Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
SEX
SEX
HUNDRU‹ MI‹AR Á SÉRSTÖKU TILBO‹I TIL LONDON OG KAUPMANNAHAFNAR
fiÚSUND KRÓNUR A‹RA LEI‹ ME‹ SKÖTTUM - Í TILEFNI VALENTÍNUSARDAGSINS
Ver› a›eins: 6.000 kr.
FYRSTU 600 SÆTIN
(A›ra lei› m. sköttum)
Bú›u flig undir brottför á www.icelandexpress.is
Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600
Fer›atímabil: 14/2 - 14/4. Sala hefst kl.12:00, sunnudaginn 13. febrúar.
Tilbo›i› er a›eins á völdum dagsetningum. Takmarka› sætaframbo›.
Allir sem bóka bíl á Valentínusardaginn
á icelandepress.is fá gefins blómvönd.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Kappsamir starfsmenn Icelandair klippi› hér
Minnihlutinn
ræður
Mér hefur stundum verið hugsaðtil þess þar sem ég stari á Idol
á föstudögum hvers vegna keppend-
um landsbyggðarinnar vegnar svona
vel. Svarið er einfalt. Keppnin er
byggðapólitík og skýr sönnun þess
að hér ríkir minnihlutaræði. Idol
endurspeglar íslenskt stjórnmálalíf
og íslenska þjóðarsál.
JAFNVEL þó Bubbi hamri á því
vikulega að keppnin eigi ekki að
vera innbyrðis hreppaslagur virðist
hann ekki slá á heitar tilfinningar
landsbyggðarinnar. Hjarta hennar
slær einfaldlega örar við að sjá syni
og dætur sveitarinnar slá í gegn í
borginni. Dómnefnd og borgarbúar
eru iðulega gapandi hissa á dómum
þjóðarinnar. Orðlausir yfir því
hvernig sveitin kýs. Forviða á því
hvernig borgarbúum er markvisst
eytt úr keppninni. Grimmustu örlög
keppenda virðast vera þau að vera
hæfileikafólk úr höfuðborginni.
Jafngildir nánast dauðadómi og nú
er bara einn borgarbúi eftir. Reynd-
ar er líka einn Kópavogsbúi, en allir
vita að brottflutt landsbyggðarfólk
er stoð þess bæjarfélags.
LANDSBYGGÐIN heldur borginni
í heljargreipum, hvort sem það er í
söngkeppnum eða stjórnmálum. Hér
fer fólk sem kann að lobbýa. Þeirra
menn komast áfram og þeirra mál
nást í gegn. Borgarbúar vita sem er
að þó að örfáir þingmenn styðji millj-
arða jarðgöng til fámennra byggðar-
laga þá koma göngin nú samt.
MEIRIHLUTI Reykvíkinga vill
flugvöllinn burt, en allir vita að hann
fer hvergi. Almenningur vill lægri
matarreikning en sveitarómantík
minnihlutans sér til þess að svo
verður ekki. Atvinnustjórnmála-
menn þora ekki fyrir sitt litla líf að
gera athugasemdir því þá verða þeir
kosnir burt. Sendir heim. Menn eru
orðnir svo vanir minnihlutaræðinu
að eftir kosningar er staðan gjarnan
sú að minnsti flokkurinn telst sigur-
vegari, með vísun í hlutfall eða að
fylgið hafi oft áður verið miklu
lægra.
IDOL-KEPPNIN hefur sýnt það
og sannað að dreifbýlisbúar þurfa
ekki margfalt atkvæðavægi á við
borgarbúa. Landsbyggðarfólk er í
eðli sínu sigurvegarar. Það fær sínu
fram hvort sem um er að ræða jarð-
göng eða Idol. Kosningareglur gera
atkvæði manna misverðmæt. Svo er
aftur á móti ekki í Idol, en lands-
byggðin kýs þá bara oftar. Og borgin
bölvar í hljóði. ■
BAKÞANKAR
ÞORBJARGAR S.
GUNNLAUGSDÓTTUR