Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 23. marz 1975.
TÍMINN
27
Noröurlandamóti i tugþraut og
fimmtarþraut kvenna i
Finnlandi, svo og þátttaka i
Evrópumóti unglinga i
Grikklandi og Evrópubikar-
keppni i fjölþrautum i Barcelona
á Spáni. Auk þess var leitaö fyrir
sér um að fá erlendar stjörnur á
R ey k j a v ikur le ika n a, sem
áformað er að halda I fjórða sinn i
sumar. Ótalin eru svo hin
fjölmörgu mót með innlendri
þátttöku. Þá var ákveðið á
ársþingi á Akureyri i haust að
stuðla að aukinni útbreiðslu út á
landsbyggðinni, og nú er t.d.
verið að senda út dreifibréf i þvi
sambandi og bjóða félögum að-
stoð. Svo er ákveðið að landsliðs-
menn fari i hringferð um landið
og keppi á ýmsum stöðum.
Nú hlýtur einhver að spyrja,
hvað kostar þetta allt, hvernig
farið þið að koma þessu öllu i
verk, enda erum við loks komin
að kjarna málsins. A siðasta
starfsári nam kostnaður af
rekstri samb. tæpum þrem-
ur milljónum króna, og beinn
styrkur frá þvi opinbera var 450
þúsund krónur. Aðgangseyrir
vegna móta var um 200 þúsund
krónur. Rúmlega tvær milljónir
króna öfiuðust með ýmsu móti og
með aðstoð góðra manna. Ef hægt
verður að framkvæma allt, sem
ákveðið var á siöasta ársþingi
verður rekstrarkostnaður FRl á
þessu ári, a.m.k. 4 milljónir
króna og áætlaðir styrkir eru 600
þúsund krónur. Frá siðustu ára-
mótum hefur stjórn sambandsins
reynt ýmsar undirbúningsleiðir i
fjáröflun og nýlega var skipuð
sérstök fjáröflunarnefnd, sem i
eru örn Eiðsson, formaður sam-
bandsins, Svavar Markússon,
gjaldkeri og Þorvaldur Jónasson,
fundarritari. í stuttu máli sagt,
árangur fjáröflunar hefur verið
sáralitill og á FRÍ þó marga
velunnara, sem stutt hafa sam-
bandið dyggilega undanfarin ár.
Kunnum við þeim mönnum beztu
þakkir fyrir. Sem dæmi um
neikvæðar undirtektir má nefna
synjun norræna menningarmála-
sjóðsins á styrk vegna Kalott -
keppninnar. Sjóðurinn styrkti
þessa keppni smávægilega i
fyrra. Einnig hefur verið sagt upp
auglýsingu á númer keppnisfólks.
Sumum kann að þykja okkar
erfiðleikar i „spriklinu”, eins og
sumir segja hégómalegir saman
borið við aðra erfiðleika i
þjóðfélaginu, en við, sem leggjum
fram mikla vinnu I fristundum
okkar, hver fyrir sina iþrótt,
erum ekki öll á sama máli.
Likamsrækt og keppnisiþróttir
eru snar þáttur i öllum
menningarþjóðfélögum og ómiss-
andi öllu æskufólki. Allar þjóðir
leggja mikið upp úr þvf að eiga á
að skipa afreksfólki, sem vekur
aðdáun og hrifningu.
Dag einn barst stjórn FRt til
boð frá fyrirtæki hér i bæ, er
áður hafði stutt okkur með fjár-
framlögum. Þetta tilboð átti eftir
að valda okkur miklum vanda.
Rolf Johansen & Co bauð okkur
eftirfarandi I nafni R.J. Reynolds
Tobacco Company: Fyrir hvern
tóman Winston vindlingapakka
sem FRt skilar fyrirtækinu á
timabilinu 15. marz til 15. júni fær
sambandið 3 krónur. Hér var
vissulega mikil fjárvon á ferð,
en sæmir það mönnum, sem
vinna að iþróttamálum að þiggja
slikt? FRt eins og önnur samtök
iþróttafólks vinnur gegn tóbaks-
og áfengisnautn. Stjórnin leggur
mikla áherzlu á reglusemi og
okkur er ánægja að skýra frá þvi,
að slíkt er auðvelt innan raða
frjálsiþróttafólks, þar sein neyzla
tóbaks og áfengis er hrein undan-
tekning. Málið var rætt á mörg-
um fundum og upp kom staðan, ef
við þiggjum þetta tilboð og vel
tekst til, er vissulega hægt að
koma mörgu i verk en á móti
kemur ef við höfnum tilboðinu
verðum við einfaldlega að draga
saman seglin. Slikt er erfitt,
þegar höfð er i huga sú
uppbygging, sem unniö hefur
verið að sl. ár, og byrjuð var að
bera ávöxt. Við gerðum okkur
grein fyrir þvl, að menn yrðu ekki
á eitt sáttir, ef tilboðinu yrði
tekið, enda engum i stjórninni
ljúft. Loks var málið þó tekið til
endanlegrar afgreiðslu, og
samykkt af öllum í aðalstjórn, en
fyrsti varamaður, sem situr
stjórnarfundi gat ekki sætt sig
við þá niðurstöðu, og sagði af sér.
Það þótti okkur leitt, en virðum
og skiljum hans afstöðu.
Það fór eins og okkur grunaði,
að ýmsir urðu vonsviknir, er
söfnunarherferðin hófst, og
margir hafa látið stór orð falla i
okkar garð. Við skiljum það vel,
að menn séu okkur ósammála,
þetta var erfið ákvörðun, og við
vorum lengi i vafa, hvað gera
skyldi. Sumt af þvi, sem um
okkur, er skipum stjórn FRt, hef-
ur verið sagt og skrifað undan-
farna daga ber ofstækisblæ og er
viðkomandi ekki til sóma. Einnig
hafa verið dregnar fram nei-
kvæðari hliðar þessarar fjár-
öflunar i fjölmiðlum og hjá öðrum
aðiluin.
