Fréttablaðið - 13.02.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 13.02.2005, Síða 12
„Í nútíma vestrænu leikhúsi er gríman oft notuð á einfeldnings- legan, ruglingslegan, ómarkvissan og flatneskjulegan hátt,“ segja Grikkirnir Giorgios Zamboulakis og Thanos Vovolis, sem sjá um grímur, búninga og allt tilheyrandi í uppfærslu Þjóðleikhússins á Mýrarljósi, sem frumsýnt var á föstudaginn. Thanos er búninga- og grímuhönnuður en ekki í þeim skilningi sem við eigum að venjast, því hann vinnur samkvæmt forn- grískum hefðum, þar sem gríman er stærri en mannshöfuðið og um leið eins konar hátalarakerfi fyrir leikarann. Giorgios er síðan grímu- stjóri, raddstjóri og ber ábyrgð á líkamsbeitingu og hreyfingu leik- arans á sviðinu. En hvers vegna grímur? Hverju er hægt að ná fram með grímum sem ekki er hægt að ná fram með mannsandlitinu? „Gríman er spurning um annars konar meðvitund fyrir leikarann um möguleika hans, takmarkanir og verkfæri. Verkfærin sem hann hefur yfir að ráða eru rödd, hreyf- ingar, svipbrigði og orka. Í sál- fræðilega leikhúsinu notarðu and- litið sem grundvallar samskipta- tæki fólks. Það tilheyrir hvunn- dagslífi leikarans og það getur verið erfitt að greina á milli leikar- ans og persónunnar sem hann er að leika.“ Þrír leikarar – mörg hlutverk „Hin hefðbundna gríska gríma var hönnuð þegar menn léku í risa- stórum hringleikahúsum undir beru lofti. Þau voru svo stór að þau rúmuðu um 20.000 manns. Þeir sem sátu á 3. bekk voru það langt frá leikurunum að svipbrigði sáust ekki á 3. bekk. En persónurnar þurftu að vera skiljanlegar upp á aftasta bekk. Þess vegna voru þær gerðar mun stærri en mannshöfuð- ið. Það hafði heldur enginn radd- styrk til þess að ná til þeirra sem sátu á bekkjum leikhússins og því var fundin upp aðferð til þess að magna upp röddina, með því að hanna grímuna á sérstakan hátt. Í hinu forna gríska leikhúsi voru bara þrír leikarar sem léku öll hlut- verkin. Hver gríma var táknræn fyrir það hlutverk sem þeir léku hverju sinni. Sami leikari þurfti, til dæmis, að leika konung og þræl, gamlan mann og ungan eða móður og son. Grímurnar gerðu þeim kleift að skipta stöðugt um hlut- verk – en það var ekki nóg að setja upp grímu, heldur þurfti raddbeit- ing og líkamstjáning að vera tákn- ræn fyrir það hlutverk sem gríman var táknræn fyrir. Gríman var ekki táknræn fyrir sálarástand, heldur fyrir hlutverk í vissum aðstæðum, til dæmis konungur í tilteknum að- stæðum, móðir í tilteknum aðstæð- um og svo framvegis.“ Giorgios og Thanos segja forn- grísku grímuna hafa verið afhjúp- andi tæki en ekki leið til þess að leyna neinu. „Sú aðferð að nota grímuna til þess að leyna einhverju er hluti af hinu hefðbundna vest- ræna leikhúsi og er hluti af krist- inni menningu. Notkun hennar gengur þvert á hugmyndir forn- grísku leikhúshefðarinnar, þar sem fókusinn er ekki á það sem greinir okkur að, heldur það sem við eig- um sameiginlegt. Leikhúsið var uppfinning tiltek- ins samfélags, Aþenuborgar, til þess að bregðast við nýrri félags- legri og pólitískri þróun. Þess vegna er upphaf leikhússins svo órjúfanlega tengt lýðræðisþróun í Aþenu. Leikhúsið, sem samskipta- form, spratt af þörf til þess að skoða tengslin milli þjóðfélags og einstaklings, karla og kvenna, norma og frávika, hamingju og þjáningar, lífs og dauða, hins mennska og þess guðlega.