Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 36
36
• ' 'Kl'VH \ \
Sunnudagur 23. marz 1975.
„Orð
guðs
til þín"
— verða
einkunarorð
norræns
stúdentamóts,
sem haldið
verður hér d
sumri komanda
SVALUR
1 mörg ár höfum við Pinta
unnið saman, árangur V
okkar hefði verið einskisl
ef þú hefðir ekki komið![
En til þess að J
komast að leyndt^jnRnWí^í
okkar. verðurðu^V_<
að fara með Pint& j
-sundferð. (H v‘?f
Oagana 6.-12. ágúst á sumri
komanda mun verða haldið
fjölmennt norrænt, kristilegt
stúdentamót i Reykjavik. Er þaö
Kristilegt Stúdentafélag, sem sjá
mun um framkvæmdahliö
mótsins.
1 viðtali við Timann tjáði séra
Jón D. Hróbjartsson skólaprest-
ur, sem starfar hjá Kristilegu
Stúdenta- og Skólasamtökunum,
K.S.F. og K.S.S. að búizt væri við
milli 600 og 1000 erlendum gestum
á mótið, sem haldið mun i
Menntaskólanum i Hamrahlið og
nálægum skólum. Jón sagði enn
fremur, að það væru norrænu
kristilegu stúdentasamtökin, sem
stæðu að þessu móti. bannig
stúdentamót væru haldin árlega,
en ekki hefðu Islendingar séð sér
fært að halda slikt mót sðan árið
1950.
Yfirskrift mótsins að þessu
sinni er ,,Orð Guðs til þin”. Vildu
aðstandendur mótsins með þvi
leggja áherzlu á að orð Guðs væri
lifandi og skapandi, eina nýta
kjölfesta mannsins nú sem endra-
nær. Munu margir þekktir
ræðumenn taka þátt i móts-
störfum. bareru einna þekktastir
herra Sigurbjörn Einarsson
biskup tslands, og hinn kunni
sænski biskup Bo Giertz, sem
halda mun bibliulestra um 3
greinar trúarjátningarinnar. Auk
þess mun þátttakendum verða
skipað i 15 umræðuhópa um hin
margvislegustu málefni, svo sem
„Vandamál þjáningarinnar”,
„Trúarlifið— sálarlifið”, „Get ég
trúað”, o. fl. bá má og nefna, að á
kvöldsamkomunum mun al-
menningi verða heimilaður
aögangur.
Ekki verða þátttakendur rót-
festir við Hamrahliðarskólann
þótt mótið verði haldið þar, þvi
einn mótsdaganna er áætluð ferð
um Suðurlandsundirlendi til
Skálholts, þar sem þátt verður
tekið I messugjörð. Eftir mótið
mun einnig verða völ á þátttöku I
fjölda landkynningarferða til
hinna ýmsu hluta landsins.
Einnig munu nokkrir hópar
stúdenta og ræðumanna ferðast
um landið i þvi augnamiöi að
halda samkomur.
Séra Jón gat þess varðandi
undirbúning mótsins, að sá þáttur
hefði staðið i meir en eitt ár.
Gengið hefði verið frá ýmsum
veigamiklum atriðum t.d.
samningum við Flugleiðir um
mannflutninga milli landa, við
stjórnvöld um skólahúsnæði það,
sem nýtt verður. bá hefðu fyrir
nokkru verið sendir 2300 dag-
skrár- og auglýsingabæklingar til
Norðurlananna, en auk þess hefði
islenzkur kynningarbæklingur
verið prentaður i stóru upplagi.
Væri hann að fá i HI og öðrum
æðri menntastofnunum. bátt-
tökufrestur er til 15. mai, en þátt-
taka skal tilkynnt á skrifstofu
Kristilegs Stúdentafélags. bar er
einnig allar nauðsynlegar
upplýsingar að fá.
Að lokum kvaðst séra Jón vera
bjartsýnn á að mótið myndi
takast giftusamlega. Hann hefði
orðiö var við mikinn áhuga hér
heima jafnt sem erlendis. Sökum
sérstööu Islands, áleit hann, að
mjög margir erlendir stúdentar
myndu koma til þessa mikla
stúdentamóts i Reykjavik.
— bað vona ég að verði til
eflingar kristni á Islandi, sagöi
hann að lokum. -SAÞ
^bú verður að
Vlæra merkjari’tól
ókkar Pinta fyrst
. Svalur, til að
s. honum.
Strok á bakið;
þýðir hæg ferð,
l^létt klapp þýðir
full ferð.
^ Ö, hvalurinn getur gertj
miklu meira, hann skilur
öll merki. /
Lærðu þau Engar áhyggjj