Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 8
Íslensk tunga hefur þolað margt um dagana. Hún er smámál fá- mennrar þjóðar úti í Ballarhafi; lengst af lifandi sönnun þess hvað einangrun getur verndað og við- haldið sérstakri menningu. Svo komu haustskipin. Og danskan bjagaði málið á marga vegu. Síðar skrapp heimurinn saman. Og enskan umlykur nú landið eins og stórsjóar – og heggur hér og þar. Aldrei fyrr hefur verið sótt jafn harkalega að íslenskri tungu og á síðustu misserum. Þjóðin er smám saman að verða tvítyngd; í fjölmörgum fyrirtækjum er enskan orðin að eðlilegu sam- skiptamáli og sömu sögu er að segja af háskólum landsins þar sem heilu fyrirlestraraðirnar fara fram á þessari ágætu út- lensku. Enskan í lífi íslenskra ung- menna er sjálfbær; þau kenna sér hana sjálf – og munu smám saman missa niður hæfileikann að nefna hlutina í kringum sig íslenskum nöfn- um. Tungumál þessa fólks verður æ köflóttara; ekki beint óhreint heldur allra handa, litríkt en losaralegt. Óþarft er að minna á nafngiftir margra helstu fyrirtækja landsmanna, svo og nær allra verslana, sem bera ensk heiti enda annað óhugsandi í tiltölu- lega villtu samkeppnisum- hverfi sem hefur enga bið- lund og verður að skiljast á stundinni ... dott komm. Þar fyrir utan eru menn að miklu leyti hættir að þýða erlendar auglýsingar sem skella á fjöl- miðlanotendum ... og nú síð- ast nenna menn ekki lengur að lýsa erlendum kappleikj- um á ylhýra móðurmálinu og bera því einfaldlega við að ís- lenska lýsingin sé asnalegri. Þetta er skrýtin þróun. Og þetta er mikil þróun. Og það sem er ef til vill aðalatriði; hún er komin á ofboðslegan hraða. Næsta villtan og stjórn- lausan. Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr mun hún halda áfram af fullum þunga á næstu árum. Á sama hátt og misjafnar mállýskur frá einu héraði til ann- ars vöktu kátínu manna á síðustu öld, munu misjafnar tungur ein- kenna nýja öld. Í auknum mæli munu menn skipta á milli ís- lensku og ensku í daglegu máli eins og ekkert þyki eðlilegra. Að einhverju leyti munu tungurnar renna saman og verða notaðar jöfnum höndum ... að einhverju leyti verður svo auðvelt að fara á milli þessara ólíku tungumála að heilu setningarnar skipta litum eins og ekkert sé sjálfsagðara en að boðskiptin verði að bendu blandaðra mála. Menn munu án allrar tæpitungu tala tungum tveimur; á hefðbundnum ráð- stefnum verður dagskráin á ensku en íslenskan heyrist þeim mun meira í hléinu. Og svo sem engin ástæða til þess að kippa sér upp við það. Þjóðin verður tvítyngd; eitt helsta einkenni hennar – eintung- an – hverfur, só sorrí ... gúddbæ. Það er ekkert sem fær stöðvað þessa þróun. Ekki einu sinni ást okkar á íslenskunni. Þessu undurfallega máli sem kúrði ofan í moldarkofa í þúsund ár og tók ekki breyting- um fremur en fólkið í landinu. Og það er ekkert sem bendir til þess að íslenskan búi yfir einhverjum æðri og magnaðri krafti en önnur smámál fámennra þjóða; hún mun smám saman víkja fyrir al- þjóðlegri tungu sem er þeirrar náttúru að flýta fyrir, auka hag- kvæmni, framleiðni og hvað þetta allt saman heitir sem knýr áfram alla óþreyju mannskepnunnar. Samt. Það er allsendis óvíst að íslenskan hverfi á næstu öldum. Ísland er að því leyti ólíkt öðrum löndum heimsins að þar hefur ein þjóð búið í sama landinu í árþús- und og talað einu og sömu tung- una. Það er einstakt. Allt í kring- um Íslendinga eru þjóðir sem hafa búið við misjafnlega miklar tungumálaóeirðir. Íslensk tunga er þar af leiðandi afskaplega sterk í vitund þjóðarinnar og ef til vill ívið meiri partur af þjóðarsál- inni en gengur og gerist á meðal þjóða þar sem hvert tungumálið hefur farið yfir annað á skítugum skónum. Það er af þessum sökum sem Íslendingar nefna tungu