“ Leið til að nota vald leikhússins til hins ýtrasta „Harmleikurinn, gleðileikurinn og satíran voru leikhúsform sem öll þróuðust í Aþenu frá 400 til 600 f.Kr. og voru öll grímuleikhús. En gríman var ekki eingöngu notuð til skemmtunar, heldur sem sam- skiptaform milli sviðspersónu og áhorfanda og ekki síður til þess að tjá innri vangaveltur persónunnar; það er að segja, hún gat vegið og metið andstæða þætti. Gríman var notuð til þess að tjá missi og þá þjóðfélagslegan missi. Gríman var leið til þess að nota vald leikhúss- ins til hins ýtrasta.“ Í Mýrarljósi verða ekki allar persónurnar með grímu. Giorgios og Thanos segjast aðeins nota þær í þremur atriðum. „Í verkinu eru tveir heimar; lifandi fólk og dáið. Við notum grímurnar fyrir land hinna dauðu. Fyrir eitt hlutverkið, hlutverk Móniku, gerum við þrjár grímur til þess að búa til eins konar kórhluta. Þá eru þrjár leikkonur með Mónikugrímu. Mýr- arljós er byggt á Medeu og í þess- um hluta erum við að vísa í það verk. Grímurnar lýsa afstöðu per- sónunnar við þrjár mismunandi að- stæður. Hinar tvær grímurnar sem við notum endurspegla aðra heima. Fyrir þá sem ekki eru með forn- grískar grímur notum við annars konar grímur sem er förðun, því við megum ekki gleyma því að förðun er viss tegund af grímu. Annars litu Grikkir til forna ekki bara á grímuna sem tæki til þess að tjá hlutverk. Þeir litu á hana sem hið æðsta listform. Hún sameinaði allar listir; höggmynda- list, málaralist, leikhús, ljóðlist og dans. Það sem við sjáum um í Mýr- arljósi eru grímur, búningar, förð- un, ásamt hreyfingu, dansi og radd- beitingu, það er að segja heildar- útlit hlutverkanna á sviðinu. Við hönnum hverja persónu á sviðinu fyrir sig, sem þýðir þá raddbeit- ingu og hreyfingu sem einkennir hana.“ Hvor með sitt sérsvið Vinna þeirra Giorgios og Thanosar við Mýrarljós hófst í október með námskeiði fyrir alla sem taka þátt í sýningunni. Við höfðum gríðarlegt magn af efni meðferðis, ljósmynd- ir frá Írlandi, af listaverkum og úr leiksýningum sem byggja á Medeu. Þetta efni höfum við notað með leikurunum á æfingum og vinnum með þeim á hverjum degi áður en þeir hefja æfingar með leikstjóran- um, því þetta er mjög framandi heimur þeim sem vinna í hefð- bundnu vestrænu leikhúsi. „Þegar við hófum rannsóknir á forngrísku grímunni, tilgangi hennar og notkun, má segja að hún hafi verið dauð í leikhúsinu,“ segir Thanos. „Síðan eru liðin fimmtán ár og á þeim tíma höfum við rann- sakað grímuna, haldið ótal fyrir- lestra og námskeið og unnið að fjöldanum öllum af leikhúsupp- færslum. Engu að síður erum við enn að vinna að rannsóknum og þróa þessa aðferð og hvor okkar um sig nálgast verkefnið frá sínu sérsviði. Giorgo nálgast það sem leikstjóri, kennari, leikari og rit- höfundur, ég sem grímu-, búninga-, leikmyndahönnuður og fræðimað- ur. Giorgio kemur með þætti frá sínu sérsviði og ég með þætti frá mínu sérsviði í því sameiginlega verkefni okkar sem er gríski harm- leikurinn. „Endursköpun“ okkar á harmleikjagrímunni og sú aðferð sem við höfum fundið upp til þess að nota hana í nútímaleikhúsi er al- gerlega byggð á samvinnu okkar, sem og á fornleifarannsóknum, rannsóknum á texta grísku harm- leikjanna og þjálfun í nútíma- leikhúsi. sussa@frettabladid.is Þeir sátu nokkrir saman, og gátu ekki annað, aðstæður voru með þeim hætti. Höfðu reyndar setið lengi og svo var komið að sjálf- sagt og auðrætt