Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. Sigurqanqa Þórðar var rofin.... — Ottó Guðjónsson varð fyrstur til að leggja hann að velli í unglingakeppni í badminton ★ Siglfirðingar sigursælir á Unglingameistaramóti íslands Siglfirzkir unglingar voru heldur betur i svi&sljósinu á Unglinga- meistaramótinu í badminton og þeir urðu sigursælir — fóru með 23 verðlaun til Siglufjarðar. Sigl- firðingurinn snjalli Þórður Bjarnason hefur verið ósigrandi á unglingamótum undanfarin ár, en mátti nú sjá eftir gullveröiaun- unum til Ottós Guðjónssonar, TBR, sem varð fyrstur til að leggja Þórð að velli I unglinga- keppni. Þórður hefur litið getað æft i vetur, þar sem hann hefur stundað sjómennsku. Hann tók fram badmintonspaðann aðeins mánuði fyrir meistaramótið og þrátt fyrir litla æfingu, sýndi hann enn einu sinni, að hann er okkar efnilegasti badminton- spilari i dag. En það komu fram margir snjallir og efnilegir spilarar á meistaramótinu, sem sýndu stór- góð tilþrif. Þar má fyrstan nefna hinn snjalla Jóhann Kjartansson, TBR, sem varð öruggur sigur- vegari i einliðaleik i drengja- flokki og siðan gerði hann sér litið fyrir og varð einnig sigurvegari i tvenndarkeppni i pilta- og stúlknaflokki, ásamt Kristinu B. Kristjánsdóttur, TBR. Jóhann og Kristin sigruðu Ottó og Ragnhildi Pálsdóttur, TBR i úrslitum, eftir að hafa slegið Siglfirðinginn Þórð Bjarnason og meðleikara hans — Auði Erlendsdóttur, út úr keppn- inni i undanúrslitum. En nú skulum við lita á úrslit i einstökum flokkum: Sveinaflokkur — 14 ára og yngri. Guðmundur Adolfsson, TBR sigraði Gylfa Óskarsson, Val i einliðaleik — 12:10 — 11:4. Gylfi og Gunnar Jónatansson, Val sigruðu þá Björn Ingimundarson og óla Agnarsson, TBS i tviliða- leik — 18:16 — 11:15 — 15:17. Meyjaflokkur Kristin Magnúsdóttir, TBR varð sigursæl i meyjarflokknum, hún sigraði örnu Steinsen, KR i úrslitum i einliðaleik — 11:8 — 11:0. Kristin og Siglfirðingurinn Sigrún Jóhannsdóttir voru stakar i tviliðaleiknum og keoptu þær {ivi saman. Þær sigruðu örugg- lega Ornu og Björgu Sif Friðleifs- dóttur, KR i úrslitum — 15:1 — 15:12. ,pvenndarleikur Kristin fekk þar sin þriðju gullverðlaun, þar sem hún varö sigurvegari ásamt félaga sinum úr TBR, Guðmundi Adolfssyni. Þau sigruðu Daða Arngrimsson og ölmu Möller, TBS I úrslitaleik — 15:3 — 16:5. Drengjaflokkur — 14-16 ára Jóhann Kjartansson vann góðan sigur yfir Jóhanni Möller TBR i úrslitum — 11:6 — 11:9. 1 tviliðaleik urðu Siglfirðingarnir Friðrik Arngrimsson og Gunnar Aðalbjarnarson sigurvegarar. Þeir sigruðu Jóhann Kjartansson og Sigurð Kolbeinsson TBR, í úr- slitum — 15:9 — 16:17 - 5:11. Telpnaflokkur Sóley Erlendsdóttir sigraði vinkonu sina frá Siglufirði, Lovisu Hákonardóttur i úrslitum i einliðaleik — 11:5 — 8:11 — 11:9. Þær Sóley og Lovisa sigruðu svo I tviliðaleik, Guðrún Blöndal og Sólrúnu Ingimarsdóttur, Siglu- firði (TBS) i úrslitum — 15:2 — 15:8. Tvenndarleikur Friðrik og Lovisa sigruðu Sig- urð Blöndal og Sóleyju i úrslitum 18:16 — 4:15 — 15:10. Piitaflokkur — 16-18 ára Ottó Guðjónsson, TBR, vann Þórð Bjarnason i fyrsta skipti i einliðaleik á ungiingamóti — 10:15 — 15:8 — 15:12. ' Þórður varð aftur á móti sigur- vegari i tviliðaleik ásamt Sigurði Blöndal, sem ásamt Jóhanni Kjartanssyni og Jóhanni Möller — tók þátt í flokki hans upp yfir sinn aldursflokk. Þeir félagar sigruðu Ottó og Jóhann Möller i urslitum — 15:9 — 15:6. Stúlknaflokkur Kristin B. Kristjánsdóttir var sigursæl i stúlknaflokknum, hún sigraði Auði Erlendsdóttur, TBG i einliðaleik — 11:2 — 11:1, Þá varð hún, ásamt vinkonu sinni Ragn- hildi Pálsdóttur, sigurvegari i tvi- liðaleik. Þær sigruðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur, TBS og Auði Er- lendsdóttur i úrslitum — 11:15 — 15:8 — 15:16. Tvenndarleikur Jóhann Kjartansson og Kristin sigruðu þau Ottó og Ragnhildi i úrslitum með yfirburðum — 15:5 — 15:6. Alls tóku 80 keppendur þátt i Unglingamótinu, sem heppnaðist mjög vel. Verðlaunin skiptust þannig á milli félaga. Gull Silfur T.B.R. 12 7 T.B.S. 10 13 Valur 2 1 KR 0 3 sos. o o o o-> ,,Sú stjórn, sem nú starfar hjá Frjálsiþróttasambandi tslands og setið hefur nær óbreytt sfðan 1968, setti sér það takmark i upphafi að vinna markvisst að þvi að auka veg og virðingu frjálsfþrótta, bæði hvað snertir aukna út- breiðslu og betri afrek