Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 6. aprfl 1975. Meðal gegn elli Fyrir skömmu fór gripa- hiröirinn Medsjid Agajev i há- fjallaþorpinu Tikjaband i Azer- bajdzjan á eftirlaun við hátið- lega athöfn. Hann var ekki fús til að fara á eftirlaun, þó að hann væri orðinn 139 ára og hefði unnið við griparækt i 120 ár. Þessi elzti borgari Sovétrikj- anna er við hestaheilsu, atorku- samur og iðinn. Allir vita, að vinnan göfgar manninn, hjálpar honum til að varðveita vinnuhæfni sina langt fram eftir aldri. 1 Sovétrikjun- um fara karlmenn á eftirlaun, þegar þeir eru 60 ára, en konur 55 ára. 43 milljónir manna fá eftur- laun i Sovétrikjunum. Fimmti hluta allra eftirlaunþega, og þrir af hverjum fjórum fötluð- um, halda áfram að vinna og fá bæði eftirlaun og kaup. Eru það aðeins efnalegar ástæður, sem liggja til þess, að fólk, sem er á eftirlaunum hjá ri'kinu, vill heldur vinna? Svör við þessum spurningum er að finna i niðurstöðum rann- sókna, sem visindamenn við Stofnun vinnuhæfni og vinnu- hagræðingar fatlaðra i Lenin- grad gerðu. Þeir skipulögðu skoðanakönnun meðal þeirra, sem voru komnir á eftirlauna- aldur og höfðu ekki lagt niður vinnu. Aðeins 30% þeirra, sem tóku þátt i skoðanakönnuninni,unnu af efnalegum ástæðum. Aðrir af félagslegum. Svör margra hljóðuðu á þessa leið: „Vinnan veitir mér siðferðilega fullnæg- ingu.”. „Samband við vinnu- félaga eykur lifsánægjuna.” „Ég get ekki hugsað mér lifið án starfs.” Það kom i ljós, að veikindi meðal eftirlaunþega, sem voru viö vinnu, voru tiltölulega sjaldgæf. Aftur á móti leiddu rannsóknirnar i ljós, að eftir- launafólk, sem hafði lagt niður vinnu, var oftar veikt og leitaði oftar læknis vegna imyndaðra sjúkdóma. Starfsfólk við visindastofnun rikisnefndarinnar, sem fjallar um hagnýtingu vinnukrafts, átti fundi við fólk/sem hafði haldið áfram að vinna um tiu ára skeið. Læknisskoðun leiddi i ljós, að hjá 39% fundust engar aukabreytingar i átt til elli, hjá 45% varð vart við smábreyting- ar, og hjá 16% fundust greini- legar breytingar. Hjá þeim, sem höfðu látið af störfum, leit myndin allt öðru visi út. Hjá 18% varð ekki vart neinna breytinga i elliátt, smá- breytingar fundust hjá 49%, og hjá 33% voru miklar breytingar. Haustið 1973 tók rikisstjórn Sovétrikjanna þá ákvörðun að laða vinnufært fólk á eftirlauna- aldri til vinnu, og fékk það ýmis friðindi: Vinnudagurinn var styttur niður i 6 stundir, árleg sumarfri voru lengd og vinnu- kröfurnar ekki eins harðar. Þá komu 16 þús. eftirlauna þegar i Moskvu til vinnu. 1 nokkrum fyrirtækjum borgar- innar hefur eftirlaunafólki verið gefinn kostur á þvi að vinna hluta úr degi, eða þrjá til fjóra daga i viku. Stuttur vinnutimi hentar vel konum á eftirlaun- um, sem hafa látið af störfum og sjá nú um heimili eða barna- börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.