Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 32
TtMINN 32 Sunnudagur 23. inarz 1975. iiimiiliiiulllliii !i Ifril ÍffiiÍ T M M m Sólargeisli Ævintýri frá Rússlandi Langt inni i Rússlandi bjuggu einu sinni fátæk hjón á bæ. Þau unnu baki brotnu, en jörðin þeirra var litil og akrarnir ófrjósamir. Það stoðaði þvi litt, þótt þau væru iðjusöm, þau höfðu rétt til hnifs og skeiðar, og það kom ekki til mála, að bau gætu bætt efnahag sinn, hvernig sem þau unnu. Bærinn þeirra stóð á lágri sléttu, sem náði á einn veg upp að stórum (limmum skógi. Enginn vissi i raun og veru, hvernig umhorfs var inni i honum. Hjónin voru hamingjusöm, þrátt fyrir fátækt sina og erfiði. Þau áttu sér að- eins eina ósk, en það var að eignast erfingja. En þar sem þau voru búin að búa svo lengi saman og hafði ekki orðið barna auðið, þá voru þau búin að sætta sig við það, að þau yrðu að deyja barn- laus. — En þá gaf guð þeim litla yndislega dóttur. Hún var hvit á hörund sem mjöll og rjóð sem rós og augun hennar voru fagurblá eins og heiður kvöld- himinn. Hún varð hvers manns hugljúfi er hún ólst upp. Foreldrarnir unnu henni hugástum. ,,Nú verðum við að vera ennþá kappsamari en áður”, sögðu þau. ,,Nú er það ekki aðeins daglegt brauð, sem við þurfum að vinna fyrir, en við verðum að búa i haginn fyrir barnið okk- ar, svo að hún þurfi ekki að líða skort”. Þau unnu með enn meiri atorku en áður. Og Iitla stúlkan óx og dafn- aði, og hún var hæversk en glaðvær, og sá ólundarpoki var ekki til, að hún gæti ekki fengið hann til að brosa. Hún var svo björt og glaðleg, að öllum fannst sem sólargeisli kæmi inn i herbergið, þegar hún kom inn. Foreldrar hennarkölluðu hana lika sólargeislann sinn, og vinnufólkið tók það eftir, og nafnið festist við hana. Þegar Sólargeisli var komin dálitið á legg, áleit móðir hennar, að hún þyrfti að venjast á að hafa ákveðin verk að vinna á heimilinu, og Sólargeisli hafði ekkert á móti þvi. Allt lék i höndum hennar, og hún vann öll verk sin með samvizkusemi og trúmennsku, svo að aldrei þurfti að finna að við hana. Hún óx upp og varð dugleg að hjálpa foreldrum sinum og vann með vinnufólkinu. En eftir þvi sem hún stækkaði meira, tóku foreldrar hennar eftir þvi, hvilik áhrif hún hafði á fólkið, sem hún vann með. Það dáðist að henni og fegurð hennar, en vildi ekki láta hana vinna. Það var engu lik- ara en vinnufólkið héldi að fegurð hennar hyrfi, ef hún yrði að erfiða eins og aðrir. En er foreldrarnir komust að þessu, þá urðu þau hrædd um að þetta mundi spilla dótt- ur þeirra. ,,Hún mun verða drambsöm og venjast á iðjuleysi”, sagði móðir hennar og hristi höfuðið. ,,Þetta verður að breyt- ast, það má ekki ganga svona. Hún verður að vinna verk sin eins og aðrir.” En faðirinn var ekki alveg samdóma. Hann vildi láta Sólar- geisla njóta þeirrar sak- lausu gleði, sem hún átti kost á, og sagði að það mundi þurfa meira til að spilla sólargeislanum sinum. ,,Hún er ekki orðin spillt af eftirlæti ennþá”, sagði móðirin, ,,en hún mun verða það, ef þessu heldur áfram. Þó að ekki sé nema nafnið, sem við höfum gefið henni, þá stuðlar það að þvi, að gera hana drambsama. Hún verð- ur hégómaleg og imynd- ar sér að hún sé meiri en fólk er flest. Við skulum kalla hana sinu rétta skirnarnafni og halda henni fast að vinnu, svo aðhún haldi ekki, að hún eigi að verða einhver til- haldsbrúða.” Faðirinn varð að kannst við, að móðirin vildi barninu vel, og þess vegna lét hann hana ráða. Móðirin kall aði á dóttur sina og fékk henni hör til þess að spinna, og hún mátti ekki hætta fyrr en hún hefði lokið við verkið. Sólargeisli fór inn i spunastofuna eins og henni hafði verið sagt og byrjaði að spinna hör- inn. Það var um að gera að herða sig, ef hún átti að vera búin um kvöldið. Hún steig rokkinn hratt svo að hjólið suðaði, og hún söng, svo að timinn var fljötur að liða. Allt i einu fann hún, að eitthvað kvikaði við fæt- ur hennar. Hún leit niður fyrir sig, en i sama bili stökk ofurlitil mús upp i kjöltu hennar. DAN BARRY • / keisarinn er ekki ánægður með frammi stöðu hans. Claeus er neyddur til að berjast við Geira Caligula verður öskuvondur! - wr--------- Claeus hlifir honum, skulu deyja' Þú fórst ekkí rétt að Claeus, Hérna, við munum deyja i bardaga við þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.