iþrótta- fólksins. Þetta hefur verið erfitt verk og gengið hægt, en þó alltaf miðað I rétta átt. Slikt starf er bæöi timafrekt og vanþakklátt og þættir þess margir, enda hefur hver einstakur stjórnarmaður lagt af mörkum mörg hundruð klukkustunda sjálfboðavinnu ár- lega. Fyrsta og eitt þýðingarmesta atriðið i iþróttastarfinu, er að fá sem fiesta til að iðka iþróttina. Þetta hefur gengið þolanlega og nú eru skráðir iðkendur frjálsiþrótta milli 5 og 6 þúsund á landinu, auk þeirra þúsunda, sem æfa og keppa án þess að vera i nokkru félagi, t.d. skólabörn, sem taka þátt i þriþraut sambándsins, en þau eru milli 4 og 5 þúsund hverju sinni. Stærsti hluti þessa iþróttafólks æfir og keppir Utið og nær eingöngu sér til gamans, og sá þáttur pr þó vissulega þess virði, að honum sé sinnt. Þar eiga félögin stóran þátt, en þau halda mót og efna til námskeiða. Nokkrir tugir þessara iðkenda stefna á toppinn, eins og sagt er, og markmiðið er að vinna afrek, sem nægja til að komast i lands- liö og taka þátt i stórmótum, t.d. Evrópumeistaramótum og Olympiuleikum. Verkefni þess afreksfólks, sem lengst nær eru þý&ingarmikil, þau eru einskonar andlit sérhverrar iþróttagreinar. Á siðustu tveimur árum hefur undirbúningsstarf sfðustu ára komið betur og betur I Ijós. Gömlu metin falla hvert af ööru, og tsland er aftur orðið jafnoki nokkurra Evrópuþjóða i þeirri iþróttagrein, sem fært hefur landinu þrjá Evrópumeistara og eina verðlaunapeninginn á olympiuleikum. Þetta hefur verið erfið og dýr uppbygging, en nú hillir undir nýtt blómaskeið frjálsiþrótta á ný á tslandi. Rétt er að benda á, að FR hefur fyrir tslands hönd tekið þátt og efnt til eins e&a fieiri stór- móta árlega siðustu 6 til 7 árin, bæði hér heima og erlendis, þar má nefna Evrópubikarmót i Reykjavik 1970 og 1973, lands- keppni i tugþraut siðustu þrjú árin, þátttaka I tveimur Kalott- mótum 1972 og 1974, landskeppni við tra, bæði heima og erlendis, unglingalandskeppni viö Dani heima og ytra, þátttaka i Evrópumeistaramótum unglinga og fullorðinna, auk fjölda annarra utanferða smærri hópa, sem of langt yrði upp að telja. Ekki má gleyma miklu barna- og unglingastarfi, bæði þriþrautinni og Andrésar Andarleikum, en þeir beztu i þeim hafa ávallt tekið þátt I hliðstæðri keppni í Noregi og unnið frábær afrek. Nokkur börn, sem hófu ferii sinn á þess- um vettvangi, skipa sérnúí ráðir afreksfólksins. Við sögðum, aö kostnaður vegna alls þessa hefði verið mikill, enda voru skuldir sam- bandsins rúmar 2 milljónir króna við siðasta ársþing. Þó að ýmis- legt hafi verið gert fyrir sumt orðið að sitja á hakanum, t.d. þjálfaramál, frekari útbrei&sia úti á landi o. fl. Ekki hefur sam- bandið þó verið algerlega að- gerðarlaust á þessu sviði, Is- lenzkir þjálfarar hafa verið send- ir erlendis á námskeið og erlendir þjálfarar fengnir hingað, til að leiðbeina á námskeiðum. Einhver kann að spyrja en hvað gerið þið þarna I stjórn FRl til að auka áhuga almennings á likamsrækt. Þarna er ykkur rétt lýst, hugsiö aðeins um stjörnurnar og keppnisfólkið. Rétt er það, aö aðalstarfið snýst um það, enda helzta markmið FRt. Við viljum þó lcy fa okkur að benda á, aö I júli sl. sumar efndum við til svokallaðs FRí-skokks og var öll- um heraðssamböndum sent bréf og erindi um það. Þvimiðurhafa aðeins innan við 10% þeirra sent okkur uppgjör, þannig að erfitt er að fullyrða um árangur, auk þess sem áfallinn kostnaður, sem var töluverður, hefur verið greiddur af FRt og Trimmnefnd ÍSt. Væri óskandi að sambandsaðilar gerðu skil sem fyrst. Á Norðurlandaráðstefnu frjálsiþróttaleiðtoga f haust, sem að þessu sinni var haldin i Reykjavik, svo og á Evrópuþingi frjálsiþróttaleiðtoga I Zagreb i Júgslaviu kom berlega I ljós, að islenskt frjálsiþróttafólk á auðveldara með að stofna til landskeppna en áður vegna fram- fara i Iþróttinni, enda var samið um keppni við ýmsar þjóðir, þannig að bezta iþróttafólk okkar fengi sem flest verkefni á siðasta keppnisárinu fyrir Olympfu- leikana i Montreai I Kanada 1976. Eftirtalin verkefni hafa verið ákveðin : Landskeppni ytra I júni og júli og hér heima i ágúst. Landskeppni ytra i tugþraut i byrjun október. Þátttaka i Þessi mynd var tekin á Laugardalsvellinum, þegar einn riðill I Evrópumeistaramótinu I tugþraut fór þar fram 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.