Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 13
Ragnar Fjalar Sævarsson er fram- kvæmdastjóri prentfyrirtækisins Sam- skipta. Hann hefur sinnt því starfi dag- lega í tvö ár og dreymt það á nóttunni. „Við prentum nánast allt milli himins og jarðar. Ef þú þarft að láta prenta eitthvað þá geturðu komið til okkar,“ segir Ragnar Fjalar brosandi. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins vera vel á fjórða tuginn enda sé það staðsett á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Þó kveðst hann ekki vera á stöðugum þeytingi á milli. „Ég er með gott fólk og það eru aðrir sem sjá um að reka útibúin. Mín skrifstofa er í Síðumúlanum en ég kíki auðvitað á hina staðina líka. Svo er maður náttúrlega á fundum allan lið- langan daginn víðsvegar um bæinn.“ Þegar blaðamaður vill vita hvað gerist á fundunum svarar hann. „Það er verið að semja um hitt og þetta, bæði við okkar birg- ja og að hjálpa sölumönnum að ná í og viðhalda viðskiptum. Skemmtilegt? Já, ann- ars væri maður ekki í þessu.“ Hann viður- kennir þó að mikið áreiti fylgi starfinu, mikil ábyrgð og lítill friður. „Maður er í starfinu 24 tíma á sólarhring því mann dreymir það á nóttunni. Í góðu draumunum er maður að gera góða hluti og svo fær maður martraðir inn á milli.“ Tími fyrir áhugamálin er takmarkaður hjá Ragnari Fjalari en hann kveðst líka eiga fjölskyldu sem hann þurfi að sinna. „Það má segja að ég sé „atvinnu verðandi golfari,“ segir hann. „Ég hef aldrei komist á völlinn en það kemur að því!“ Ekki er hægt að sleppa honum án þess að spyrja hann hvort hann sé barnabarn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar. „Já, það pass- ar. Við erum þrír sem heitum þessu nafni en auk þess eru margir Fjalarar í ættinni.“ ■ Mikið áreiti og mikil ábyrgð atvinna@frettabladid.is Listin að hámarka frammi- stöðu er yfirskrift námsstefnu sem haldin verður á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut miðvikudaginn 2. mars. Þar eru viðskiptamönnum kenndar aðferðir íþrótta- manna, þar sem geta ein- stakling- anna er nýtt til hins ýtrasta. Fyrirlesari er Krish Dhanam, aðalfyrirlesari Zig Zigl- ar corporation, sem hefur vakið óskipta athygli sem einn af fremstu fyrirlesurum Bandaríkj- anna. Námsstefnan er ætluð stjórnendum, þjálfurum, skóla- mönnum, markaðs- og sölu- mönnum og starfsmanna- stjórum. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á www.starf.is Starfsmenntaráð hefur auglýst eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í at- vinnulífinu. Markmiðin sem gengið er út frá við val á verk- efnum eru að verkefnin nái til sem flestra, að þau mæti sýni- legri þörf á endurmenntun og unnin í samvinnu ólíkra aðila. Þeir sem eiga rétt á að sækja um styrk eru meðal annars einstök fyrirtæki og einkaaðil- ar sem standa fyrir starfs- menntun í atvinnulífinu, og starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina. Umsóknar- frestur er til 18. mars næstkomandi. Sprotaþing verður haldið föstudaginn 18. febrúar þar sem fjallað verður um framtíð og forsendur sprotafyrirtækja á Íslandi. Þingið er haldið af Samtökum sprotafyrirtækja og - iðnaðarins í samstarfi við iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og fyrir- tæki og stofnanir. Þingið verður haldið í höfuðstöðvum Marels hf., Austurhrauni 9 í Garðabæ og stendur milli kl. 13 og 17. Þingið er opið en tilkynna þarf þátttöku á netfangið skran- ing@si.is eða í síma 591 0100. Ragnar Fjalar hefur mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækisins og segir framkvæmdastjórastarfið 24 stunda vinnu á sólarhring. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? studentamidlun.is BLS. 2 Geðfatlaðir fá störf BLS. 2 Bandaríkjamenn öruggir í starfi BLS. 2 Herferð gegn fölsurum BLS. 2 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 18 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 9.29 13.42 17.56 AKUREYRI 9.22 13.27 17.32 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Sölumenn Lögfræðingur Tölvusérfræðingur Verkstjóri Þjónustufulltrúi Sölu- og þjónustufulltrúi Yfirflugkennari Sálfræðingur Grafískir hönnuðir Kennarar Sérfræðingar Lyfjafræðingur Rekstrar- og tæknistjóri Ræstingar Rafvirkjar Málmiðnaðarmenn Vörustjóri Sölustjóri Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Lengri vinnuvika í Frakklandi Verkalýðsfélög í Frakklandi eru á mót löggjöf Chirac. Ríkisstjórn Jacques Chirac, forseta Frakklands, hefur kosið með umdeildri vinnu- löggjöf um að lengja vinnu- vikuna í landinu. Nú er vinnuvikan 35 stundir en Chirac vill lengja hana í 48 stundir sem er hámark inn- an Evrópusambandsins. Forráðamenn verkalýðs- félaga óttast að þessi nýja löggjöf gefi fyrirtækjum tækifæri til að ráða vinnu- stundum. Yfir þrjú hundruð manns mótmæltu um síð- ustu helgi en Chirac vonar að öldungadeildin sam- þykki löggjöfina í næsta mánuði. Þá verður hún að lögum í landinu öllu. ■ Chirac forseti er ekki vinsæll meðal alþýðunnar í Frakklandi þessa dagana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.