Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR UMFERÐ Færð var ekki sem best á höfuðborgarsvæðinu í gær. Færð í efri byggðunum í Grafarvogi var slæm og mikið fjúk. Íbúar áttu í vandræðum með akstur en lögreglan í Reykjavík veitti þeim hjálp sem þurftu. Í Kópavogi var þó nokkuð um árekstra sökum færðar en ekkert um alvarleg slys. Einn bíll missti stjórn á bíl sínum og fór upp á vegrið og annar lenti út af vegi. Þeir sem í bílunum voru hlutu engin alvarleg meiðsl og eru bif- reiðarnar í ágætis standi. Sam- kvæmt lögreglunni í Kópavogi var mikil hálka og skafrenningur í gær en einnig blés mikið inn á vegina sem truflaði ökumenn. Sama var uppi á teningnum á Hellisheiðinni. Nokkrir bílar fóru út af vegi en lítið var um alvar- legt tjón. Seinni partinn í gær fór bíll út af vegi og lenti í skurði við Geysi í Haukadal. Sex útlend- ingar voru í bílnum og voru allir fluttir á Landspítala-háskóla- sjúkrahús til skoðunar. Tveir voru með minniháttar yfir- borðsáverka og voru allir sex sendir heim. Bíllinn er talsvert ónýtur en samkvæmt lögreglunni á Selfossi var það hálka og snjó- blinda sem olli slysinu sem og öðrum útafakstri á Hellisheið- inni. - lkg BLAÐALJÓSMYNDARAVERÐLAUN Verð- laun blaðaljósmyndara voru af- hent í gær við opnun sýningar í Gerðasafni í Kópavogi. Það var mynd Ragnars Axelssonar, ljós- myndara Morgunblaðsins sem út- nefnd var mynd ársins 2004. Ragnar fékk einnig verðlaun fyrir landslagsmynd ársins Íshlið í handanheimum og fyrir þjóðleg- ustu mynd ársins Undir hnífinn. Fréttamynd ársins átti Brynjar Gauti Sveinsson, einnig ljósmynd- ari á Morgunblaðinu, fyrir mynd- ina Ekki orð. Skopmynd ársins átti Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari DV og Fréttablaðsins, fyrir mynd sína Dagblaðalestur ekki á undanhaldi. Kjartan Þorbjörnsson Morgun- blaðinu fékk tvenn verðlaun, fyrir íþróttamynd ársins Á flugi í Aþenu og portrettmynd ársins Heiðar og Hanna. - ss Lettar við vinnu án tilskilinna leyfa Vinnumálastofnun hefur kært GT-verktaka til sýslumannsins á Seyðisfirði. Fyrirtækið hefur fjóra Letta í vinnu á Kárahnjúkum án dvalarleyfa eða at- vinnuleyfa. GT-verktakar telja sig vera réttum megin við lögin. KÁRAHNJÚKAR „Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er frjálst flæði þjónustu frá Lettlandi til Íslands sem er lög- legt samkvæmt samningi sem var undirritaður 1. maí árið 2004 og Lettland varð hluti af Evrópusam- bandinu. Við viljum auðvitað að lög- gjafi skeri úr um hvað er rétt og hvað er rangt í þessum máli en við teljum okkur vera réttum megin við lögin,“ segir Ragnar Þórðarson, talsmaður GT-verktaka. GT-verk- takar hafa haft fjóra lettneska starfsmenn í vinnu við Kárahnjúka án tilskilinna atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun eða dvalarleyfa frá Útlendingastofnun. Vinnumála- stofnun hefur kært þetta athæfi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ráðn- ing Lettanna sé ólögleg. „Þegar stækkunarsamningurinn var sam- þykktur 1. maí á síðasta ári voru settar aðgangstakmarkanir á Íslandi til að minnsta kosti tveggja ára. Í því felst að fyrirtæki eða einstaklingar þurfa að sækja um atvinnuleyfi vegna hefðbundinna starfa og störf Lettanna falla undir þessi störf. Einnig þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun en GT-verktakar hafa hvorugt gert. Það sem okkur gremst mjög er að þetta tiltekna fyrirtæki rekur Íslendinga til að ráða útlendinga en við höfum barist verulega gegn því,“ segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður verkalýðshreyfingarinnar við Kárahnjúka, vill að hart verði tekið á þessu máli enda kolólöglegt að hans mati. „Ég veit að þeir sem vinna við Kárahnjúkavirkjun eru að öllu leyti með sín plögg í lagi, hvort sem það eru atvinnuleyfi eða dval- arleyfi. Þetta fyrirtæki kemur með starfsmenn á öðrum forsendum og lætur þá vinna sem er kolólöglegt,“ segir Oddur sem hræðist ekki aukn- ingu slíkra mála á Kárahnjúkum. „Það kemur auðvitað upp ný staða ef GT-verktakar kemst upp með þetta en ég trúi ekki að þetta mál gangi í gegn. Þetta vandamál er samt til staðar um allt land. Þetta er leikurinn sem verktakar leika.