Þetta greinarkorn er alls ekki
nein afsökun heidur skýring á
erfiðleikum þeirra, sem að
iþróttamálum starfa á íslandi i
dag.
Með þökk fyrir birtinguna.
örn Eiðsson, formaður, Sigurður
Björnsson, varaformaður,
Svavar Markússon, gjaldkeri,
Þorvaldur Jónasson, fundar-
ritari, Páll ól. Pálsson, ritari
Sigurður Helgason, form. út-
breiðslunefndar Magnús Jakobs-
son, formaður laganefndar.”
í
MIJNIÐ
ibúðarhappdrætti H.S.i.
2ja herb. íbúð að
verðmæti kr. 3.500.000.-
Verð miða kr. 250.
Auglýsið
Tímanum
Nýkomnar
Einnig
Felgur á Fíat Jyrir,
850-127-128-125-132 LadQ
G. S. varahlutir
Ármúla 24 - Reykjavik - Slmi 365101
Leikmenn Helsingör:
Tóku Islands-
ferð fram yfir
Spónarferð
Jörgen Petersen „íslandsbani" og félagar hans úr
Helsingör taka þátt í 4ra liða keppni, ásamt Víking
FH og Haukum, hér um páskana
JÖRGEN PETERSEN og
félagar hans úr danska 1.
deildarliðinu Helsingör,
eru væntanlegir til lands-
ins um páskana og taka
þátt i f jögurra liða keppni,
sem fer fram í Laugar-
dalshöllinni og íþróttahús-
inu í Hafnarfirði. Ásamt
Helsingör taka nýbakaðir
íslandsmeistarar Víkings,
Evrópulið FH og gestgjaf-
arnir Haukar, þátt í keppn-
inni. Helsingör-liðið, sem
hef ur verið um 30 ára skeið
i hópi beztu liða Dana og
ávallt leikið i 1. deild, kem-
ur frá borginni Helsingör
við Eyrarsund.
Margir þekktir og snjallir leik-
menn leika með liðinu og má þar
fyrstan nefna Jörgen Petersen,
—---
.'255
FLEMMING LAURITZEN . . .
hinn snjalli markvörður Helsing-
ör, leikur með danska landsliðinu
i Laugardalshöllinni i kvöld.
„Islandsbanann”, sem við köllum
en hann var eitt sinn talinn bezti
handknattleiksmaður heims. Þá
leika hinir snjöllu landsliðsmenn
Thor Munkager og Flemming
Lauritzen, markvörður, með lið-
inu. Meðal annarra leikmanna,
sem koma hingað með Helsingör-
liðinu, er vinstri handar skyttan
Irving Larsen.sem er einn aðal-
markaskorari liðsins og vakti
mikla athygli með danska HM-
liðinu i A-Þýzkalandi, en i HM-
keppninni var honum likt við hinn
snjalla Rúmena — Gruia. Fyrir-
liðinn Johnny Bersntsen, er
gamalreyndur leikmaður með
landsliðinu og þá má nefna ung-
lingalandsliðsmanninn Ilans
Pedersen, sem er vinstrihandar-
maður og maður framtiðarinnar i
Danmörku.
Helsingör-liðið hefur farið
margar keppnisferðir um Evrópu
og var talsvert skrifað um Is-
landsferð liðsins i dönskum blöð-
um fyrir stuttu, en þá tóku leik-
menn liðsins Islandsferðina fram
yfir Spánarferð og vakti það
nokkra athygli á þeim timum,
sem allir vilja fara til sólar-
landanna.
Þá má geta þess, að liðið er tal-
ið það allra skemmtilegasta i
dönskum handknattleik, og sést
það bezt á þvi, að um 2 þús.
áhorfendur koma að jafnaði á
leiki liðsins og nokkur hópur mun
fylgja liðinu til Islands. Helsing-
ör-liðið, sem i er góð blanda af
linumönnum, gegnumbrotsmönn-
um og langskyttum, auk þess sem
hinn frábæri landsliðsmarkvörð-
ur Flemming Lauritzen.stendur i
marki liðsins.
Kvennalið Helsingör er einnig
með i ferðinni, en liðið, sem kem-
ur hér i boði Fram, er meðal
toppliða i dönskum handknattleik
og er liðið nú i 2. sæti i 1. deild
kvenna.
Fyrsti leikdagur 4-liða keppn-
innar hefst i Hafnarfirði á skirdag
— 27. marz. Þá leikur kvennalið
Helsingör gegn Haukum kl. 19.30
og slðan leika:
Haukar — Helsingör
FH — Vikingur
Þá verður leikið i Hafnarfirði
laugardaginn 29. marz og leikur
unglingalandslið kvenna eða Val-
ur, gegn kvennaliði Helsingör og
hefst sá leikur kl. 14.30, en strax á
eftir leika:
Haukar — Víkingur
FH — Helsingör
Mótinu lýkur siðan 2. i páskum i
Laugardalshöllinni og fyrst mun
kvennalið Fram mæta Helsingör
kl. 14.00 og siðan leika :
Haukar — FH
Vikingur. — Helsingör
Það lið, sem ber sigur úr býtum
i mótinu hlýtur fagran bikar til
eignar.
-------------------«
IRVING LARSEN . . . hinni
snjöllu vinstrihandarskyttu
Helsingör, hefur verið likt við
Rúmenann snjalla, Gruia. Hann
er einn aðalmarkaskorari Hels-
ingör.