda og Samtök íslenskra auglýsingastofa, og eru viðurkenndar af þeim sem eina rétta aðferðin til að bera saman fjölmiðlanotkun landsmanna. Kannanirnar eru kynntar á heimasíðu Gallups sem niðurstöður en ekki túlkun. Ertu að leita að góðum starfsmanni? 65% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára fletta ekki sunnudagsblaði Morgunblaðsins né heldur 72% kvenna undir 35 ára aldri, sem getur varla hljómað vel fyrir fyrirtæki í leit að góðum starfsmönnum. Tvær spurningar: Hversu sennilegt er að fólk í atvinnuleit lesi ekki atvinnuauglýsingarnar í Fréttablaðinu (95% þeirra fá blaðið)? Er ekki kominn tími til að laga birtingar á atvinnuauglýsingum að nýjum veruleika á blaðamarkaði eins og öll stærstu fyrirtækin í landinu hafa gert með sínar venjubundnu auglýsingar? 1) 95% heimila í Reykjavík og í nágrenni fá Fréttablaðið heim til sín á morgnana, sem þýðir að 95% þeirra sem eru í atvinnuleit fá atvinnublað Fréttablaðsins heim til sín á sunnudögum. 2) 48% heimila á sama svæði eru með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 52% þeirra sem eru á aldrinum 12-80 ára í atvinnuleit þurfa að fara út í búð og ná sér í Moggann ef þeir vilja skoða atvinnublaðið sem honum fylgir. 3) 72% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára búa á heimilum sem EKKI eru með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 72% landsmanna á aldrinum 20-40 ára sem eru í atvinnuleit ára þurfa að fara út í búð ef þeir vilja skoða atvinnublað Morgunblaðsins á sunnudögum. 4) Ungt fólk er í langflestum tilfellum markhópur atvinnuauglýsinga og svona les það sunnudagsblöðin, samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í október síðastliðnum: Nokkrar niðurstöður: SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA [ KONUR 18-49 ÁRA Á ÖLLU LANDINU ] Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að þeir staldra við. Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa auglýsingu. Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“ er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á íslenskum auglýsingamarkaði. LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN * *Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l.. TÍSKA Í FBL FIMMTUDAGUR FJ Ö LM IÐ LA R 0 20 40 60 56.1% FORSÍÐA MBL SUNNUDAGUR 40.2% FÓLK Í MBL MIÐVIKUDAGUR 39.5% FRÉTTIR Á RUV MEÐALÁHORF VIKUNNAR 33% INNLIT ÚTLIT Á SKJÁ EINUM UPPSAFNAÐ 37% IDOL stjörnuleit UPPSAFNAÐ 50% - markvissar auglýsingar -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.