Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. Teikning, sem sýnir, hvernig menn hugsa sér fisktorfu leidda utan af miöum upp aö landi. AÐ STJORNA FISKI EINS OG FÉ, SEM REKIÐ ER # I nýjasta og fullkomnasta varðskip íslendinga, voru að sjálfsögðu valdar beztu og öruggustu skipavélarnar frá MASCHINENFABRIK AUGSBURG-NORNBERG AKTIENGESELLSCHAFT WERKAUGSBURG Einkaumboðsmenn á íslandi. ÓLAFUR GÍSLASON&CO.W Sundaborg, Reykjavík. Sími 84800. TÝR VELKOMINN HEIM! TIL RÉTTAR FISKUR lætur aö stjórn. Það má stjórna einum fiski, og þaö er lfka unnt að ginna og hræða heilar torfur. Fiskur getur þar aö auki iært. Hann getur forðazt hættu, og hann getur lfka leitað beint I gildrur, sem menn hafa fyrirbúið honum á svo hugvitssaman hátt, að hann sér ekki við þeim. Þessi þekkingaratriði eru grundvöllur- inn að vitneskjunni um það, hvernig unnt er að stjórna fiski. Fisktorfur má reka áfram á hér um bil sama hátt og sauðahjörð. Maður getur gert sér i hugar- lund, að skip með nægjanlega kunnáttusama áhöfn og nægjan- lega fullkominn búnað komi að stórri sildartorfu fyrir ströndum úti. Þessi sildartorfa er ginnt inn i hentugan fjörð eða vog, og þar er hún lokuð inni með rafmagns- giröingu og veidd, þegar niður- suöuverksmiðju eða söltunarstöð I landi vantar hráefni. Viö getum lika gert okkur i hugarlund, að ekki sé talið hentugt að veiða sildina fyrr en hún hefur gotið, svo að stofninn haldi sér, þrátt fyrir veiðarnar. Þá er torfunni beint á þann stað, sem þá og þá er talinn bezt henta hrygningunni — á hafsvæði, þar sem hitastigið er rétt og nóg af næringu handa ungviðinu og lik- legt, aö afföll verði minnst af völdum þeirra sjávarbúa, er sækja i hrogn og sildarseiði. Jens G. Balchen heitir kennari i tækniháskólanum norska, og hann hefur beitt hugviti sinu á þessu sviði meira en flestir menn aðrir. Hann hefur i aldarfjórðung unnið að sjálfvirkni á mörgum sviðum iðnaðar, og ásamt sam- starfsmönnum sinum hefur hann nú i tiu ár rekið stærstu tilrauna- stöð i Noregi, þar sem hættir fiska eru rannsakaðir. Siðan vorið 1971 hefur hann haldið sildartorfu, sem upphaflega voru i fimmtiu tií hundraö þúsund einstaklingar, innilokaðri i Hópsvogi i Agðanes- sveit. Þessi torfa hefur verið not- uð við margvislegar tilraunir, er beinast að þvi, hvernig kleift er að stjórna hegðun og'göngu sild- ar, þessa duttlungafulla fisks. Tilraunirnar i Hópsvogi hafa staðfest kenningar Balchens. Þó á það enn langt i land, að menn kunni ráð til þess að stýra sildar- göngum á hafi úti og láta þær hraða sér þangað, sem æskilegt er talið, svipað og fé er smalað af fjalli. Sildinni i Hópsvogi hefur verið haldið þar með svonefndum bólu- tjöldum. Þessi bólutjöld eru gerð úr plastslöngum, sem gataðar hafa verið, og á þær er síðan dælt lofti, sem veldur þvi, að loftbólur stiga upp i sifellu. Sildinni og öðr- um fiski i Hópsvogi stendur stuggur af loftbólunum. Bólu- tjaldið er eins og girðing, sem enginn fiskur áræðir að brjótast i gegn um. Annars er alls konar raftækni mest beitt við rannsóknirnar i Hópsvogi. Það er eitt helzta markmiðið að finna hvata, sem orkar á fiskinn og fær hann til þess að bregðast við á fyrirfram vitaöan hátt. Sé unnt að stýra þessum hvata auðveldlega, er komið stjórntæki, sem getur ráðið ferðum sjávarfiska. Með aðstoð flókins athugunar- kerfis hefur sannazt, að síldin bregzt á reglubundinn hátt við ýmsum hljóðmerkjum, sem send eru gegn um sjóinn. Allt bendir lika til þess, að rafbylgjur hafi áhrif á hegðun hennar. Styggð kemur að sildartorfunni, og hún breytir um stefnu. Aftur á móti hafa ekki enn fundizt hljóð eða aðrir hvatar, sem örugglega orka laðandi á sildina. Aftur á móti hefur komið á dag- inn, að ufsi laðast að, ef beint er að honum hljóðum, sem aftur ufs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.