Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 13 24 töflur, teningur og manns- mynd, lfklega hnefi — allt úr hinu forna hneftafli, sem óljóst er nú hvernig leikið var. Gripirnir eru úr Kumli að Baldursheimi i Mý- vatnssveit, sem fannst 1860, og teningurinn er númer eitt i að- fangaskrá Þjóðminjasafnsins. Þessir munir voru þó ekki hinir fyrstu, sem safninu bárust, þótt þeir hafi einhverra hluta vegna verið skráðir fyrst. Fyrstu grip- irnir — 32 talsins — komu frá Helga Sigurðssyni, Melum. Hluti af baki úr stói eða bekk. Hjálmar Jónsson á Bólu átti stólinn, en minnkaði og breytti honum, illu heilli. Þessi gripur væri heill sam- bærilegur við Grundarstólinn og Draflastaðastólinn. Vinskál úr beini, eignuð Guðbrandi biskupi. Ekki er þó vist, að það sé rétt, enda eru honum eignaðir fleiri gripir. Mönnum hefur hins vegar þótt meiri fengur að gripum, sem tengdir voru stórmennum. Skápur frá 1672 með nafni Sigurðar Jónssonar, Iögréttumanns I Ein- arsnesi i Borgarfirði. Til safnsins kominn frá Þorsteini Oddssyni, bónda á Reykjum i Syðri-Reykjadal. Prédikunarstóll úr Staðarfellskirkju i Dalasýslu, sagður smiö séra Gisla Guðbrandssonar, er prestur var i Hvammi I Dölum. ffW'Æ1 'xbatta - -^SSSgS!' T ,mv»tm*£ "<-■ *>**%*#{*>*? w*«0i} , ' <>, l><* st» Fjöl með manna- og dýramyndum. Hefur liklega veriö dyrastafur i kirkju að Munka- þverá I Eyjafirði. Talin vera frá 14. öld. Efri hlutann eignaðist safnið 1873. — Löngu siöar, eða 1939, var Sigurður jarðfræðingur Þórarinsson á ferð nyrðra, og sá þá útskorinn fjalarbút og fór með suður til Þjóðminjasafns. Þegar búturinn var skoðaður nánar, kom I ljós, að hér var var kominn hluti af dyrastafnum. Þjóðminjavörður virðir hér fyrir sér ölkönnu útlenda, sem safninu barst úr Svefneyjum. Kannan er úr steini eða einhverri leirtegund og skreytt myndum af Caesari keisara, Júdasi Makkabeusi og Alexander mikla. Framan af eignaðist Þjóðminja- safn allmikiö af handritum ýmiss konar, og var raunar um tima auðugast islenzkra safna að handritum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.