Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 38
14 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Við óskum... ... Samúel Erni Erlingssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV til hamingju með að hafa fengið Fjölmiðlapennann eftirsótta frá Knattspyrnusambandi Íslands. Samúel Örn hefur verið í farabroddi fyrir kvennaknattspyrnuna á Íslandi og er vel að pennanum kominn.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Sunnudagur FEBRÚAR Við furðum okkur á... ... handknattleiksforystu landsins fyrir að setja ekki bestu dómarapör landsins á jafn mikilvæga leiki og undanúrslitaleikir SS-bikars karla eru. Þeir Gísli Hlynur Jóhannson og Hafsteinn Ingibergsson verða seint taldir til bestu dómarapara landsins og á daginn kom að þeir höfðu engin tök á leik ÍR og ÍBV í gær. FÓTBOLTI „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem nú kemur smá pása hjá okkur í úrvalsdeildinni. Við höldum enn góðri stöðu og getum því einbeitt okkur að öðrum verkefnum með góðri samvisku,“ sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen, sem var hetja Chelsea gegn Everton í gær. Hann skoraði eina mark liðsins á 69. mínútu og tryggði Chelsea því tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Man.Utd á reyndar leik inni gegn Man.City í dag og geta minnkað bilið á toppnum í níu stig. Um algjöra einstefnu af hálfu Chelsea var að ræða á Goodison Park í gær en James Beattie lét reka sig út af strax á 8. mínútu fyrir að skalla William Gallas. Einum færri áttu Everton sér ekki viðreisnarvon gegn heitasta liði Evrópu. Liðið barðist þó hetjulega og það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem vörnin lét undan þegar Eiður Smári náði að skora eftir að hafa fylgt eftir skoti Gallas sem hafnaði í þverslánni. „Þetta var ekki brottvísun fyrir fimmaura,“ sagði David Moyes, stjóri Everton æfur eftir leikinn. „Ég lék sem miðvörður á sínum tíma og ég hefði skammast mín fyrir að hafa látið mig falla eins og Gallas gerði þarna. John Terry hefði aldrei boðið upp á slíkan leikaraskap. Hvað varð um stóru og sterku miðverðina? Þeim hlýtur að vera að fækka fyrst að þeir þurfa ekki meiri snertingu en þetta,“ sagði Moyes greinilega allt annað en sáttur við framkomu Gallas. Enn einu sinni hélt Chelsea hreinu og hefur Petr Cech nú ekki fengið mark á sig heilar 961 mínútur í röð í úrvalsdeildinni. Af öðrum leikjum bar það hæst að Liverpool reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Birmingham og steinlá 2–0. Heimamenn áttu sigurinn fylli- lega skilinn og lék enginn betur en Walter Pandiani, sem kom sem lánsmaður frá Deportivo fyrir skemmstu og hefur hleypt miklu lífi í sóknarleik Birmingham síðan þá. Allt Liverpool-liðið átti hræðilegan dag og virtust leikmenn liðsins áhugalausir með öllu. vignir@frettabladid.is Loksins skoraði Eiður Smári ■ ■ LEIKIR  13.30 Grindavík og Haukar mætast í Laugardalshöll í úrslitum kvenna í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar.  16.00 Fjölnir og Njarðvík mætast í Laugardalshöll í úrslitum karla í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. ■ ■ SJÓNVARP  12.55 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  13.30 Bikarkeppnin í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik Grindavíkur og Hauka í bikar- úrslitum kvenna í körfubolta.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  15.50 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Sheffield United og West Ham í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  16.00 Bikarkeppnin í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik Fjölnis og Njarðvíkur í bikarúrslitum karla í körfubolta.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Osasuna og Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta. The International Business Academy Skamlingvejen 32 . DK-6000 Kolding . Tlf. +45 72 24 18 00 . Fax +45 72 24 18 08 iba@ibc.dk . www.iba.dk IBA – en del af Erhvervsakademi Syd Alþjóða Markaðs- og Viðskiptanám. Kynningarfundur Fimmtudaginn 17. febrúar 2005 kl. 17-19 á Nordica Hotel, Reykjavik. IBA býður upp á 2 ára markaðs-og viðskiptanám með áherslu á markaðsfræði, viðskipti og hagfræði. Boðið er upp á fjórar brautir: Alþjóðabraut. –áhersla er lögð á markaðsfræði, samskipti og alþjóðaviðskipti. Hægt er að velja um verklega þjálfun í 3 - 6 mánuði hjá erlendu eða dönsku fyrirtæki. Stjórnunarbraut. –áhersla er lögð á stjórnun, (HRM), og stjórnunarfræði. Samskiptabraut. –áhersla er lögð á markaðssamskipti og alþjóða markaðssetningu. Auglýsingabraut. – áhersla er lögð á hönnun/auglýsingar. Verkleg þjálfun. Á öllum brautum getur námið tengst verklegri þjálfun hjá þekktum fyrirtækjum í Danmörku og erlendis eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM, Alfa Laval, Danfoss, LEGO, B-Young o.fl.. Framhaldsnám. Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis. Upplýsingar gefur Íris i síma 8608888 Hringið eða sendið okkur e-mail og finndu út hvernig þú getur orðið hluti af þessu spen- nandi og virka mámsumhverfi með ca. 300 öðru námsfólki á IBA. Þið getið einnig pantað hina umfangsmiklu mámsmöppu sem inniheldur allar upplýsingar 9 3 Nafnávöxtun frá 01.12.2004 - 31.12.2004 á ársgrundvelli Við hrósum... ... Eiði Smára Guðjohnsen fyrir að hafa loksins fundið skotskóna á nýjan leik fyrir Chelsea. Mark hans gegn Everton í gær var hans fyrsta í deildinni síðan 12. desember. Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Chelsea gegn Everton í gær þegar hann skoraði eina mark liðsins í leiknum og tryggði liði sínu þannig tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. LOKSINS, LOKSINS Eiði Smára var vel fagnað af John Terry og Frank Lampard eftir sigurmark hans í gær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.