Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 14
Minnismiðar Ekki er alltaf hægt að stóla sig á minnið þegar mörg verkefni liggja fyrir. Fáðu þér því bunka af minnismiðum með límrönd og ef þú getur ekki sinnt einhverju um leið og það kemur upp skaltu skrifa það á miða og setja hann á stað þar sem hann fer ekki fram hjá þér.[ ] Gagnvirk atvinnu- miðlun stúdenta Rósa Guðný segir nýja vefinn algera byltingu í þjónustu við stúdenta og atvinnulífið. Það var Hugsmiðjan sem smíðaði hann í góðri samvinnu við starfsmenn Stúdentamiðlunarinnar. Stúdentamiðlunin hefur opn- að nýjan vef, studentamidl- un.is. Hann opnar fólki mögu- leika á að bjarga sér sjálft, bæði námsmönnum í atvinnu- leit og fyrirtækjum sem vant- ar fólk til starfa. „Vefurinn á að vera algerlega gagnvirkur,“ segir Rósa Guðný Þórsdóttir sem starfar í Stúdenta- miðluninni og heldur áfram að lýsa þægindunum. „Nemendurnir búa sér til eigin síðu með atvinnu- umsókn og ferilskrá en til að við séum alltaf með virka umsækj- endur þá eru þeir bara inni í 30 daga og því fá þeir skilaboð í tölvupósti um að þeir muni detta út nema þeir endurnýi sjálfir. Það geta þeir gert með því að smella á einn takka. Þetta verður gríðarlega fín þjónusta við atvinnurekendur sem eru að leita að starfsfólki. Það er líka stefnan. Þeir geta keypt sig inn á vefinn í eina, tvær eða þrjár vikur. En áður en þeir kaupa aðgang geta þeir byrjað á að skoða hvort þar sé einhver á skrá sem passar í starfið sem þeir eru með laust. Þeir sjá í hvaða skóla fólk hefur verið og hvað það hefur unnið en komast ekki í persónulegar upplýsingar. Síðan eru líka á þessum vef húsnæðis- miðlun, barnagæsla og lokaverk- efnabanki og einnig kennslumiðl- un fyrir þá sem vantar aukatíma í einhverri grein – og öfugt.“ Stúdentamiðlun er arftaki At- vinnumiðstöðvar stúdenta sem hefur verið rekin frá 1998. Rósa tekur skýrt fram að starfsmenn- irnir verði áfram á staðnum þannig að ekki verði einungis um vélræna afgreiðslu að ræða. Hún hvetur sem flesta nema á fram- halds-og háskólastigi sem eru að leita að vinnu til að skrá sig á v efinn, hvort sem um sumar-, hluta- eða framtíðarstarf er að ræða enda segir hún tilboð um sumarstörf byrjuð að streyma inn frá atvinnurekendum. „Það hefur verið sérstaða Atvinnumiðstöðvar stúdenta að útvega fyrirtækjum fólk í sumar- og hlutastörf,“ bend- ir hún á að lokum. gun@frettabladid.is Nær allir ófaglærðir starfsmenn í Bretlandi gætu átt von á að missa vinnuna á næsta áratug samkvæmt nýrri könnun í Bretlandi. Ástæðan er sú að fleiri fyrirtæki í Bretlandi leita til útlanda fyrir starfsemi sína og vinnuafl. Mörg störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar eru flutt til landa eins og Kína. Fyrirtæki halda því fram að með þessu aukist hæfni starfsmanna, hagnaður og afköst. Einnig vilja fyrir- tæki lækka kostnað og auka hraða og gæði þjónustu sinnar. Úrtakið í könnuninni voru 750.000 starfskraftar í Bret- landi og tvær milljónir starfsmanna á alþjóðavettvangi. Í könnuninni kemur fram að meira en helmingur yfirmanna taldi sig vera undir meiri þrýstingi núna en áður að flytja starfsemi til útlanda og einn af fjórum var að hugsa um að flytja störf utan í framtíðinni. Fyrirtæki í Bretlandi vilja ólm flytja starfsemi sína til útlanda til að lækka kostnað. Starfsmenn öruggir í starfi Ný könnun í Bandaríkjunum lofar góðu. Flestum starfsmönnum í Banda- ríkjunum finnst þeir vera öruggir í starfi sínu samkvæmt nýrri könnun sem sagt er frá á fréttasíðu Sky News. Fjórir af hverjum fimm fannst starfið sitt vera jafn öruggt eða öruggara en fyrir ári en úrtakið í könnuninni var tvö þúsund manns. Færri en einn af þremur taldi að aðstæður starfsmanna al- mennt hefðu versnað á síðustu mánuðum. Sérfræðingar segja þessar niðurstöður vera í sam- ræmi við stöðugan vöxt efnahags- kerfisins á síðasta ársfjórðungi 2004. ■ Fágaðir falsarar Falsarar er nýjasta atvinnu- greinin í Bretlandi eins og kemur fram á fréttasíðu BBC. Neytendur eru varaðir við að samþykkja ólíkleg boð frá fölsur- um sem lofa háum upphæðum peninga. Neytendur sem sam- þykkja þessi boð gætu verið sett- ir á sérstakan lista yfir þá sem eru ginnkeyptari en aðrir. Falsar- ar deila svo þessum upplýsingum sín á milli og fyrr en varir eru upplýsingar um hina ginnkeyptu komnar út um allan heim sem leiðir af sér keðjubréf falsara. Vinnubrögð falsara verða sí- fellt fágaðri, en í Bretlandi er hafin herferð til að hjálpa fólki að bera kennsl á falsara. Flestir falsarar auglýsa á þeim forsend- um að neytandinn geti grætt pen- inga á auðveldan hátt. Þeir vilja peninga fyrir fram svo neytand- inn geti náð í verðlaun sín – en svo eru auðvitað engin verðlaun og neytandinn situr eftir með sárt ennið. ■ Geðfatlaðir fá störf í London Talið auka líkur á bata. Nýju verkefni fyrir geðfatlað fólk hefur verið hrundið af stað í London. Um er ræða sjálfboða- vinnu sem er ætlað að auka sjálfs- traust sjúklinganna og auka líkur þeirra á vinnumarkaði. Sjö milljónum punda verður varið til verkefnisins, sem verður í gangi í 11 hverfum í London. Claire Helman, talsmaður verk- efnisins, segir að vonir standi til að sjálfboðaliðastörfin muni rjúfa einangrun sjúklinganna, sem oft fara ekki út úr húsi svo dögum skiptir. „Fólk með þennan sjúk- dóm hefur lélega sjálfsmynd þrátt fyrir hæfileikana sem það býr yfir og við vonumst til að þátttaka á hinum almenna vinnu- markaði auki líkur þeirra til að ná bata.“ ■ Flestir starfsmenn í Bandaríkjunum eru öruggir í starfi sínu. Falsarar í Bretlandi bjóða gylliboð og ræna peningum af fólki. Fleiri störf flutt utan Ófaglærðir starfsmenn í Bretlandi eru í hættu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Á ÞRIÐJUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.