Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 6
Ungt fólk í afrískum borgum skortir sameiginlega rödd og verður að hafa meira frumkvæði í eigin málum segir Amin Kamete, verkefnisstjóri hjá Norrænu Afríkustofnuninni, sem staddur er hér á landi vegna ráðstefnu um framtíð ungs fólks í Afríku. Mark- mið ráðstefnunnar er meðal annars að finna leiðir til að auka virkni og áhrif ungs fólks í stjórn- málum. Helmingur íbúanna „Afrískar borgir eru fullar af ungu fólki, fólki á aldrinum fjórt- án til 30 ára. Meira en helmingur íbúanna er á þeim aldri,“ segir Kamete. „Vandamálin eru hins vegar að þessi ungmenni hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Því virðist sem þau eigi sér ekki rödd og enginn tekur þau alvarlega.“ Þetta birtist meðal annars í því að ekki sé tekið á málum þeirra ef þau kvarta því menn telji að þau hafi lítil tækifæri til að láta til sín taka. „Þau eru ekki í vinnu og geta því ekki farið í verkfall, þau kjósa ekki og geta því ekki fellt vald- hafa. Því hunsa þau allir,“ segir Kamete. Afríka er gríðarlega víðfeðm heimsálfa. Þrátt fyrir það segir Kamete margt sameiginlegt í borgum ríkjanna sunnan Sahara. Þetta komi meðal annars fram í því að ungt fólk er virkt í listum, tónlist og leiklist. „Mest af þeirri tónlist sem fólk kaupir frá Afríku er tónlist unga fólksins,“ segir Kamete og tiltekur þetta sem dæmi um svið þar sem ungt fólk lætur að sér kveða. Útlitið er dekkra þegar litið er til stjórnmála og lýðræðisþróun- ar. Þar skiptir ungt fólk þó miklu máli,“ segir Kamete. Mikilvæg en áhrifalítil „Ef við horfum aftur til þess sem gerðist í Afríku á árunum milli 1990 og 1992, þegar einræðis- stjórnir féllu og fjölflokkakerfi komst víða á var ungt fólk úr dreif- býlinu mjög virkt, þetta átti við í Malí, í Benín, í Miðbaugs-Gíneu, í Kenýa og í Sambíu.“ Vandamálið er hins vegar að sögn Kamete að æskan hefur verið notuð af stjórn- málaöflum sem hafa viljað komast til valda eða halda völdum sínum. Þannig hafi stjórnmálafylkingar látið ungt fólk um að berjast fyrir sig frekar en að þeir berjist fyrir ungt fólk. „Það eru því mörg dæmi þess að aðrir noti æskuna. Við sjáum samt að æskan notar hina á móti. Þegar einhver vill stuðning æskunnar, til dæmis til að berja á andstæðingun- um eða fá vernd frá öðrum, gerist það ekki nema viðkomandi láti eitt- hvað af hendi á móti. Ástandið er því þannig að æskan er notuð en hún notfærir sér líka kerfið, allt frá Suður-Afríku til Máritaníu.“ Kamete segir að alls staðar á svæðinu, frá Máritaníu í norðri til Suður-Afríku í suðri sé æskan virk í stjórnmálum og efnahagslífi. „Í borgunum sjáum við að í miðborg- unum, á mörkuðunum, í verslunum og annars staðar er æskan áber- andi, hvort sem ungt fólk rekur eigin fyrirtæki eða rekur fyrirtæki fyrir aðra.“ Skortir frumkvæði „Alls staðar sjáum við þó að æskan hefur ekki frumkvæði heldur bíður eftir aðgerðum annarra. Þá bregst hún við og notfærir sér kerfið. Stundum gerir unga fólkið góða hluti en oftast slæma,“ segir Kamete og vísar til bardagagengja sem ráðist hafa á pólitíska and- stæðinga hreyfinga sem þau starfa með. Sjálfur er Kamete frá Simbabve þar sem ástandið er erfitt og ungl- ingagengi ógna andstæðingum stjórnvalda sem sökuð hafa verið um gróf mannréttindabrot gegn þegnum sínum. Það liggur því beint við að spyrja hann hvernig honum líst á ástandið þar, hálfum öðrum mánuði fyrir kosningar sem boðað var til fyrir skömmu. „Stjórnvöld segja að ástandið sé stöðugra en áður og orðið betra,“ segir Kamete en er auðheyrilega ekki sannfærður. „Þetta er senni- lega rétt ef þú ferðast þangað einn dag. En ef þú lítur á lífsstíl fólks, hvað það borðar og hvernig líf þess er dag frá degi sérðu að landið á enn við vandamál að stríða. Ástandið er kannski ekki jafn slæmt og árið 2000 en það er enn slæmt. Fólk borðar ekki þrjár mál- tíðir á dag heldur eina. Það kallar þetta núll-núll-einn, enginn morg- unmatur, enginn hádegismatur, bara kvöldmatur.