umræðuefni var þrotið. Nema hjá einum. Sá virt- ist geta talað endalaust og ekki síst um það sem viðstaddir höfðu engan áhuga á að heyra. - Eitt það besta sem nokkur maður gerir er að rækta kartöfl- ur, sagði sá málglaði og hélt áfram drjúga stund um hversu fínt og fallegt það er að rækta eigin jarðepli. Sá sem sat næst honum varð fórnarlamb umræð- unnar, þegar hann var spurður hvort hann virkilega ræktaði ekki kartöflur, hann sem hefði þennan fína garð. Nei, og langar ekkert til. - Langar ekkert til. Það verð- ur fyrst að reyna, prófa, vinur minn. Þær kartöflur sem maður ræktar sjálfur eru betri en aðrar kartöflur, hélt hinn áfram í ein- hverja stund. Ég kaupi mínar kartöflur í Kaupfélaginu og fæ ekki betur séð en að bæði ég og konan þríf- umst ágætlega og börnin vaxa alla daga, bæði af vexti og þroska. Samt étum við kartöflur sem ég held að séu ræktaðar í Þykkvabænum, en er nákvæm- lega sama. Nokkuð þrjóskt svar svo sögu- maður breytti um stíl. Lagði nú áherslu á kartöflurækt sem fé- lagslegt mál, til góða fyrir allar fjölskyldur en athygli annarra minnkaði eftir því sem rökum fyrir ræktinni fjölgaði. Síðasta setningin átti ekki endilega að vera sú síðasta, en eftir að sögumaður sagði eftirfarandi til áhersluauka varð ekki fram- haldið: - Hvað getið þið hugsað ykkur yndislegra á sunnudagsmorgni en ganga út í pott með garðinn undir hendinni. ■ 12 13. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 14 82 5 31. mars og 24. apríl Hotel Mediterraneo Nýtt og glæsilegt hótel með hálfu fæði Heimsferðir bjóða nú nýtt og glæsilegt 4 stjörnu hótel á Benidorm, Hotel Mediterraneo. Frábært hótel, sem er vel staðsett og með einum besta aðbúnaði á Benidorm. Herbergi eru ríku- lega búin, öll með sjónvarpi, síma, loftkælingu, minibar og öryggishólfi. Glæsilegur veit- ingastaður og bar á jarðhæð. Stór og fallegur garður með stórum sundlaugum, að auki er innisundlaug, líkamsrækt, sauna, heitir pottar og sameiginleg tómstundaaðstaða. Sannarlega glæsileg aðstaða fyrir farþega Heimsferða. Benidorm Frá 69.190 Kr. Á mann í tvíbýli með hálfu fæði, 18 nætur á Hotel Mediterraneo, 31. mars Frá 73.890 Kr. Á mann í tvíbýli með hálfu fæði, 24 nætur á Hotel Mediterraneo, 24. apríl Aðrir gististaðir einnig í boði. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika (í ferð 24. apríl), kr. 14.200 á mann. Viðbótarkostnaður fyrir fullt fæði (valkvætt), kr. 450 á mann á dag. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800 Glæsilegar ferðir fyrir eldri borgara Gríman var ekki eingöngu notuð til skemmtunar NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR með Sigurjóni Saga af... mismæli SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is MÓNIKUGRÍMA Gríman var ekki tákn- ræn fyrir sálarástand, heldur fyrir hlutverk í vissum aðstæðum; til dæmis, konungur í tilteknum aðstæðum, móðir í tilteknum aðstæðum. Giorgios Zamboulakis og Thanos Vovolis segja forngrísku grímuna bjóða upp á nýjar aðferðir í nútímaleikhúsi. GRIOGIOS ZAMBOULAKIS OG THANOS VOVOLIS Forngríska gríman var notuð til að afhjúpa eitthvað en ekki til að leyna neinu. Leikhúsið, sem sam- skiptaform, spratt af þörf til þess að skoða tengslin milli þjóðfélags og einstaklings, karla og kvenna, norma og frávika, hamingju og þjáningar, lífs og dauða, hins mennska og þess guðlega. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.