sína fyrst af öllu þegar talið berst að menningu þeirra, sérkennum og stolti. Fátt veitir þeim meiri sálarfyllingu á erlendri grundu en að geta sagt blessuðum útlendingunum að þeir tali eigin tungu; það er yfirlýsing þeirra um sjálfstæða hugsun. Vegna alls þess er um- ræða um íslenska tungu ofar á baugi í samfélag- inu en víðast hvar annars staðar. Og líklega eru eyj- arskeggjar reiðubúnari að leggjast í vörn fyrir mállýsku sína en gengur og gerist á meðal annarra þjóða. Þeir eru aldir upp við það að íslenskan sé afskap- lega merkileg; að minnsta kosti ekkert minna en ein- stakt tungumál í heims- sögunni. Auðvitað er það því skiljanlegt að mörgum sárni enn ein sönnun þess að landsmenn séu hættir að nenna að nota tungumálið sitt, svo sem gerst hefur á einni sjónvarpsstöðvanna sem hafði efni á einu dýrasta sjónvarpsefni landsmanna en er blönk þegar kemur að íslenskri tungu. Og sækir nú athyglis- verða aðstoð inn á sjálft Alþingi landsmanna til að þurfa ekki að þýða efni sitt. Íslendingar hafa alist upp við það að skólar og fjölmiðlar standi vörð um íslenskt mál. Lengst af hafa þessir hornsteinar samfé- lagsins litið á það sem eina af meginskyldum sínum að hlúa að íslenskunni og gæta þess að hún fái notið sín í samfélaginu sem auðskilið og öflugt samskiptatæki. Jafnvel þetta er að breytast. Háskólafyrirlestrar eru ensk- ir. Íþróttaefnið sömuleiðis. Ís- lenskan er hreinlega farin að þvælast fyrir. Og við getum vita- skuld deilt um þessa þróun. En það eitt gerist á sama tíma að hún verður örari. Enska öldin er nefnilega hafin ... sú síðari – og seigari. ■ S ú yfirlýsing Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherraað áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum hafi verið lögð tilhliðar hefur áreiðanlega róað marga. Fram undir þetta hefur Jökulsá á Fjöllum verið talin einn af álitlegustu virkjunar- kostum hér á landi og virkjanasinnar hafa haldið fram hagkvæmni virkjunar þar. Dettifoss er þá væntanlega orðinn jafn friðhelgur og Gullfoss, því hverjum myndi detta í hug í dag að svo mikið sem minnast á virkjun í Hvítá, þótt stórathafnamenn hafi gert það hér á árum áður. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð og þar sagði: „Almenn sátt virðist ríkja í samfélaginu um áform stjórnvalda um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd hafa lýst sig fylgjandi, ekki síst þar sem þjóðgarður- inn kemur í veg fyrir virkjun Jökulsár á Fjöllum, en lengi hefur ver- ið haft á orði að þar liggi heppilegur virkjunarkostur ónýttur.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir virkjunará- form í Jökulsá á Fjöllum lögð til hliðar. „Með þessu er virkjunará- formum algjörlega ýtt til hliðar og ekki verður hreyft við vatna- svæði Jökulsár á Fjöllum og þar með Dettifossi, vatnasvæði Kreppu og Svartár.“ Vatnajökulsþjóðgarður mun ekki einasta njóta athygli sem stærsti þjóðgarður Evrópu og einn sá merkasti. Hann er talinn tækur inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna þar sem helstu náttúruperlur og sögulegar menjar veraldar er að finna. Um það segir Sigríður Anna: „Það er mat sérfræðinga að Vatnajökulsþjóð- garður sé bær inn á heimsminjaskrána og ég mun svo sannarlega skoða það mál og vinna að því.“ Það ber að fagna þeim ummælum umhverfisráðherra að áform- um um virkjun Jökulsár á Fjöllum hafi verið vikið til hliðar og að ekki verði hreyft við Dettifossi. Þetta er mikilvæg yfirlýsing, og það er eins og stjórnvöld hafi nú lært það að lengra verður vart gengið varðandi stórvirkjanir fallvatna en með Kárahnjúkavirkjun. