Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 10
Í vor verður þess minnst um heim allan að 60 ár eru liðin frá því að bandamenn í Seinni heims- styrjöldinni knúðu heri fasista- ríkjanna til uppgjafar í Evrópu. Sendiráð Rússneska sambands- ríkisins á Íslandi og MÍR, Menn- ingartengsl Íslands og Rússlands, ætla fram á vor að minnast af- mælis sigursins með margvís- legum hætti í félagsheimilinu að Vatnsstíg 10 í Reykjavík. Í tilkynningu MÍR kemur fram að 60 ára afmælisins verði sér- staklega minnst í Rússlandi og öðrum löndum fyrrum Sovét- ríkja, enda hafi hlutur Sovétþjóð- anna í sigrinum verið mikill og fórnir þeirra meiri en annarra bandamanna. Talið er að allt að 27 milljónir Sovétmanna hafi týnt lífi af völdum styrjaldarátak- anna, þar af féllu um 9 milljónir sovéskra hermanna á austurvíg- stöðvunum árin 1941 til 1945. Alla sunnudaga fram á vor, nema á páskadag, verða í bíósal MÍR kvikmyndasýningar tileink- aðar heimsstyrjöldinni. „Í sýn- ingarsölunum á Vatnsstíg hefur verið sett upp fróðleg sýning helguð styrjaldarlokum í Evrópu 1945. Hér er um að ræða sýningu á sovéskum veggspjöldum, plakötum, sem gerð voru meðan á styrjöldinni stóð af fremstu myndlistarmönnum Sovétríkj- anna til að hvetja þjóðina í barátt- unni við innrásarheri fasista. Einnig eru á sýningunni fleiri sovésk áróðursspjöld frá öðrum tímaskeiðum, fjöldi ljósmynda og uppdrátta frá styrjaldarárunum, bækur um stríðið og sovéska hershöfðingja, sýnishorn af hljómplötum með söngvum og lögum stríðsáranna o.fl.,“ segir í tilkynningu MÍR. Þá kemur einnig fram að á veggjum bíósal- arins á Vatnsstíg 10 hafi verið komið fyrir auglýsingaspjöldum um sovéskar stríðskvikmyndir, plaköt sem gerð voru á árunum 1985 og 1987. Alexander Rannikh, sendi- herra Rússlands á Íslandi, opnaði myndasýninguna með viðhöfn um miðjan dag í gær. Leikin voru af hljómdiski lög sem urðu til og öðluðust vinsældir í Sovétríkj- unum á styrjaldarárunum og í bíósalnum var sýnd hálftíma löng sovésk heimildarkvikmynd um sögulega viðræðufundi æðstu leiðtoga bandamanna í Teheran, Jalta og Potsdam á styrjaldar- árunum. Ellefta febrúar síðastlið- inn voru enda 60 ár liðin frá fundi Churchills, Roosevelts og Stalíns í Livadija-höllinni í Jalta á Krím- skaga, þar sem stórveldin sömdu um hvernig standa ætti að stríðslokunum. Sýningin á Vatnsstíg 10 verður opin daglega milli klukkan 14 og 16, en þar liggur frammi skrá yfir kvikmyndirnar sem sýndar verða fram á vor. Aðgangur að sýningunum í félagsheimili MÍR er ókeypis og allir velkomnir. ■ 10 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR JACK KIRBY (1917-1994) lést þennan dag. Margvíslegar uppá- komur í MÍR fram á vor TÍMAMÓT: 60 ÁRA AFMÆLI SIGURSINS „Lífið er í besta falli súrsætt.“ Jack Kirby var einn afkastamesti listamaður amerískrar teikni- myndasögu, en hann er best þekktur fyrir sköpunarverk sín hjá Marvel Comics þar sem hann starfaði með Stan Lee. Hann teiknaði meðal annars The Fantastic Four, X-Men, Hulk, Daredevil og fleiri. timamot@frettabladid.is MYNDASÝNING OPNUÐ Í MÍR Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, opnaði myndasýningu í MÍR í gær. Að kvöldi 13 febrúar árið 1945 hófst ein umdeildasta árás bandamanna á Þýskaland þegar fleiri hundruð breskar sprengjuflugvélar, hlaðnar eldsprengjum og öðrum kraftmiklum sprengjum gerðu árás á borgina Dresden í austurhluta landsins. Í Dresden var hvorki hergagnaframleiðsla né heldur stórfelldur iðnaður og fyrir árásina í febrúar 1945 hafði borgin ekki orðið fyrir meiriháttar árás af hálfu banda- manna. Tveimur dögum eftir fyrstu árásir, þann 15. febr- úar, var borgin ein rjúkandi rúst. Í valnum lá óþekktur fjöldi óbreyttra borgara. Giskað er á að látnir hafi verið á milli 35 og 135 þúsund. Fyrir stríð var Dresden talin til fegurstu borga Evrópu, bæði fyrir byggingarlist og söfn. Í febrúar árið 1945 hafði fólk á flótta undan framsókn Rússa í austri leitað skjóls í Dresden. Hitler notaði meg- inþorra heraflans sem eftir var í varnir Berlínar í norðri þannig að varnir borgarinnar voru í lágmarki. Talið var að Rússar myndu eiga auðvelt með að ná Dresden á sitt vald og borgin því ólíklegt skotmark stór- felldra loftárása. Þegar árásirnar á borg- ina hófust voru loft- varnirnar enda svo litl- ar að einungis náðist að skjóta niður sex vélar breta. Síðar um daginn þegar eftirlif- endur skriðu úr brenn- andi rústum borgarinn- ar hófu 300 bandarískar sprengjuvélar árásir á lestar- teina, brýr og samgöngumannvirki. 