Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 43
19SUNNUDAGUR 13. febrúar 2005 ■ TÓNLIST Hér er komið rökrétt framhald af Meet the Parents. Það styttist í brúðkaup Gaylords Fockers (Ben Stiller) og Pamelu Byrnes (Blythe Danner). Gaylord er kominn í náð- ina hjá tengdapabbanum Jack (Robert De Niro) og þá er bara erfiði hlutinn eftir. Nú þarf hann að kynna tengdaforeldra sína fyrir sínum eigin foreldrum. Og fyrir hrakfallabálk eins og hann getur það engan veginn gengið klakklaust fyrir sig, sérstaklega þegar Fockerarnir eru alger and- stæða hins beinstífa Jacks. Þau eru kynóðir hippar, leiknir af frægustu gyðingunum í Holly- wood. Ólíkt syni þeirra sjá þau enga ástæðu til að ganga í augun á Jack og fyrir vikið er myndin full af vandræðanlegum senum sem einnig má túlka sem skot á hina þreytandi baráttu pólitísku hreyf- inganna tveggja í Bandaríkjun- um, það er að segja ef maður er einn af þeim sem oflesa einfaldar fjölskyldugamanmyndir. Meet the Parents var ófrum- legur brandari sem heppnaðist ótrúlega vel. Meet the Fockers er framlenging á sömu hugmynd og heppnast einnig furðuvel. Í báðum tilvikum er góðu leikara- vali að þakka. Enginn getur gerst jafn vandræðanlega fyndinn og Ben Stiller, og vil ég nota tæki- færið og þakka honum fyrir frá- bær afköst. Hann lék nánast í annarri hverri gamanmynd sem kom út á síðasta ári. Robert De Niro gerir lítið annað þessa dag- ana en að leika í léttum gaman- myndum og framhaldi þeirra. Hann stendur sig að sjálfsögðu vel þar eins og annars staðar, enda fæddur leikari. En það eru samt hinir eldri Fockerar sem eiga þessa mynd. Dustin Hoffman er frábær sem pabbinn sem hegð- ar sér eins og barn og leikur hlut- verkið áreynslulaust. Hann er reyndar alltaf sannfærandi, en hér hefur maður á tilfinningunni að hann sé að leika sjálfan sig. Barbra Streisand passar fullkom- lega í hlutverk sólbrúna kynlífs- fræðingsins sem geymir forhúð sonar síns í möppu. Átta ára leik- hlé virðist hafa gert henni gott. Titillinn er þó eiginlega það besta við myndina. Það er eitthvað dásamlegt við það að sjá leikarana koma fram í Jay Leno, og komast upp með að segja dónalegasta orðið í enskri tungu bara vegna þess að það er skrifað öðruvísi. Hugleikur Dagsson Góður titill MEET THE FOCKERS LEIKSTJÓRI: JAY ROACH AÐALHLUTVERK: ROBERT DE NIRO, BEN STILLER, DUSTIN HOFFMAN, BARBRA STREISAND Niðurstaða: Meet the Parents var ófrumlegur brandari sem heppnaðist ótrúlega vel. Meet the Fockers er framlenging á sömu hugmynd og heppnast einnig furðuvel. Í báðum tilvikum er góðu leikaravali að þakka. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN SÍMI 553 2075 – bara lúxus www.laugarasbio.is Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 Golden Globe verðlaun Annette Bening sem besta leikkona SÝND kl. 2 & 4 ÍSL.TAL - ATH! VERÐ 500 KR. HLAUT TVENN GOLDEN GLOBE VERÐLAUN 7TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA HHHH - H.J., MBL HHHH - V.E., DV HHHh - kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.40 & 10.30 B.i. 14 ára „Fullkomlega ómissandi mynd" S.V. MBL HHHHH HHHH Þ.Þ FBL þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit. 5Tilnefningar tilÓskars-verðlauna Sýnd kl. 3 og 8 HHH NMJ Kvikmyndir.com HHHHSV Mbl HHH – MMJ kvikmyndir.com HHHH – Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 2, 4.10, 6.15, 8.15 og 10.20 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari.11 HHHH - HJ, MBL. HHHH - Ó.Ö.H. DV HHHH - Baldur, Popptíví HHH1/2 - Kvikmyndir.is HHH - Ó.H.T. Rás 2 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI FRÁBÆR SKEMMTUN Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. VARÚÐ: YKKUR Á EFTIR AÐ BREGÐA. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 HHH - S.V. MBL. 400 kr. miðaverð á allar myndir kl. 12 um helgar í Sambíóunum KringlunniHÁDEGISBÍÓ Annette Bening sem besta leikkona Stórskemmtileg mynd þar sem Annette Bening fer á kostum Annette Bening & Jeremy Irons 1Tilnefning til Óskarsverðlauna TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 2 – AÐEINS 400 KR. kl. 2 ÍSL. TAL - ATH! VERÐ 400 KR. Frumsýnd 17. febrúar. "Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða." HHH - kvikmyndir.is L.S. A SER. OF UNFORTUNATE EVEN. kl. 12 & 2.15 THE INCREDIBLES kl. 12 & 2.15 ísl. tal WALT DISNEY KYNNIR splunkunýtt ævintýri um Bangsímon sem þú átt eftir að “fríla” í botn! kl. 12, 2, 4, 5 & 6.30 m. ísl. tali kl. 4.30 m. ensku tali Sýnd kl. 6, 8.30, og 10.40 B.i. 16 Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10 B.i. 14 ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda frumsýna leikritið Ástandið í Iðnó. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Rakel Pétursdóttir safnfræð- ingur verður með leiðsögn um sýning- arnar í Listasafni Íslands, bæði sýningu Rúríar Endangered Waters og sýning- una Íslensk myndlist 1930-1945. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Dave Grohl, forsprakki rokksveitar- innar Foo Fighters, telur að árið 2005 muni endurvekja trú fólks á góðri tónlist. Grohl hefur haft í nógu að snúast undanfarið því hann kem- ur við sögu á þremur nýjum plötum. Nýjasta plata Foo Fighters er væntanleg og verður hún tvöföld, annars vegar með hörkurokki og hins vegar með órafmögnuðum lögum. Einnig spilar Grohl á trommur í laginu Bad Boyfriend á nýjustu plötu Garbage auk þess sem hann trommar á fyrstu plötu Nine Inch Nails í langan tíma. „Þetta verður frábært tónlistarár. Ég held að fólk eigi eftir að fá meiri trú á tónlist. Öll sú tónlist sem ég hef heyrt sem verður gefin út á næstunni er ótrúlega góð,“ sagði Grohl. Plata Garbage, Bleed Like Me, kemur út 11. apríl og plata Nine Inch Nails, With Teeth, kemur einnig út í vor. Plata Foo Fighters kemur aftur á móti ekki út fyrr en í haust. ■ DAVE GROHL Dave Grohl er forsprakki rokksveitarinnar Foo Fighters. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ .Ö .K . Frábært tónlistarár í vændum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.