“ Þá er atvinnu- leysi útbreitt í landinu. Stjórnað í krafti ofbeldis Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórn- völdum. „Stjórnvöld hafa þjálfað 50 þúsund ungmenni til að ógna fólki svo þau vinni kosningar. Þessi ungmennagengi eru hættuleg. Ef þú ert í stjórnarandstöðu koma þau og berja þig. Vitað er til þess að gengin hafi nauðgað fólki og brennt hús. Lögreglan getur ekkert gert við þessu. Nú eru 50 þúsund ungmenni í gengjum og fleiri í þjálfun,“ segir Kamete. Það er fleira en unglingagengi sem ógna þeim sem gagnrýna stjórnvöld. „Einkareknir fjöl- miðlar í Simbabve sæta árásum,“ segir Kamete og bendir á að stjórnvöld hafa látið loka þremur blöðum. Þá verður að sækja um leyfi fyrir fundum ef þrír eða fleiri koma saman undir kringum- stæðum sem líkja má við fund. Þá banna stjórnvöld öll félagasamtök sem fjalla um stjórnmál, spillingu og mannréttindi. Einungis stjórn- völd mega reka útvarps- og sjón- varpsstöðvar. „Ástandið í Simbabve er kannski að verða betra komi maður í eins dags heimsókn en fyrir þá sem þar búa hefur ástandið ekkert batnað. Það eru kosningar 21. mars en fólk segir að valdaflokkurinn sé þegar búinn að vinna kosningarnar. Ég sé því ekki fyrir mér umbætur í náinni framtíð.“ ■ 6 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR NOREGUR Norska blaðið Dagbladet birti nýlega viðtal við norskt- íslenskt par, Súsönnu Andreudótt- ur, 28 ára, og Christopher Land- mark, 32 ára, sem kynntust á stefnumótasíðu. Þau byrjuðu að búa saman þremur dögum eftir að hafa hist í fyrsta skipti og ætla að gifta sig í sumar. „Eiginlega virkaði hún frekar leiðinleg, hún hvorki reykti eða drakk en hún var sæt á myndinni,“ segir Christopher um fyrstu kynn- in af Súsönnu en ekkert kemur fram hvað henni fannst um hann. Súsanna og Christopher kynnt- ust í september 2003. Þau hittust fyrst á kaffihúsi og byrjuðu að búa saman þremur dögum síðar. Þau eiga tvær Schäfer-tíkur, Freyu og Troju sem eru nefndar Christophersdætur að íslenskum sið. Þau ætla að gifta sig í sumar. Súsanna flutti til Noregs árið 1997 og Óslóar fjórum árum síðar. Dagbladet rekur stefnumóta- síðu á netinu, Blink, og hefur upp á síðkastið birt viðtöl við fólk sem hefur kynnst í gegnum hana til að auglýsa síðuna enn frekar. ■ Afríku skortir ungt áræði Afrísk ungmenni skipta miklu í stjórnmálabaráttu Afríku en það skilar sér ekki í áhrifum þeirra. Vanda- mál afrískra ungmenna eru að þau hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. Á að stytta nám í framhalds- skólum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Kannt þú skyndihjálp? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 60% 40% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN E L D R I B O R G A R A R Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustundir. Engin undirstaða nauðsynleg. Hæg yfirferð og reglulega litið um öxl. 60 ára aldurstakmark. Markmiðið er að geta notað tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, læra á internetið og æfa meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 22. febrúar og lýkur 15. mars. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanám- skeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. • Upprifjun • Æfingar í Word ritvinnslu • Leit og vinnsla á internetinu og meðferð tölvupósts • Excel kynning Kennsla hefst 21. febrúar og lýkur 14. mars. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Loðnuveiðar: Frysta fyrir Japansmarkað LOÐNUFRYSTING Byrjað var að frysta loðnu fyrir Japansmarkað síðastliðinn fimmtudag og segir Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar Síldar- vinnslunnar, að hrognafyllingin sé um 18%. „Beitir NK kom með fyrstu Japansloðnuna til Nes- kaupstaðar. Það gekk vel að frysta en loðnan var frekar smá,“ segir Freysteinn. Loðnan hefur veiðst síðustu sólarhringa við Ingólfshöfða en tæplega 500 þúsund tonn eru enn óveidd af útgefnum kvóta. „Nú þurfa menn að fara að gefa í svo kvótinn náist í hús,“ segir Freysteinn. - kk ÖLVUNARAKSTUR Einn ökumaður var stöðvaður aðfaranótt laugar- dags grunaður um ölvun við akst- ur á Dalvík. Grunur lögreglu reyndist réttur og fær ökumaður- inn tilheyrandi sekt. ÚTAFAKSTUR Bíll fór út af vegi í Neðri dal í Biskupstungum klukkan 11.30 í gærmorgun. Þrír voru í bílnum en allir sluppu með lítilsháttar meiðsl samkvæmt lög- reglunni á Selfossi en hálka og slæm akstursskilyrði voru tildrög slyssins. KYNNTUST Á NETSÍÐU Voru farin að búa saman þremur dögum eftir að þau hittust fyrst. Súsanna Andreudóttir og Christopher Landmark. Íslensk kona í Noregi: Fer óvenjulega leið í hnapphelduna ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL UNGT FÓLK Í AFRÍSKUM BORGUM SLÆMT ÁSTAND Í SIMBABVE Ástandið er slæmt í Simbabve þaðan sem Kamete er og fólk á lítið í sig og á. „Það kallar þetta núll-núll-einn, enginn morgunmatur, enginn hádegismatur, bara kvöldmatur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.