Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 23. marz 1975.
Timamynd Róbert.
Bandarísk grafík
á Listasafninu
SJ— Reykjavik — A sunnudag kl.
2 verður opnuð sýning á grafik
eftir Frank Stella i Listasafni ís-
lands. Sýning þessi er haldin með
styrk frá Menningarstofnun
Bandarikjanna, og hefur hún far-
ið viða um lönd, og er ísland sið-
asti staðurinn, þar sem hún er
haldin. Frank Philip Stella fædd-
ist 1936 i Boston Massachusetts i
Bandarikjunum. Hann er mjög
þekktur fyrir myndlist sina.
Sýningin á Listasafninu er litil og
skiptist i myndraðir. Samkynja
einingar einkenna myndraðirnar,
en hver einstök mynd hefur sitt
heiti. Innan hverrar myndraðar
mynda þær hópa, t.d. borganöfn
frá Colorado i einni og heiti á
brezkum hraðbátum f annarri.
Myndaheitin segja ekkert til um
inntak myndanna. Jóhannes Jó-
hannesson listmálari vinnur hér
að uppsetningu myndanna.
Týr reynir að
togaranum á
ná brezka
flot
Gsal-Rvik — I ráði er að Týr,
hið nýja varðskip íslendinga
geri til raun til að ná brezka
togaranuin D.B. Finn út um
helgina, en togarinn er sem
kunnugt er, strandaður
skammt austan Hjörleifs-
höfða.
Pétur Sigurðsson, forstjó'ri
Landhelgisgæzlunnar stað-
festi i viðtali við Tímann i gær,
að Týr myndi gera tilraun til
Rafmagnsveitur
ríkisins
óska að ráða skrifstofustúlku sem allra
fyrst. Verslunarskóla- eða hliðstæð
menntun æskileg. Upplýsingar veitir
starfsmannastjóri.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116 Reykjavík.
að ná D.B. Finn út.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, var gert ráð fyrir, að
Týr myndi koma til Reykja-
vikur um helgina, en af þvi
verður að öllum likindum ekki
og er nýja varðskipsins ekki
að vænta fyrr en á mánudag i
fyrsta lagi.
Skipverjar af brezka
togaranum komu til Reykja-
vikur um rniðjan dag i gær, en
skipstjóri, stýrimaður og vél-
stjóri urðu þó eftir fyrir aust-
an.
Tvær sveitir björgunar-
manna tóku þátt i björgun
skipverja af togaranum, en
það voru sveitir SVFÍ i Vik i
Mýrdal og Álftaveri, samtals
28 manns, — en björgunin
tókst vel þrátt fyrir nokkuð
erfiðar aðstæður á strandstað.
Brezki togarinn er talinn
mjög litið skemmdur á
strandstað.
MUNUM STOLIÐ AF
SJÚKRASÝNINGU
BH-Reykjavik. — Siðastiiðinn
hálfan mánuð hefur verið opini
húsnæði Borgarspitalans i
Reykjavik sýning á munum, sem
sjúklingar hafa unnið undir hand-
leiðslu og tilsögn kennara. Nú
hefur sá leiðindaatburður gerzt,
að af sýningu þessari hafa horfið
munir, sem að vonum eru eigend-
um þcirra dýrmætir.og nánast ó-
hugnanlegt innræti, sem lýsir sér
I slfkum verknaði.
Þegar við ræddum f gær við
skrifstofustjóra Borgarspitalans,
Jóhannes Pálmason, kvað hann
sýningu sem þessa ómetanlega,
og hefðu munirnir vakið eftirtekt
fyrir hagleg vinnubrögð. Væri
sýningunni ætlað að sýna þeim,
sem þarna ættu muni, að verk
þeirra væru metin að verðleikum,
og hefði svo verfð i alla staði, þar
til nU, er sýnt væri, að munir
hefðu horfið af sýningunni.
Jóhannes kvað mikið starf
liggja að baki sýningarinnar, og
bæri hún góðan vott um það starf,
sem sjUklingar leystu af höndum.
Fram til þessa hefði starfsemin
fyrstog fremst staðið á geðdeild-
unum að Arnarholti, i Fossvogi og
á Hvitabandinu, en nU væri starf-
semin nýlega hafin á Grensás-
deildinni, og væri mikils vænzt af
þvi.
Sýningin á Borgarspitalanum
er opin sýning, og þar er gengið
um frá kl 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin. Þess er að vænta, að hUn
sé sýningargestum það augna-
yndi, aö þeir sýni a.m.k. sýning-
armunum þann skilning að þjóna
ekki eðli sinu á þeim.
0 Neyzluvatn
skolplagnirnar og orsakað meng-
unina, en þó ber að taka það
fram, að ekki eru allir sammála
mér i þvi tilliti.
