Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 15
3 ATVINNA H im in n og h af / S ÍA – 9 05 01 18 Skýrr er eitt öflugasta þekkingar- fyrirtæki Íslands með tæplega 200 starfsmenn og yfir 2.200 viðskiptavini. Fyrirtækið býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu á sviði upplýsingatækni. Starf- semi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Starfsemi Skýrr er í aðalatriðum þríþætt Hugbúnaðarlausnir: Annars vegar staðlaðar lausnir eins og Oracle, Microsoft Navision, Business Objects, Cambio, DIANA, Erindreki, Inna, Vinnu- Stund og VeriSign. Hins vegar sérsmíðaðar lausnir. Rekstrarlausnir: Hýsing á hug- búnaði og vélbúnaði, afritun, kerfisleiga, prentvinnsla, tölvu- rekstrarþjónusta, upplýsinga- vinnsla og þjónustuborð. Fjarskiptalausnir: Heildarlausnir á sviði tenginga við Internetið, ásamt hvers konar gagnaflutn- ingum með IP-tækni. Skýrr hf. vill ráða til starfa sölustjóra fyrir Rekstrarlausnir Skýrr. Fyrirtækið sækist eftir orkumiklum og jákvæðum einstaklingi til starfa; manneskju sem getur axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni. Í boði eru góð laun og spennandi verkefni hjá traustu fyrirtæki í kraftmiklu og lifandi starfsumhverfi. HÆFNISKRÖFUR • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góðir samskiptahæfileikar • Haldbær reynsla af sölumennsku • Reynsla og þekking á sviði upplýsingatækni • Háskólamenntun – til dæmis viðskipta-, tækni-, tölvunar- eða verkfræði REKSTRARLAUSNIR SKÝRR Rekstrarlausnir Skýrr eru eitt af fjórum tekjusviðum Skýrr. Hjá Rekstrarlausnum Skýrr starfa margir af færustu sérfræðingum landsins á sviði upplýsingatækni. Þetta fólk ber ábyrgð á gríðarlega umfangsmiklu og krefjandi rekstrarumhverfi og sinnir þörfum viðskiptavina, sem eru meðal öflugustu fyrirtækja og stofnana landsins. Rekstrarlausnir Skýrr bjóða fjölbreytta hýsingu á hugbúnaði og vélbúnaði, afritun, kerfisleigu, prentvinnslu og upplýsingavinnslu. Undir sviðið heyrir einnig Þjónustuver Skýrr, þar sem sérfræðingar sinna viðskiptavinum fyrirtækisins allan sólarhringinn. NÁNARI UPPLÝSINGAR Þorvaldur Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Skýrr (thorvaldur@skyrr.is), veitir allar frekari upplýsingar um starfið, en umsóknareyðublað er að finna á vefsvæði Skýrr. Fullum trúnaði er heitið. Umsóknarfrestur er til hádegis mánudaginn 21. febrúar næstkomandi. Sími 569 5100 | skyrr.is Sölustjóri hjá Skýrr AL-ANON samtökin á Íslandi óska eftir starfsmanni á skrifstofu sína í 50% starf. Starfssvið: • Yfirumsjón með daglegum rekstri skrifstofun ar og ábyrgð á fjárreiðum skrifstofunar • Virðisaukaskil • Launaútreikningar • Bréfaskriftir á ensku og íslensku Leitað er að áhugasamri manneskju sem er tilbúin til að takast á við krefjandi starf. Viðkomandi þarf að hafa góða skrifstofumennt- un og/eða reynslu af skrifstofustörfum. Sveigjanleiki, en þó festa, áreiðanleiki og geta til að vinna sjálfstætt eru nauðsynlegir eigin- leikar. Viðkomandi þarf af og til að geta unnið utan hefðbundis vinnutíma. Ráðið verður í starfið sem fyrst eða í síðasta lagi 1. apríl 2005. Greitt er samkvæmt launataxta VR. Vinsamlegast sendið umsóknir inn fyrir þriðjudaginn 22.02.05 til AL-ANON skrifstofunar, Pósthólf 687, 121 Reykjavík Tæknimenntaður sölu- og þjónustfulltrúi Tæknimenntaður sölu- og þjónustufulltrúi óskast til starfa. Við leitum að jákvæðum reyklausum manni með frumkvæði, faglegan metnað og áhuga á tækniþjónustu og sölu. Starfssvið • Þjónusta við fólkslyftukerfi og annan búnað. • Sala og ráðgjöf vegna rafbúnaðar og tengdrar vöru. • Samskipti við innlenda og erlenda aðila. • Þátttaka í kynningum og þjálfun notenda. • Tilboðsgerð og úrvinnsla útboða. • Gerð sölu- og markaðsáætlana. • Öflun viðskiptatengsla auk annarra verkefna. Menntunar- og hæfniskröfur • Tæknimenntun er æskileg. • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Metnaður til að ná árangri í starfi. • Skipulagður og sjálfstæður. • Enskukunnátta. Nánari upplýsingar eru veittar á vefsetri Eirbergs, www.eirberg.is. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Fyrirtækið hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Í verslun Eirbergs að Stórhöfða 25 eru seldar vandaðar heilbrigðisvörur, hjúkrunar- og dagrekstrarvörur, heilsurúm, vinnuhollustuvörur, hjálpartæki og vörur sem auðvelda fólki daglegt líf. Í versluninni eru einnig leigðir út hjólastólar og göngugrindur og veitt ráðgjöf varðandi notkun hjálpartækja. Eirberg leggur mikið upp úr að starfsmenn fyrirtækisins njóti sín í starfi og hafi svigrúm til að ná settum markmiðum í góðum hópi. Stefna fyrirtækisins er að ráða til starfa traust, metnaðarfullt starfsfólk sem nái framúrskarandi árangri og sýnir viðskiptavinum virðingu og trúnað. Viltu leggja okkur lið? Eirberg Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • Sími 569 3100 • Fax 569 3101 • eirberg@eirberg.is • www.eirberg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.