Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 1
LETTAR VIÐ VINNU ÁN TILSKIL- INNA LEYFA Vinnumálastofnun hefur kært fyrirtækið GT-verktaka til sýslumanns- ins á Seyðisfirði. Fyrirtækið er með fjóra Letta í vinnu á Kárahnjúkum án dvalar- eða atvinnuleyfa. Samkvæmt talsmanni GT-verk- taka telur fyrirtækið sig vera réttum megin við lögin. Sjá síðu 2 FRAMSÓKNARFÓLK ÁNÆGT MEÐ SINN MANN Ef skoðanakönnun um hversu vel fólk telur að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig sem forsætisráðherra er greind eftir stuðningsfólki flokka kemur í ljós að framsóknarfólk er langánægðast með sinn mann. Stuðningsfólk Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins er óá- nægðast. Sjá síðu 4 AFRÍKU SKORTIR UNGT ÁRÆÐI Afrísk ungmenni hafa skipt miklu máli í stjórnmálabaráttu í álfunni en það skilar sér ekki í áhrifum þeirra á landsstjórnina. Vandamál afrískra ungmenna eru að þau hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. febrúar 2005 – 41. tölublað – 5. árgangur DREGUR ÚR VINDI AUSTANLANDS og verður hæg breytileg átt um miðbik dagsins. Snýst í SV átt syðra með kvöldinu. Sjá síðu 4 EIVÖR OG KASA Eivör Pálsdóttir flytur eigin lög ásamt KaSa-hópnum í nýjum út- setningum Hilmars Arnars Hilmarssonar á tónleikum í Salnum, Kópavogi klukkan 20 í kvöld. Karlar 20-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 61% 33% ÍRAK Írösku kosningarnar eru af- staðnar en ekkert lát er á bardög- um og voðaverkum. Það sýna at- burðir síðustu daga. Á aðeins einni viku hafa rúmlega 200 manns látið lífið, flestir í árásum vígamanna en aðrir í bardögum vígamanna við bandaríska hermenn og íraska þjóðvarðliða. 36 manns hið minnsta létust í gær. Sautján þeirra fórust í bílsprengjuárás við sjúkrahús í Musayyab, bæ sextíu kílómetra suður af Bagdad, þar sem meiri- hluti íbúanna eru sjía-múslimar. Hann er hins vegar á svæði þar sem búa hvort tveggja sjíar og súnníar og mikið er um árásir víga- manna úr röðum súnní-múslima. Bardagar milli vígamanna og bandarískra hermanna í Mosul reyndust mannskæðir. Níu víga- menn létust sem og tvær konur þegar sprengjur frá bardögunum lentu á heimilum þeirra. Þá fund- ust lík sex íraskra þjóðvarðliða og sex kúrdískra öryggisvarða í borg- inni. Þeim hafði verið rænt, þeir bundnir og skotnir. Fyrr í vikunni létust tólf lögreglumenn í sjálfs- morðsárás og í desembermánuði einum fundust lík 150 lögreglu- manna og þjóðvarðliða í borginni. Mannfallið í Írak hefur verið mikið í vikunni og aðeins einu sinni farið undir tuttugu manns. Það var á miðvikudag þegar minnst níu manns létu lífið. Mest var mann- fallið á fimmtudag þegar 50 manns létu lífið í bardögum og árásum. - bþg BLAÐAMANNAVERÐLAUN Blaðamanna- verðlaun ársins 2004 voru afhent á Pressuballi á Hótel Borg í gær- kvöld. Það var Árni Þórarinsson, Morgunblaðinu sem hlaut Blaða- mannaverðlaun ársins 2004 að þessu sinni. Hlaut hann verðlaunin fyrir ítarlega og greinargóða frétta- skýringu um forsetatíð Ólafs Ragn- ars Grímssonar í aðdraganda for- setakosninganna síðastliðið sumar. Í flokki Rannsóknarblaða- mennsku ársins 2004 varð Kristinn Hrafnsson, DV, hlutskarpastur. Hlaut hann verðlaunin fyrir upp- lýsandi fréttir af örlögum íslensks drengs, Arons Pálma Ágústssonar, í fangelsi í Texas. Bergljót Baldursdóttir, RÚV – Fréttastofu útvarpsins, Morgun- vaktinni hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2004, ítarlega og fróðlega úttekt á stöðu og velferð aldraðra á Íslandi. - ss Forngrískar grímur: Bjóða upp á nýjar aðferðir í nútímaleikhúsi. Í Grikklandi til forna voru þær notaðar til að sýna svipbrigði í stórum hringleikahúsum. Í Mýrarljósi eru þær notaðar í landi hinna dauðu. Þrjátíu manns falla daglega Rúmlega 200 manns hafa fallið í árásum og bardögum í Írak síðustu vik- una. Í gær féllu nær 40 í bardögum, sprengjuárásum, tilræðum og mannránum sem enduðu með morðum. Blaðamannaverðlaun ársins 2004: Verðlaunað fyrir umfjöllun um Ólaf FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Enska úrvalsdeildin: Eiður hetja Chelsea FÓTBOLTI Okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Chelsea í gær þegar liðið lagði Everton á útivelli en Eiður skoraði eina mark leiksins þeg- ar rúmar 20 mín- útur voru til leiksloka. Þetta var langþráð mark fyrir Eið Smára því hann hafði ekki skorað fyrir Chelsea í deildinni frá því í jafnteflisleiknum gegn Arsenal þann 12. desem- ber síðastliðinn. Eiður Smári lék allan leikinn í gær og lét mikið að sér kveða. Hann brenndi af tveimur dauða- færum áður en markið leit dags- ins ljós og hefði auðveldlega getað skorað þrennu í leiknum. Með sigrinum náði Chelsea tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeild- inni en Manchester United getur minnkað bilið niður í níu stig ef liðið nær sigri gegn erkifjendun- um í Manchester City í dag. - vig Bresku kvikmyndaverðlaunin: Valdís verðlaunuð KVIKMYNDIR Valdís Óskarsdóttir hlaut bresku kvikmyndaverð- launin fyrir klippingu á banda- rísku myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Aldrei áður hefur Íslendingur hlotið Bafta verðlaunin. Myndin var einnig verðlaunuð fyrir besta uppruna- lega handritið. Það var myndin The Aviator sem hlaut Bafta verðlaunin sem besta kvikmyndin. Jamie Foxx var valinn besti karlleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Ray og Imelda Staunton var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í mynd- inni Vera Drake. ■ Dominos-karlinn gefur út bækur í Færeyjum SÍÐA 22 ▲ Galdrar fram nornatónlist SÍÐA 22 ▲ Ernst S. Olsen: Barði Jóhannsson: SÍÐA 12 ▲ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN MANNFALL Í GÆR 17 létust í bílsprengjuárás í Musayyab. 12 lík þjóðvarðliða og Kúrda fundust í Mosul. 9 vígamenn féllu í bardögum við Banda- ríkjaher í Mosul. 2 konur létust þegar sprengjur féllu á hús þeirra í Mosul. 2 fundust myrtir á leiðinni til Bagdad, sjía-klerkur og sonur hans. 1 kona lést í bílsprengjuárás í Bagdad 1 lést í tilræði í Basra, þekktur dómari. VINNINGSHAFAR BLAÐAMANNAVERÐLAUNANNA Það voru þau Kristinn Hrafnsson, Bergljót Baldursdóttir og Árni Þórarinsson sem hlutu verðlaun Blaðamannafélags Íslands á Hótel Borg í gærkvöld. Ragnar Axelsson hlaut verðlaun blaðaljósmyndara fyrir mynd ársins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.