Búið er að bora fyrir nýju
vatnsbóli um einn kilómetra fyrir
vestan þorpið og sagði Páll, að sú
borhola ætti að komast i gagnið
að einhverju leyti á næstu mánuð-
um. Sagði hann að Þorlákshafn-
arbúar væru það lánsamir, að
hægtværiað bora eftir vatni hvar
sem væri i næsta nágrenni og við-
ast hvar væri mjög gott vatn að
finna.
— Það hefur ekki komið fram,
að ibúar hér hafi veikzt af völdum
mengaða vatnsins, en hins vegar
væri ekki óliklegt að ibúarnir
væru næmari fyrir umgangspest-
um af þeim sökum.
Páll Pétursson var skipaður
formaður Heilbrigðis- og um-
hverfisnefndar Olfushrepps i
október s.l. og sagði hann að
verkefni nefndarinnar væru nær
ótæmandi, þvi að komið væri inn
á mjög viðtækt svið, þar sem heil-
brigðis- og umhverfismál væru
annars vegar. Páll kvað brýnasta
verkefni nefndarinnar um þessar
mundir vera vatnsmálin.
— Frárennslismálin hér i Þor-
lákshöfn eru i athugun hjá heil-
brigðisnefndinni, hreppsnefnd-
inni og hafnarnefnd, og það hefur
komið fram, að Landshafnar-
stjórn ætlar að verulegu leyti að
taka þátt i gerð nýrra frárennslis-
lagna fyrir kauptúnið, hvað
kostnað áhrærir.
Páll kvað frárennslismálin
vera mikið verkefni og ekki væri
enn séð fy'rir endann á þvi, hvern-
ig þau mál leystust.
— Það hafa komið fram nokkr-
ar tillögur, og ég get nefnt t.d. þá,
að leggja rotþrær neðanjarðar, —
og eins hefur komið tillaga um að
leggja lagnirnar út I. sjó frám.
Hins vegar hefur ekkert verið
ákveðið i þessu sambandi enn
sem komið er, og þetta mun verða
kannað mjög itarlega, svo bezta
lausnin verði endanlega fyrir vai
inu.
Páll nefndi og önnur verkefni
nefndarinnar, eins og t.d. ryk-
bindingu gatnanna, og sagði
hann, að hreppsfélagið væri að
vinna að þvi máli, og einhverra
úrbóta væri að vænta á næstunni.
Bygging reykháfa á fiskimjöls-
verksmiðjuna er eitt verkefni
nefndarinnar og kvað Páll að
uppsetning þeirra væri ákveðin
og þvi verki yrði lokið fyrir næstu
loðnuvertið.
— Vegamálin hafa komið tals-
vert til kasta heilbrigðisnefndar-
innar og við höfum stefnt að þvi,
að fá varanlegt slitlag á nýja veg-
inn til Þorlákshafnar. Þetta mál
sem verður að flýta eins og kostur
er, vegna hinna gifurlegu fisk-
flutninga, sem hér eru að og frá
þorpinu. Það er ekkert einsdæmi
að fiskur, sem ekið hefur verið
með hingað t.d. frá Reykjavik, er
ein kássa, þegar hann er kominn
hingað, — og ég tel, að Fiskmat
rikisins ætti fyrir löngu að vera
búið að banna þessa flutninga og
krefjast úrbóta i þessum efnum,
þvi að hver einasti maður sér að
vegirnir hingað frá Suðurlands-
vegi eru alls óhæfir til fiskflutn-
inga. Þrengslavegurinn er engu
betri heldur en þessi 7 km. spotti
hingað niður að byggðinni, — og
þvi stefnum við markvisst að þvi,
að varanlegt slitlag verði komið á
vegina hingað til Þorlákshafnar
sem allra, allra fyrst, sagði Páll
Pétursson að lokum.
0 Breiðholt
Miklu var bætt við af nýjum
simum á siðasta ári, og biður til-
tölulega litið af fólki eftir simum,
miðaðviðþaðsemofthefur verið.
Nú eru milli 700 og 800
óafgreiddar beiðnir hjá bæjar-
simanum.
Þrátt fyrir simaleysi i nýju
hverfunum i Breiðholti hefur ekki
verið komið upp almenningssim-
um þar. Reynt var að setja upp
slika sima I eldri hverfunum þar
efra, þegar svipað stóð á, en
simaklefarnirogtækin fengu ekki
aö vera i friði stundinni lengur
fyrir skemmdarvörgum. Var þá
gripið til þess að setja upp al-
menningssima i stigaganga, og
gafst það betur. Má vera, að slikt
fyrirkomulag verði tekið upp til
bráðabirgða i Selja- og Skóga-
hverfi.