Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 23 HVER BORGAR BRENNIVÍNIÐ? — Þegar ég hlustaði á lestur úr ritstjórnargrein TIMANS á mánudagsmorgun, skaut upp i huga mér spurningunni: „Hver borgar?”. Dagsala þriggja vinbúða i Reykjavik daginn eftir siðustu rosahækkun áfengisins var tilefni ritstjórnargreinarinn- ar. Að fenginni reynslu sem drykkjumaður, og að fenginni reynslu sem náinn kunningi drykkjufólks, veit ég, að sá, sem flöskuna kaupir, telur engum koma það við, hvort hann kaupir eða kaupir ékki — þvi sjálfur hafi hann unnið fyrir þeim krónum, sem hann skildi eftir i vinbúðinni. Hvilikur reginmisskilningur! Karlinn telur sig eiga útborguð launin óskipt — hann gleymir skuldbindingunni við maka og börn. Ætli kerla eigi ekki itök i laununum lika? Það starf, sem hún leggur heimilinu til, verður að vera arðbært, annars stendur það ekki undir sér. Hún verður að eta, klæða sig, snyrta sig. Oft þarf hún að borga nauðsynleg lyf fyrir sjálfa sig eða börnin, — já, og jafnvel karlinn lika, þvi ekki tim- ir hann að eyða peningum i svo- leiðis óþarfa. Hún verður að kaupa sokka og nærföt á alla fjöl- skylduna, og þótt hann hafi ef til vill útvegað henni þvottavél, verður hún að eiga fyrir þvotta- efni. Og svona mætti lengi telja og tina upp þann „óþarfa”, sem hús- móðirin verður að draga til heimilisins. En auðvitað gerir hún þetta ekki, nema hún hafi eitthvað handa i milli. Börnin þurfa lika sitt. En þótt þau svelti ef til vill ekki samkvæmt þess orðs venjulegu merkingu, þá svelta þau samt andlega hundruðum saman i henni Reykjavik, og hundruðum saman annars staðar á tslandi — svelta heilu hungri félagslega, lenda i andlegri einangrun, sem þau sjálf þrýsta sér út i af ein- tómri skömm yfir framferði for- eldra sinna i samkvæmisvenjum og lifnaðarháttum. Og þegar fram á unglingsárin kemur, ger- ist það ýmist, að andlega einangraður unglingurhneigist til laumudrykkju, af þvi að þar telur hann sig finna leið til útrásar, eða hann brýzt út úr einangruninni með óæskilegum og óeðlilegum látalátum i von um, að hann þannig geti samlagazt hinum full- orðnu. Tilviljunin ein fær þá. oft ráðið þvi, hversu mild forsjónin verður honum i vanhugsuðu bröltinu. Maðurinn, sem fer inn i vinbúð- ina og skilur þar eftir fjórðung þeirra launa, sem barizt var fyrir við siðustu samningagerð verka- lýðsfélagsins, er að framkvæma verknað, sem ég hika ekki yið að kalla glæpsamlegan. En þúsundir tslendinga eiga hér hlut að máli. Þjóðfélagið, sem notar sér fávizku þessara manna (eða áráttu), er langt frá þvi að vera saklaust. Stjórnmálamenn hafa stuðlað að styttingu vinnutimans, án þess að hafa verið til viðtals um einföldustu varúðarráðstafanir vegna þeirrar augljósu hættu, sem þetta gat haft i för með sér i áfengismálum þess stóra hóps, sem misskilur drykkjuvenjur sin- ar. Með styttingu vinnutimans aukast likurnar fyrir auknum drykkjuskap þeirra, sem átta sig ekki á þvi, að þeir eru drykkju- menn. Slikir menn niðast óafvit- andi á aðstandendum sinum. Atvinnurekendur þessara drykkjumanna, þessara manna, sem telja sig ekki drekka, þótt þeir að jafnaði drekki einn til tvo daga i viku hverri, já, atvinnu- rekendur þessara raanna, fyrir- tæki og stofnanir biða fjárhags- legt tjón og verða mjög oft að svara til svika, sem afsökuð eru með þvi að rekja þau til drykkju- skapar. Tjón atvinnuveganna lendir að miklu leyti á þvi opin- bera, en bað opinbera virðist sætta sig við ástandið og þá ef til vill vegna okurálagningarinnar á áfengið svikaþenslunnar i rikis- kassanum. Og hjólið snýst. Einn er þó sá aðilinn, sem ekki fær bætt