Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 5
Sumiudagur 2'.i. marz 1975. - TÍMINN 5 4 Þeir læra að klifra í fjöllum Það er ýmislegt hægt að læra, eins og sjá má á þessari mynd. Hún er tekin hjá íþróttaklúbbi skammt frá Munchen, þar sem mönnum gefst tækifæri til þess að læra að klifa fjöll. Það er eðlilegt, að menn á þessum slóð- um, hafi áhuga á sliku, en skiða- iþróttin er lika einnig mikið stunduð, en Alpafjöllin eru að- eins i um 100 kilómetra fjar- lægð. A hverju ári leggja um 500 manns stund á fjallaklifur, und- ir eftirliti og leiðsögn kennara. Kennslunni er skipt i byrjenda- hópa og framhaldsflokka. Sex „fjallageitur” kenna nemend- unum, og geta þeir á nokkrum mánuðum tekið sex stig i fjalla- klifrinu. Þegar öllum sex stig- unum hefur verið náð, eru þeir tilbúnir til þess að reyna við sjálf Alpafjöllin, og á þeim þá ekki að vera hætta búin þótt þeir komizt þar upp i þrjfi eða fjögur þúsund metra hæð. „Kletta- veggirnir”, sem mennirnir eru að spreyta sig á hér á myndinni eru nokkuð erfiðir viðfangs, svo ekki sé meira sagt, en bó hefur tveimur tekizt að komast upp ippinn. 4 Hollendingurinn fljúgandi Juliana Hollandsdrottning dvaldist i vetrarleyfi sinu i Gstaad með dóttur sinni Mar- griet og f jölskyldu hennar. Ekki sást drottningin þó úti á skiðum, þvi hún hefur aldrei verið dug- leg við þá iþrótt. En dóttursyn- irnir flugu yfir snjóbreiðurnar, eins og Hollendingurinn fljúg- andi, og þeir eru hinir mestu skiðagarpar. Sérstaklega er hinn sjö ára gamli Maurits tal- inn efnilegur. Segist Juliana drottning verða þreytt af þvi einu að horfa á drenginn, hvað þá ef hún færi sjálf að iðka skiðaiþróttina. Hér á myndinni eru Pieter og Margriet með son- um sinum þremur, Pieter Christiaan, þriggja ára, Bern- hard, fimm ára, og Mauritz sjö ára. * Ljósmæður eða Ijósfeður Ljósmæður i Þýzkalandi eru nú mjög æstar vegna hugmyndar, sem fram hefur komið um að „ljósfeður” skuli I framtiðinni taka á móti börnum, en það er þýzka heilbrigðisráðuneytið, sem hefur komið fram með þessa hugmynd. Aðalástæðan, sem konurnar bera fram gegn þessu máli er, að karlmenn skuli yfirleitt fá að vera við- staddir fæðingu ungbarns. Flest böm i Þýzkalandi fæðast nú orð- ið á fæðingardeildum, svo það verða ekki mörg, sem sjá dags- ins ljós i fyrsta skipti i nærveru ljósmæðra. 99% allra barna i Hamborg, t.d. fæðast á fæðing- ardeildum eða heimilum. Það er ekki lengur algengt, að börn fæðist i heimahúsum, og þess vegna ætti ekki að verða mikil barátta milli kynjanna um það, hver fær áð táka á móti börnum framtiðarinnar. ► ★ Nerjungri — ný borg í Jakutíu Gerð gefur verið áætlun um nýja stóra borg i suðurhluta Jakutiu, sem er sjálfstjórnar- hérað i Austur-Siberiu. Verk- fræðingarnir hafa lagt til að bærinn heiti Nerjungri, en það er nafn á fljóti i sama héraði, þar sem fundizt hafa steinkol. Einnig eru tilbúnar áætlanir um orkuver, sem á að tryggja hinum nýja bæ rafmagn og hita. Skammt frá bænum er endastöð Bam-Tynda-Berkatit járn- brautarinnar, en hún er ein grein hinnar 3200 kilómetra löngu leið Bajkal-Amur járn- brautarinnar, sem nú er i bygg- ingu. Þegar sú járnbraut er tilbúin mun úrvinnsla hinna miklu náttúruauðæfa i Jakútiu aukast verulega. m m IHfl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.