Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 40
Nútíma búskapur þarfnast BHUEl haugsugu Guóbjörn Guöjónsson SIS-FODIJR SUNDAHÖFN m Bc ffi[~ fyrirgóúan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS 40% AFLANS EKIÐ Á BROTT TIL VINNSLU ANNARS STADAR — Fiskurinn «■» hlýtur að vera stórskemmdur, þegar á leiðarenda er komið, segir Sigurður Jónsson hafnarstjóri í Þorlókshöfn gébé Reykjavík — 23 netabátar eru nú geröir út frá Þorláks- höfn, en auk þeirra ianda þar margir aökomubátar, og er afla þeirra ekiö til heimavinnslu- stööva á Suöurlandi. Afli hefur veriö fremur lélegur, það sem af cr vertiöinni, enda gæftir ver- iö mjög slæmar. Þö hefur verið róiö, hvenær sem veður leyföi. « Fiskurinn er mun vænni nú heldur en verið hefur. Sækja sumir bátanna á miðin austur af Vestmannaeyjum, og landa annan hvern dag, en aðrir sækja styttra og landa á hverjum degi. Að sögn hafnarstjórans I Þor- lákshöfn, Sigurðar Jónssonar, eru þar nú starfandi fjórar fisk- vinnslustöövar, Meitiliinn hf„ Glettingúr hf„ Hafnarnes hf. og Þorláksvör hf„ en aðeins Meit- illinn hefur frystihús, hinar stöövarnar setja mestan hluta afla sins í sait. — Um höfnina I Þorlákshöfn fóru 65.546 tonn árið 1974, við lestun og losun á vörum og fisk- afurðum. Landað var 49.337 tonnum af fiski, en þar af voru aðeins 30 þúsund tonn unnin i fiskvinnslustöðvunum fjórum i Þorlákshöfn, sagði Sigurður. — Austur til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar var um 6.500 tonnum af fiski ekið á bifreið- um, en bátar, gerðir út frá þess- um stöðum landa gjarna i Þor- lákshöfn. Til Reykjavikur og Suðurnesja voru flutt um 11 þús- und tonn af fiski á árinu 1974. bað er mun ódýrara að flytja fiskinn til vinnslu i heimahöfn- um á bifreiðum heldur en að sigla með hann, en rýrnun er mjög mikil, þótt ekki hafi farið fram nákvæm athugun á þvi, hve mikil hún er. — Það þyrfti að koma á löggjöf um að landað skuli ikössum og fiskurinn flutt- ur þannig. Það gefur auga leið, að þegar fiskur er fluttur á bif- reiðarpalli, t.d. frá Þorlákshöfn til Akraness, i misjöfnu veðri, þá hlýtur rýmun hans að vera mjög mikil, sagði Sigurður. — Aflinn er fluttur á bifreiðum allt frá Stokkseyri suður i Sand- gerði. Sem dæmi má nefna, að fiskur er u.þ.b. 3—4 stiga heitur, þegar honum er skipað upp á bifreiðarpalla, en eftir langan akstur i góðu veðri getur hann verið orðinn allt að 14 stiga heit- ur, þegar honum er sturtað á plön I vinnslustöð. Vegurinn til Þorlákshafnarer fyrir neðan allar hellur, svo sem flestum er kunnugt, sérstaklega afleggjarinn niður i þorpið og um Þrengslin, og er þvi aug- ljóst, hve illa fiskurinn fer við að hristast i kös á bifreiðarpöll- unum langar leiðir. Hann hlýtur að vera stórskemmdur, þegar hann loks kemst i vinnslustöð, sagöi Sigurður að lokum. Hér er veriö aö landa úr netabátum I Þorlákshöfn á bifreiðar, sem siöan flytja aflann til heimavinnslustöðva. Timamynd: Gunnar KARLMENNINGARNEYZLA Á SAUÐÁRKRÓKI Framlag verkakvennafélagsins til Sæluvikunnar G.Ó. Sauðárkróki. — Sæluvika Skagfiröinga hefst á Sauðárkróki 6. april nk. og lýkur 13. aprfl. Þar verða m.a. sýndir tveir sjónleikir, kvikmyndasýningar veröa alla dagana og dansleikir fjögur kvöld. Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Ærsladrauginn eft- ir Noel Coward. Leikstjóri er Kári Jónsson. Þá sýnir Verkakvenna- félagið Aldan á Sauðárkróki nýtt leikrit eftir Hilmi Jóhannesson, sem hann hefur samið fyrir Verkakvennafélagið ölduna til flutnings á sæluvikunni á þessu alþjóðlega kvennaári. Hilmir er einnig leikstjóri. 