Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 22
10 TILKYNNINGAR RÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR BÍLSTJÓRA UM FLUTNING Á HÆTTULEGUM FARMI Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðl- ast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltekinn hættu- legan farm á vegum á Íslandi og innan Evrópska efna- hagssvæðisins: Reykjavík: • Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 21. – 23. febrúar 2005. • Flutningur í/á tönkum: 28. feb -1. mars 2005. • Flutningur á sprengifimum farmi (sprengiefnum): 2. mars 2005. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðum fyrir flutning í tönkum og flutning á sprengifimum farmi er að við- komandi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöruflutn- ingar) og staðist próf í lok þess. Þeir sem ætla á eitt eða fleiri af fyrrgreindum námskeiðum verða að vera búnir að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir kl. 16:00 þann 17. febrú- ar. Næstu námskeið eru fyrirhuguð í apríl og maí/júní. Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmisskrif- stofu Vinnueftirlitsins, Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600. Námskeið um notkun sprengiefna Dagana 28. febrúar – 4. mars 2005 verður haldið námskeið í Reykjavík um meðferð sprengi- efna ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað þeim sem öðlast vilja réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu samkvæmt reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftirlitinu, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, sími 550 4600. Námskeiðsgjald er kr. 49.800:- sem greiða skal við skráningu í síðasta lagi miðvikudaginn 23. febrúar 2005. Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður. Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun fyrir breytingu á 220 kV háspennulínu Reykjanes - Rauðamelur. Áætlaðar eru framkvæmdir við lagningu 220 kV háspennulínu Reykjanes - Rauðamelur. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað breytingu á fram- kvæmdinni frá Reykjanesvirkjun að norðaustur enda Sýrfells matsskylda skv. lögum um mat á umhverfis- áhrifum nr. 106/2000. Vinna við undirbúning mats á umhverfisáhrifum er hafin hjá verkfræðistofunni Línuhönnun og eru drög að tillögu að matsáætlun nú til kynningar á vef Línuhönnunar www.lh.is sem og á vef framkvæmdaraðila verksins Hitaveitu Suð- urnesja www.hs.is. Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til verkfræðistofunnar Línu- hönnunar í netfang helga@lh.is fyrir 21. febrúar 2005. Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar- innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Vellir 4. áfangi Lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir á Völlum 4. áfanga um er að ræða 60 lóðir fyrir ein- býlis- og raðhús. Vellir 4. áfangi er um 7,9 ha að stærð. Svæðið sem er nýbyggingarsvæði sunnan við 2. áfanga Valla afmarkast til norðurs af 2. áfanga Valla, til austurs af Grísanesinu, til suðurs og vesturs af óbyggðu svæði. Á svæðinu verða einbýlis- og raðhús, alls 60 íbúðir. Húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti en því sem mæli- og hæðarblöð, skilmálar, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segja til um. • 46 einbýlishúsalóðir við Fléttuvelli - úthlutað til einstaklinga. • 2 einbýlishúsalóðir við Fjóluvelli 1-3 - úthlutað til lögaðila. • 3 einbýlishúsalóðir við Fjóluvelli 5 - 9 - úthlutað til lögaðila. • 2 einbýlishúsalóðir við Fjóluvelli 11-13 - úthlutað til lögaðila. • 4 raðhúsalóðir við Fjóluvelli 2-8 - úthlutað til lögaðila • 3 raðhúsalóðir við Fjóluvelli 10-14 - úthlutað til lögaðila. Gatnagerðargjald pr. m2 í lóð er kr. 6.166 (byggingar- vísitala 313,3). Einnig er vísað til gjaldskrár um þjón- ustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa. Áætlað er að lóðirnar verði byggingahæfar í júní mán- uði. Lóðum við Fjóluvelli er eingöngu úthlutað til lög- aðila (fyrirtækja) og lóðum við Fléttuvelli eingöngu til einstaklinga. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2005. Skipulagsuppdrætti, skipulagsskilmála, gjaldskrár og umsóknareyðublöð eru hægt að nálgast á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is gögn liggja frammi til kynningar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og þar fást þau einnig afhent á geisla- diski. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi mánudaginn 28. febrúar 2005 í Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6. Opið alla virka daga kl. 8 – 17. Umsóknum lögaðila þarf að fylgja staðfesting lána- stofnunar á greiðsluhæfni umsækjanda ásamt bráða- birgða uppgjöri fyrir árið 2004, sé um lögaðila að ræða. NÁMSKEIÐ TILBOÐ / ÚTBOÐ Á MÁNUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 69%Vi› segjum fréttirFlestir velja Fréttablaðið!Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar veljasem sinn á hverjum degi*Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er. * GALLUP NÓV. 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.