sitt tjón. Það er makinn. Að visu kemur drykkjumaðurinn sjálfur særður á sál og likama út úr þessu a.m.k. 10-12 ár striði, sem hann fyrirfram var dæmdur til að tapa, en hann er betur settur heldur en makinn hvað þvi viðvikur, að ábyrgðartilfinning hans hefur sljóvgazt og dómgreindin dvinað i réttu hlut- falli við aukinn drykkjuskap. En meðvitund makans gin opin og særð I öskuhrúgunni. Nú bið ég þann ritstjóra 'TIM- ANS þann mann sem gaf mér til- efni til að halla mér yfir spegilinn á þessum sunnudagsmorgni, að hnippa i þann alþingismann, sem hann næst hittir á förnum vegi og biðja hann að ýta á eftir þvi, að eitthvað sé gert á Alþingi, sem leysi fjötrana af þeim ótöldu is- lenzku sjálfboðalium, sem þrá það eitt að fá að aðstoða aðra. Og ég bið lesendur Timans að fylgja þessu máli eftir. Ef einn sjálfboðaliði aðstoðaði einn drykkjumann á ári, mætti búast við, að fimm ef ekki tiu — aðstandendur nytu góðs af. Hvers mætti þá vænta af 100 sjálfboða- iiðum, þegar vitað er, að veruleg- ur hluti varanlegs afturbata felst i þvi að geta hjálpað öðrum? Sjá ekki allir, hversu auðvelt er að stækka sjálfboðaliðahópinn, að- eins ef hægt'er að koma hjólinu á hreyfingu? Okkur vantar litilfjörlegasta aðbúnað — veitið okkur hann, og við getum tekið til starfa. Okkur vantar aðstöðu til að geta afvatn- að drukkinn mann i 3-5 sólar- hringa, þvi á meðan drykkjumað- urinn er i sárum, er hann opnast- ur fyrir hjálpinni — fúsastur til að hefja samstarf, samstarf um eigin bata. Með beztu kveöjum, Steinar Guðmundsson. Ályktun kennara um kjara- málin Eftirfarandi ályktun gerði stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara á fundi sinum 17. marz sl.: Stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara vitir harðlega þá stefnu rikisstjórnarinnar að færa fjármagn svo hundruðum milljóna skiptir frá launþegum til atvinnurekenda og ýmissa milliliða I þjóðfélaginu. Rikisstjórninni hefur nú þegar orðið svo vel ágengt við þessa tilfærslu fjármagns, að nálægt 90% opinberra starfsmanna telj- ast nú láglaunamenn að mati stjórnvalda. Stjórn Landssambandsins var- ar alvarlega við þessari stefnu rikisstjórnarinnar og hvetur alla launþega til að standa saman að þvi að hrinda þessari harðvitugu árás á launakjör sin. SJÁIST með endurskini Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SIMAR 16740 OG 38900 ATLAS SUMARDEKK Á GÖMLU VERÐI 600 —12 M/HV. Hring F 78 —14 M/HV. Hring G78 —14 M/HV. Hring H78 —14M/HV. Hring G78 —15M/HV. Hring Atlas jeppadekk: F 78 —15 M/HV. Hring G78 —15M/HV. Hring H78 —15M/HV. Hring 700 —15 —6strigal. 650 —k6—6strigal. 700 —16 —6strigal. 750 — 16 — 6 strigal. Slétt sumardekk: 600 —16 —4strigal. 650 —16 —6strigal. kr. 5.357. kr. 6.886. kr. kr. kr. 7.136. 7.888. 7.559. kr. 8.200. kr. 8.635. kr. 9.101. kr. 10.370. kr. 9.436. kr. 11.636. kr. 14.346. kr. 4.766. kr. 5.734. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 COCKPIT BRdun 260 1 L 480 Hátal- 30wött arar 7,9 lítra eða Stereo-samstæða i sér gæðaflokki. L 620 Ennþá fáanleg á eldra verði. 40 wött Sími sölumanns 18785. 15 lítra L RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 (|f ÚTBOÐ fP Tilboð ó&kast i sölu á röntgenfilmum fyrir Borgarspitalan í líeykjavik, Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. april 1975, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR FríkirkjuvegL 3 — Sími 25800 Auglýsicf í Támanum Níí láfurn við phiups ÚTVARP fiflgja öllum mjjum FORD bílum sem pantanir eru staðfestar á fgrir mánaðamót SVEINN Skeifunni 17 EGÍLSSON HF sími 85100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.