Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 3
Sunimdagur 23. marz 11)75. TÍMINN 3 Minningarsýning Guðmundar Einarssonar fró Miðdal „Allur góður skáldskapur stendur föstum rótum í veru- leikanum, en er kryddaður með rómantik”. — Svo kvað Grön- dal. Þessi sigildu spekiorð eiga við um hvaða listgrein sem er. Ég minntist þeirra i gær, er ég at- hugaði verk Guömundar Ein- arssonar, sem nú eru sýnd á Kjarvalsstöðum. Þarna blasir við glampandi rómantik, sprottin úr óendan- legum blæbrigðum islenzkrar náttúru. Guðmundur þekkti auðnir öræfanna jafnt og byggðu bólin og það á öllum árs- tiðum. Hann var hámenntaður og vel gefinn listamaður og náði tröllatökum á verkefnunum. Tilviljanakennt er hér ekkert. Hann veit hverju sinni hvað hann ætlar að gera og það gerir hann með öruggum huga og hendi. Stundum er hann loft- kenndur, silkimjúkur. Hitt veif- ið blýþungur, dulúðugur og draumkenndur. Lika getur hann verið harður og hrottalegur. Alls staðar hefur hann þó fasta jörð undir fótum, Álftahjón við heiðartjörn, skarfar á skerjum og rjúpur við frerans rönd, Skjaldbreiður i næturdrunga, logandi sólris o.s.frv. Þarna eru þvi sem næst að jöfnu olíu- og vatnslitamyndir. Oft málar hann vatnslitamyndir ióvenjulega stóru „formati” og stundum með þyngri litum en talið er að vatnslitum henti. Þó fer ekki illa á þvi. Þá komum viö að eirstungun- um og teikningunum. Af þeim er hér töluvert safn. Guðmundur fékkst fyrstur Islendinga við eirstungur og enn bera stungur hans hæst á voru landi. Tækni- lega eru þær vel gerðar, þvi að hann var góður teiknari, en á þeim slóðum nýtur sin hvergi hans gjósandi rómantiska skap- gerð. Hér er smávegis sýnishorn af myndhöggvaralist Guðmundar og leikkeragerð. Þar um er ó- þarft að fjölyrða, það sem hvert mannsbarn þekkir. Þó skal þess getið, að á einum stað á sýning- unni stendur forkunnarfagurt risaker. Svo sem kunnugt er hóf Guðmundur fyrstur manna leir- keragerð hér á landi, og á þvi sviði var hann mikilvirkur sem annars staðar. Guðmundur var mikill ferða- og fjallamaður — náttúrubarn af lifi og sál. Það var ekki aðeins heimalandið, sem hann þekkti hátt og lágt. Fyrir utan þessi svonefndu menningarlönd, sem við heimsækjum, þekkti hann Grænland og Lappabyggðir i Finnlandi, svo sem sjá má á sýningunni. Hann var mjög handgenginn Löppum og er þó talið örðugt að komast i náin kynni við þá. En fyrir hispurs- lausri ljúfmennsku standast engar harölæstar hurðir. Guömundur var prýðilega rit- fær og sagði skemmtilega frá. Sem starfsbróðir var hann traustur og ljúfur og gaman var að vera með honum á laxveið- um. Þeir voru vinir Asgeir forseti og Guðmundur frá Miðdal. Þar mátti sjá tvo glæsta. Ásgeir Bjarnþórsson. PHILATELIC PRESS CLUB. Stærstu samtök þeirra er starfa við að skrifa um frimerki eru vafalitið bandariski klúbburinn The Philatelic Press Club, að undanskildum alþjóða- samtökunum A.I.J.P. Arlega veitir þessi klúbbur einhverri póststjórn sérstaka viöurkenningu fyrir hvernig hún vinnur með þeim, sem skrifa um frimerki og býr að söfnurum þeim er skipta við hana. Árið 1973 hlaut sænska póst- stjórnin þessa viðurkenningu, sem er veglegur silfurskjöldur á tréplötu, með áletrun, sem gerir grein fyrir hvers vegna viðkom- andi póststjórn hefir hlotið skjöldinn og er þetta áletrunin sem er á skildi þeim er Sviar fengu: „Sænska póststjórnin hefir ver- ið valin, sem vinnandi viður- kenningar Philatelic Press Club árið 1973. Þessi verðlaun eru veitt árlega þeirri rikisstjórn, sem álitin er hafa veitt sérstak- lega góða þjónustu og samvinnu þeim, er atvinnu hafa af að skrifa um frimerki og fri- merkjasöfnun. Er þetta i fimmta sinn er evrópsk þjóð er þannig heiðruð. Sviþjóð var eitt af fyrstu lönd- um, er stofnaði sérstaka fri- merkjasölu fyrir safnara og skrifstofu fyrir almenn viðskipti við þá, er um þau mál skrifa og hefir i mörg ár dreift upplýsing- um um nýjar útgáfur og póst- þjónustu. Þetta innifaldi ekki aðeins upplýsingar um tæknileg atriði um frimerkin, teiknara þeirra, gröft og framleiðsluað- ferðir, en einnig upplýsingar um uppruna myndanna, sem notað- ar voru, til að auðvelda fri- merkjaþáttum að gefa lesend- um sinum beztu mögulegar upplýsingar. Einnig er tekið til athugunar hversu góð þjónusta er veitt af frimerkjasölunni við innlenda og erlenda safnara og kaup- menn, sem skipta við hana. Sérstaklega mikilvægt er hvernig Sviþjóð notar ágóðann, sem verður af frimerkjasölunni til að hvetja til söfnunar sem virðulegrar tómstundaiðju og menntandi. I mörg ár hafa þess- ir sjóðir aukið umsvif og rekstur Póstminjasafnsins og fri- merkjasafns þess i Stokkhólmi, eins hins bezta sem til er i dag. Það sem meira er um vert, — þeir hafa einnig runnið til rann- sókna og sérfræðinga með út- gáfu bóka, sem eru sérhæfðar á þessu sviði. Þar sem þessar út- gáfur eru styrktar, er hægt að selja þær almenningi á enn lægra verði, en væru þær ein- göngu gefnar út á verzlunar- grundvelli. Við að taka endanlega ákvörðun á ári hverju, hefir nefnd atvinnumanna tekið sér þrjá mánuði til að athuga úr- klippur úr heimspressunni um frimerki áður en vinnandi er valinn. Dómnefndin 1973 var undir formennsku Charles Hahn, frimerkjanýjungarit- stjóra Chicago blaðsins „Sun- Times”. Þetta eru aðalatriðin úr þvi sem segir á skildi hinna snæsku frænda okkar og svo birtum við mynd skjaldarins. Hvenær hlýtur Island slikan skjöld? SiguröurH. Þorsteinsson. NU ER HVER SÍÐASTUR T mm Tttr. !i':' ,r.! ií&iiý 1 úA á i Aðeins fdeinir dagar eftir. Tókum fram nýjar terylene- og ullarbuxur. k Enn er urval af I lOKkafotum K stokum |okkum |\ leðurjökkum. il kuldafííkum I dömu íf og herra, m blússum, * pilsum, skyrtum, bolum o.m.fl. LÁTID EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA 50-70% afsláttur u yp KARNABÆR * Útsölumarkaður Laugavegi 66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.