Tíminn - 23.03.1975, Síða 33

Tíminn - 23.03.1975, Síða 33
33 Sunnudagur 23. marz 197§. JÆP. ,,Sólargeisli”, tisti músin á sinu máli, ,,get- ur þú ekki gefið mér eitthvað að eta?” Sólar- geisli sagði: ,,Ég á ekki neitt, og ég má ekki fára út úr spunastofunni fyrr en ég hef lokið verkinu, en biddu nú við, hérna á ég dálitinn flotmola, sem mamma gaf mér til þess að bera á rokkinn. Ég skal gefa þér dálitið af honum, það verður samt sem áður nægilegt eftir.” Músin varð flot- inu fegin og tók að gæða sér á þvi. En á meðan hún var að naga það, heyrðist mikill undir- gangur og þungt fótatak fyrir dyrum úti. Loks var hurðinni hrundið UPP> stór og svartur björn kom inn úr dyrun- um. Hann þrammaði hringinn i kring um rokkinn. Litla stúlkan varð svo hrædd, að hún gat sig ekki hreyft, og enn hræddari varð hún þegar björninn sagði með þrumandi röddu: ,,Komdu Sólargeisli, nú skulum við koma i blindingsleik”. Æ, hvernig færi fyrir mér, ef hann næði mér með stóru hrömmunum sinum, hugsaði hún. En allt í einu fann hún að eitthvað skreið upp á öxl henni og hún heyrði músarröddina við eyra sér: „Vertu óhrædd, ég skal hjálpa þér. Segðu að þú sért fús að fara i blindingsleikinn, svo skalt þú slökkva ljósið og fela þig á bak við rokkinn þinn í einu stofu- horninu. Ég skal svo rugla björninn, svo að hann finni þig ekki. Ég skal læðast um fram og aftur og hringja stöðugt litilli klukku. Björninn mun halda, að það séu litlu bjöllurnar á eyrna- lokkunum þinum, og svo mun hann elta mig, en aldrei ná mér. Vertu að- eins róleg, en láttu mig ráða.” Sólargeisli skildi undir eins hvað músin átti við. Hún sagði vingjarnlega við björninn: ,,Ég skal gjarnan koma i blindingsleik við þig, fyrst þú vilt, en ég verð að slökkva ljósið, og þú verður að fara út i horn á meðan”. Björninn gerði eins og fyrir hann var lagt. Sólargeisli slökkti nú ljósið og lét rokkinn sinn út i eitt hornið á stof- unni. Siðan faldi hún sig á bak við rokkinn. Músin hafði aðeins beðið þess, að dimmt yrði i stofunni. Hún tók nú til að hringja litlu klukkunni sinni, og björninn elti hana, en hún var svo snör í snúningum i saman- burði við klunnalegan björninn. Sólargeisli sat kyrr í horninu sinu á bak við rokkinn og skemmti sér prýðilega, en björninn vissi ekki annað en að það væri hún, sem hann var að leika sér við. Músin tritlaði sitt i hverja áttina, og björn- inn varð alveg ringlað- ur. Hann hefði feginn viljað hvila sig en músin gaf honum engan tima til þess, þvi að hún þreyttist ekki. Það var komið fram yfir miðnætti, og alltaf hélt músin áfram að hlaupa fram og aftur, og björn- inn vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Þá var gjöllunni hringt rétt við eyra hans. Hann sneri sér til vinstri og siðan til hægri, en þá valt hann um koll. ,,Hættu nú Sólargeisli,” stundi björninn, svo sárt, að Sólargeisli fann til með- aumkunar. Hún kom fram úr fylgsni sinu, tók upp vasaklútinn sinn og þurrkaði svitann af enni hans. Þásagði björninn ósköp mæðulega: ,,Þetta dugar ekki, — ef þú ætlar að hjálpa mér, þá verður þú að færa mig úr feldinum”. Sólargeisli skellihló. ,,Færa þig úr feldinum, þú veizt, að það get ég ekki”. Björninn svar- aði: ,,Það er lafhægt! Reyndu bara. Taktu í hægri framfót minn og togaðu eins fast og þú getur”. Sólargeisli gerði eins og björninn skipaði. En varla hafði hún tekið i fótinn fyrr en hún varð þess vör, að eitthvað óvanalegt var á seyði Það varð allt í einu svo skinandi bjart inni í stof- unni, að Sólargeisli varð að loka augunum. Hún vissi hvorki upp néð nið- ur, en missti brátt ráð og rænu, og þegar hún opn- aði augun aftur, þá varð henni heldur en ekki bilt við. Hún var stödd i stór- um og skrautlegum sal, og ungur og friður kóngssonur hélt i hönd hennar. Hann leit ástúð- lega á hana og mælti: „Vaknaðu Sólargeisli, og vertu óhrædd. Þú ert i höllinni minni, og þú átt að verða drottningin min. Þú hefur leyst mig úr hræðilegum álögum. Vondur og illgjarn tröll- karl lagði það á mig, að ég yrði að bjarndýri. Stóri dimmi skógurinn fyrh’ utan landareign ykkar, það var rikið mitt, sem lika var i álög- um. Ég veit hve góð og blið þú ert. Hatur og öf- und mun hverfa á brott úr ríki minu, þvi að þú ert eins og sólargeisli, Jörð í Bárðardal til sölu Jörðin Hrappsstaðir i Bárðardal, Suð- ur-Þingeyjarsýslu er til sölu og laus til ábúðar. Þeir einir sem hafa búsetu á jörðinni i huga koma til greina sem kaupendur. Nánari upplýsingar gefur oddviti Bárðar- dalshrepps, simi um Fosshól. JOHNS-MANVILLE gleruliar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JÖN LOFTSSON HF Hringbrout 121 . Simi 10-600 sem breiðir út frá sér bh tu og hamingju. For- eldrum þinum skal ég sjá vel fyrir og við mun- um verða hamingjusöm það er ég viss um." Og allt þetta varð eins og kóngssonurinn hafði sagt. Sólargeisli varð vinsæl og virt drottning, en foreldra sina heimsótti hún ætið, en þ'au þurftu ekki lengur að þræla og púla, heldur lifðu rólegu lifi, og hugs- uðu um garðinn sinn, en dóttir þeirra og tengda- sonur sáu um að þau skorti ekki neitt. Og eitt er enn ósagt, sem ekki má gleymast. Inni i svefnherbergi sjálfrar drottningarinn- ar var svolitil mús. Var henni sýnd hin mesta virðing og umhyggja. Þetta var litla músin, sem leikið hafði blindingsleikinn við björninn. Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæftiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355 Ódýr í innkaupi - og rekstri Benzínkostnaður þriggja bifreiða, miðað við 30.000 km akstur: Bifreið, sem eyðir 16,5 I ó 100 km: 282.150 KR f ’ § , |BENAULT01| o; f Q: j 1 ' Bifreið, sem eyðir 11 I ó 100 km: 188.100 KR. Renault 4 Von, sem aðeins eyðir 5,5 I ó 100 km: 94.050 KR. LLUlb-ULUI Llililiab'lili liLr Suðurlandsbraut 20 - Sími 8-66-33 sjálfvirkar HEIMILIS- rafstöðvar Höfum til afgreiðslu strax úr vörugeymslu 6 kw eins og þriggja fasa rafstöðvar 12,5 kw og 72 kw rafstöðvar væntanlegar með vorinu Garðastræti 6 Símar 1-54-01 & 1-63-41 GÓÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR %loMilaiil

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.