“ lilja@frettabladid.is ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR TF-LIF var kölluð út í gærdag til að sækja konu sem grunuð var um neyslu. Bílvelta: Grunur um neyslu BÍLVELTA Bifreið fór út af vegi og valt rétt fyrir þrjú í gærdag við Hvammstanga í Hrútafjarðar- hálsi. Tvennt var í bílnum og virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Bæði farþegi og ökumaður sluppu ómeidd en bif- reiðin er talsvert skemmd. Rétt eftir slysið fékk konan krampaköst og var hegðun hennar afar undarleg að sögn lögreglunn- ar á Blönduósi. Grunaði lögreglu að konan hafi misnotað fíkniefni eða áfengi og vegna ástands hennar var þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LIF, kölluð til. Konan gekkst undir skoðun og vildi vakt- hafandi læknir ekki tjá sig um meinta fíkniefna- eða áfengismis- notkun. -lkg Jökulfellið: Erfitt að greina orsök SKIPSSKAÐI Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökul- fellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Fær- eyjum. Þar segir að litlar upplýs- ingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburð- um síðustu mínúturnar. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Joel undir Leitinum, um- boðsmanni Samskipa í Þórshöfn, að veður hefði verið verra þegar skipið sökk en áður var talið. -bþg Engu barni hent: Samverjinn var móðirin BANDARÍKIN, AP Miskunnsami sam- verjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upp- haflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út. Konan vildi ekki eignast barn og ákvað að koma barninu til yfir- valda. Konunni datt lygasagan hins vegar í hug þegar hún var á leið að afhenda nýfætt barn sitt. ■ SPURNING DAGSINS Benedikt, ertu ekki kominn með ofnæmi fyrir fótbolta? „Nei. Ég er búinn að vera í fótbolta síð- an ég var smá patti og vinn við þetta allan daginn. Það er mjög erfitt að fá ofnæmi fyrir fótbolta.“ Benedikt Nikulás Anes Ketilsson, upptökustjóri á Skjá einum, þurfti að texta heilan fótboltaleik um síðustu helgi eftir að útvarpsréttarnefnd úrskurð- aði að ekki mætti eingöngu notast við enska þuli í útsendingu. Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Margir spennandi ferðamöguleikar á heimasíðu okkar: www.kuoni.is 2 vikur í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 85.100 kr. með öllum sköttum! 2 vikur á 5 stjörnu lúxushóteli í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 111.150 kr. með öllum sköttum! 2 vikur á Jomtien/Pattaya: Verð á mann í tvíbýli frá: 87.100 kr. með öllum sköttum! Afmælistilboð Í tilefni árs afmælis okkar bjóðum við einstakt verð til Tælands í sumar Takmarkað sætaframboð. FÆRÐ Á VEGUM Mikil hálka er á vegum höfuðborgarsvæðisins og lentu óvenju margir í óhöppum í gær sökum hennar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Skafrenningur, snjóblinda og hálka á vegum: Talsvert um óhöpp en flest minniháttar Íslensk kona í bílslysi á Kanaríeyjum: Kona lést BÍLSLYS Íslensk kona lést í fyrradag eftir að ekið var á hana á Kanarí- eyjum. Konan hét Sigurbjörg Bjarnadóttir og var til heimilis á Bakkabakka 4a, Neskaupstað. Sigurbjörg var fædd 12. ágúst 1937 en hún lætur eftir sig eigin- mann og þrjú uppkomin börn. ■ Ríkisútvarpið: Afnotagjöld lögð niður ÚTVARP Lagt verður til að afnota- gjöld verði lögð niður í frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið sem lagt verður fram á vorþingi. Þetta kemur fram í viðtali Morgun- blaðsins við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra í dag. Hún segir að það sé verið að leggja lokahönd á frum- varpsdrögin og að stjórnarflokk- arnir séu að vinna í sátt og sam- lyndi að málinu. - ss M YN D /R AG N AR A XELSSO N ER EINHVER HEIMA? Mynd Ragnars Axelssonar var valin mynd ársins 2004. Blaðaljósmyndaraverðlaun: Ragnar Axelsson sigursæll GISSUR PÉTURSSON „Mér gremst að GT-verktakar reki Íslend- inga til að ráða útlendinga en Vinnumála- stofnun hefur barist hart gegn því,“ segir Gissur. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN „Það er mjög leiðinlegt að þetta skuli koma upp á því allir starfsmenn á Kárahnjúkum eru með atvinnu- og dvalarleyfi í lagi,“ segir Oddur Friðriksson á Kárahnjúkum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.