1 tilefni þessarar fyrirhuguðu leiksýningar hefur Verkakvenna- fél. Aldan sent eftirfarandi frétta- tilkynningu: Menningarneyzla dreifbýlisalmúgans Eftir að alþjóðlega kvennaárið- hófst, hefur mikið verið karpað um „stöðu” konunnar, bæði i for- tið og nútið. Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki hefur prjónað svo- litinn ilepp, I von um að auðvelda þá eyðimerkurgöngu, sem þessar umræður hljóta að verða. Einnig til að karlmennirnir þurfi ekki að verða eins sárfættir á eggjagrjóti minninganna og bæði kynin geti gengið nokkurn veginn upprétt inn i rósrauðan bjarma morgun- dagsins. Verkakonur telja sig ekki færar um að koma með nýjar og skarp- legar hugmyndir um „stöðu kon- unnar” — hins vegar gerðu þær á- lyktun um „legu karlmannsins”, þvi óneitanlega liggur hann vel við höggi. 1 samræmi við alþjóðlegar venjur er þetta eins tyrfið og hægt er, enn fremur svotvirætt,að allir geta skilið — eða misskilið — á- lyktunina, sem er svona: Konur andmæla ruddalegum loddarahætti miðalda erfðavenju nútima nægtaþjóðfélags. 1- smeygilegur náungakærleikur Gamla Adams ræður næstum ein- göngu yfir samfélagslegu lifs- mynztri almennings. Félagið hefur fengið Hilmi Jó- hannesson til að aðstoða við að koma upp sýningu, þar sem þetta er inntakið, og gefst öllum tæki- færi að kynna sér þetta nánar á sæluviku Skagfirðinga, sem hefst 6. april. Nýverið hafa hækkað auglýs- ingagjöld fjölmiðla, en almenn- ingur hefur verið hvattur til að gæta sparnaðar i hvivetna — að þessum orsökum var ákveðið að skammstafa nafn sýningarinnar, nota aðeins fyrsta staf I hverju orði — þá kemur út KARLMENN- INGARNEYZLA — undir þvi heiti verður þetta auglýst. LANDSKEPPNI VIÐ FÆREYINGA HEFST Á MORGUN Gsal—Reykjavik. — Lands- keppni I skák við frændur vora Færeyinga hefur verið endan- lega ákveöin, en þetta er i fyrsta sinn, sem Færeyingar og islendingar eignast liö I landskeppni í skák, — og I fyrsta sinn sem keppt er á tiu borðum i landskeppni hér á landi, en báöar þjóðirnar munu senda tlu fulltrúa til keppninnar. Teflt verður i Hreyfilshús- inu við Grensásveg og verða tvær umferðir tefldar. íslenzka sveitin mun ekki verða skipuð öllum okkar sterkustu skákmönnum þvi að Ingvar Asmundsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón Kristins- son hafa afþakkað boð um þátttöku. Hins vegar er sveitin engu að siður skipuð mjög sterkum skákmönnum, en meðal is- lenzku fulltrúanna I lands- keppninni má nefna Friðrik Ólafsson, Magnús Sólmunds- son, Björgvin Viglundsson, Gunnar Gunnarsson, Braga Kristjánsson, Guðmund Ágústsson. Fyrri umferð landskeppn- innar hefst I Hreyfilshúsinu á mánudagskvöld, en siðari um- ferðin verður tefld á skirdag. Milli umferðanna munu fær- eyska landsliðið keppa við sameiginlegt lið frá Hafnar- firði, Kópavogi og Skáksam- bandi Suðurlands. Nokkrum erfiðleikum var bundið að skipa islenzka landsliðið, þar eð keppni á Skákþingi stendur sem hæst i landsliðsflokki, og enginn af þeim skákmönnum, sem þar teflir kemur þvi við að tefla einnig i landskeppninni við Færeyinga. Úrslit i landsliðs- flokki á föstudagskvöldið voru sem hér segir: Gunnar Gunn laugsson vann Asgeir P. Asgeirsson, skák Franks Herlufsen og Jóns Þ. Þór fór i bið, og hefur sá sfðarnefndi betri stöðu, skák Braga Kristjánssonar, og Helga Ólafssonar var frestað, skák Hauks Angantýssonar og Björns Þorsteinssonar fór i bið, og er staðan mjög tvisýn, skák Jónasar Þorvaldssonar og Ómars Jónssonar fór i bið, og er Jónas með betra tafl i biðskákinni, skák Júlfusar Friðjónssonar og Margeirs Péturssonar fór i bið og er staðan tvisýn. Biðskákir úr fyrstu tveimur umferðunum verða tefldar i kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.