Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. Aldursmunurinn ó hjónunum er 31 dr Dean Martin er þekktur bæði af leik sinum i kvikmyndum og i seinni tið af s.iónvarpsþáttum sinum. Hann og Jeanne fyrri kona hans höfðu verið yfir 20 ár i hjónabandi, sem þykir nokkuð sérstakt i Hollywood. Þau eignuðust tvö börn, sem nú eru uppkomin og farin að lifa sinu lifi og hafa komizt i fréttir Loftsteinagígar í 4000 m hæð Rannsóknarleiðangur, sem kannað hefur Murgabskigiginn, sem liggur I 4000 metra hæð i austurhluta Pamirfjalla, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að gígurinn hafi myndazt við loft- steinahrap, er átt hefur sér stað fyrir um 300 árum. Kenningin er reist á þeim rökum, að i klettun- um hafa fundizt glerkenndar agnir og klappirnar umhverfis giginn sýna greinileg merki eftir ofsahita. ★ Hollywood-blaðanna. Dean skildi við konu sina og kvæntist siðan fljótlega aftur. Seinni kona hans heitir Cathy Hawn, oger hún 26 ára — en Dean er 57 ára gamall. Aldursmunurinn er sem sagt 31 ár! Orðrómur gengur um það, að strax sé hjónabandið hjá þeim farið að verða stormasamt. Einkum er sagt, að Cathy sé reið, þegar Dean er hálfa og heilu dagana á golfvellinum með vinum sinum. Hún segist vera alveg dæmigerð „golf-ekkja”. Hér sjáum við þau hjónin Dean og Kathy og lfta þau prýðilega út og virðast hin ánægðustu. Dean er þarna að lýsa nýrri kvikmynd, sem hann á að leika aðalhlutverk I og heitir hún Ricco. Siðan sjáum við aðra mynd af Dean, þar sem hann er að leita að golf- kúlunni sinni eftir langan dag á golfvellinum. Góð dóttir Britt er svo ung, hlý og sæt, að mér fyndist hún ætti að fá svo- litið rómantiskarihlutverk, segir móðir Britt Ekland. Móðirin lét sér þessi orð um munn fara, eftir að hafa séð dóttur sina i hlutverki hennar i Bond-mynd- inni. Maðuriiin með gullnu byss una. Móðirin kom og horfði á frumsýningu myndarinnar i Stokkhólmi, iklædd gullnum silkikjól, sem hún hafði fengið frá dóttur sinni. Þetta var ekki neinn venjulegur kjóll, en móð- irin sagði, að það væri venja dótturinnar að senda móður sinni eitthvað alveg sérstakt i hvert skipti, sem hún hefði lokið við að leika i einhverri stór- myndinni. Hér sjáið þið Britt Ekland með manni sinum og bami, og á hinni myndinni er móðir hennar, iklædd kjólnum frá Britt. □□□□□□DdDaomia Þrjú þ úsund óra gömul smalapípa Sérfræðingar frá fornminja- safninu i Svartahafsbænum Odessa hafa fundið 3000 ára gamla haganlega skreytta smalapipu. Pipan fannst i þorpi við ána Dnestr, þar sem skurð- grafa kom niður á gamla gröf á eins metra dýpi. Við nánari rannsóknir komu fram leifar frá þremur sögulegum timaskeið- um: Tripolis-menningunni frá lokum þriðja árþúsunds fyrir Krist.siðari hluta bronsaldar og frá forngriskum tima, og i einni af gröfunum fannst ofannefnd smalapipa. DENNI DÆMALAUSI ,,Þú værir lika veik ef þú fengir ekkert að borða nema bragðlaus- an hafragraut.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.