15. febrúar héldu svo 200 bandarískar vélar til viðbótar áfram árásum á innviði borgarinnar. Alls slepptu breskar og bandarískar sveitir um 2.500 tonnum af sprengjum og 1.500 tonn- um af eldsprengjum á borgina þessa tvo daga. 13.-15. FEBRÚAR 1945 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1542 Hinrik áttundi bretakonung- ur lætur taka Catherine Howard drottningu af lífi fyrir landráð. 1693 Heklugos hófst og stóð fram á haust. Mikið tjón varð á Suðurlandi. 1920 Þjóðasambandið viðurkenn- ir hlutleysi Sviss. 1953 Fyrsti fundur Norðurlanda- ráðs settur í Kaupmanna- höfn. 1960 Frakkar sprengja sína fyrstu atómbombu. 1982 Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar tekin í notkun. 1983 Stór og bjartur loftsteinn fell- ur í sjóinn austur af landinu klukkan 20.30. Birtu slær á himininn frá Þingeyjarsýsl- um suður í Mýrdal. Dresden var jöfnuð við jörðu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Sigrún Kristinsdóttir Þangbakka 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. febrúar kl. 15. Kristinn Erlendsson Ásta Guðmundsdóttir Helga Erlendsdóttir Ásmundur Gíslason Sigrún Erlendsdóttir Sigurgestur Ingvarsson Guðrún Lísa Erlendsdóttir Bragi Baldursson Sturla Erlendsson Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir Elísabet Erlendsdóttir Björn Ásgrímsson Björnsson Ingunn Kristinsdóttir Þormar Kristín Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON, verslunarmaður, Reyrengi 4, Reykjavík, sem lést 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga, sími 892 1122 og 552 2154. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Guðmundur Hallur Jóhannesson, Vilhelmina Nielsen, Ragna Hrönn Jóhannesdóttir, Kristinn Gústafsson, Helma Björk Jóhannesdóttir, Kristín Heiða Jóhannesdóttir, Steinn Viðar Ingason, Valgerður Anna Jóhannesdóttir, Þórir Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, Jóna J. Guðjónsdóttir áður til heimilis að Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þriðjudaginn 2. febrúar. Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, þriðju- daginn 15. febrúar kl. 13.00. Hulda Magnúsdóttir og Hinrik Vídalín Jónsson. Ástkær pabbi okkar, sonur og bróðir, Axel Emil Gunnlaugsson frá Ísafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 10. febrúar. Hannes, Patrekur Andrés og Jónína Sif Axelsbörn. Jónína Nielsen Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, Theódóra Gunnlaugsdóttir Tryggvi Ólafsson, Guðmundur Gunnlaugsson Sigríður Björnsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir Sveinbjörn Jóhannsson, Sif Gunnlaugsdóttir og systkinabörn. AFMÆLI Agnar Guðnason ráðunautur er 78 ára í dag. Tómas Ingi Olrich sendiherra er 62 ára í dag. Gunnar Swanson hönnuður er 55 ára í dag. Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi og einkaþjálfari er 35 ára í dag. ANDLÁT Elín Friðriksdóttir, Furulundi 6c, Akur- eyri, lést sunnudaginn 6. febrúar. Þorkell Jóhann Sigurðsson, Hátúni 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þriðjudaginn 8. febrúar. Arnór Þorkelsson, frá Arnórsstöðum, Skipasundi 87, lést miðvikudaginn 9. febrúar. Axel Emil Gunnlaugsson, frá Ísafirði, lést fimmtudaginn 10. febrúar. Sigrún Gunnarsdóttir, Ásvegi 9, Breið- dalsvík, lést fimmtudaginn 10. febrúar. 1920 Eileen Farrell, sópran- söngkona. 1933 Kim Novak, leikkona. 1938 Oliver Reed, leikari. 1943 Leo Frankowski, vísindaskáld- sagnahöfundur. 1944 Stockard Channing, leikkona. 1944 Jerry Springer, þátta- stjórnandi. 1946 Rainer Werner Fassbinder, leikari og leikstjóri. 1947 Tony Butler, bassaleikari Big Country. 1950 Peter Gabriel, tónlistar- maður. 1960 Michael Craig, bassaleikari Culture Club. 1961 Henry Rollins, tónlistarmaður og ljóðskáld. 1963 Penelope Ann Miller, leikkona. 1974 Robbie Williams, tónlistarmaður. HEIMASÍÐA MÍR Heimasíðu félags menningartengsla Íslands og Rússlands er að finna á slóðinni www.mmedia.is/felm- ir/. Þar er meðal annars að finna upplýs- ingar um fyrirhugaðar kvikmyndasýningar í húsakynnum félagsins. FÆDDUST ÞENNAN DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.