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á sér töluverðan aðdraganda, en verulegur skriður komst á málið haustið 2002 þegar þáverandi um- hverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir skipaði nefnd til að gera tillögur um stofnun garðsins. Nefndin skilaði svo af sér í fyrravor og nú er það verkefni umhverfisráðherra að ýta þessu máli áfram. Þótt talað sé um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er hér um miklu meira mál að ræða, því með honum verður kominn samfelldur þjóð- garður úr Öxarfirði í norðri og suður í Öræfi. Í vestri eru mörkin við virkjanasvæði í Tungnaá og Þjórsá og í austri við Kárahnjúkasvæð- ið. Innan þessa svæðis er fjölbreytt náttúrufar, sem tiltölulega fáir hafa kynnst af eigin raun fram til þessa. Flestir hafa líklega lagt leið sína í Herðubreiðarlindir og Öskju, en sjálfur Vatnajökull og jaðar- svæði hans sem verða innan væntanlegs þjóðgarðs hafa ekki verið fjölsótt fram til þessa. ■ 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Innan þessa svæðis er fjölbreytt náttúrufar, sem til- tölulega fáir hafa kynnst af eigin raun. Vatnajökuls- þjóðgarður FRÁ DEGI TIL DAGS Sigríður Anna segir virkjunaráform í Jökulsá á Fjöllum lögð til hliðar. „Með þessu er virkjunará- formum algjörlega ýtt til hliðar og ekki verður hreyft við vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum og þar með Dettifossi, vatnasvæði Kreppu og Svartár.“ ,, Enska öldin „Gróf mistök“? DV birti í gær myndir af húsunum 25 við Laugaveg sem borgarstjórn (að Ólafi F. Magnússyni undanskildum) hefur sam- einast um að rífa á næstunni. Mörg þess- ara húsa eru meðal hinna elstu í borg- inni, frá 19. öld. Svipur miðborgarinnar mun gerbreytast. Laugavegurinn verður ekki samur. Áreiðanlega hefur mörgum Reykvíkingum brugðið við lesturinn. Fólk hefur ekki áttað sig á umfangi niðurrifs- ins og hve mörg falleg og svipmikil hús eiga að hverfa. Umhugsunarverð eru þau orðs Ólafs F. Magnússonar að hér séu að verða „gróf mistök“. Ritstjóri DV reynir að hugga lesendur með þeim orðum að þetta séu „kofaræksni sem byggð voru af vanefnum.“ Athyglisvert er að þetta eru nánast sömu orð og notuð voru þegar rífa átti Bernhöfts- torfuna um árið. Vildum við nú vera án hennar? Eftirtekjan rýr Í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofn- unar, Ritinu, er fjöldi áhugaverðra greina um íslenska fornleifafræði. Orri Vésteins- son fornleifafræðingur er gagnrýninn á stöðu fræðigreinarinnar hér á landi. Hann talar um „fræðilega leti“ fornleifa- fræðinga og segir m.a.: „Við höfum ekki sýnt fram á að fokdýrar rann- sóknir okkar skipti í raun nokkru máli fyrir fræðilega umræðu, ís- lenskt samfélag eða söguvitund þess – og það segir sig sjálft að slíkt gengur ekki til lengdar. Fyrr eða síðar mun einhver stjórnmála- maðurinn átta sig á því að miðað við fjárveitingar er eftirtekjan rýr og minnis- varða sé e.t.v. hægt að reisa sér á ódýrari hátt.“ Geðhvarfasýki Í Ritinu er einnig að finna forvitnilega út- tekt Guðna Elíssonar á sýningunni í hinu endurbyggða safnhúsi Þjóðminjasafnsins. Ritstjórar tímaritsins, Jón Ólafsson og Svanhildur Óskarsdóttir, segja að umfjöll- unin dragi „skemmtilega fram þá geð- hvarfasýki sem þjóðarsálin á iðulega við að glíma og birtist ýmist í oflæti og of- mati á eigin arfleifð og ágæti, eða í and- stæðu þess, heiftarlegri vanmetakennd.“ Ritstjórarnir telja hætt við að „þessi hvörf muni alltaf gera Íslendingum torvelt að velta fyrir sér fortíð sinni á yfirvegaðan hátt.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Íslendingar hafa alist upp við það að skólar og fjölmiðlar standi vörð um íslenskt mál. Lengst af hafa þessir horn- steinar samfélagsins litið á það sem eina af megin- skyldum sínum að hlúa að íslenskunni og gæta þess að hún fái notið sín í samfélag- inu sem auðskilið og öflugt samskiptatæki. Jafnvel þetta er að breytast. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.