Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 6. apríl 1975. TÍMINN 31 HLJÓAAPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍAAANS ★ ★ ★ ★ ★ fannst, aö betur mætti fara. Það er ekki á hverjum morgni, sem fjársjóöi rekur á fjörur mlnar. Svo er þó aö þessu sinni og fjársjóðurinn, sem ég nefni svo, er plata Gene Clark: Coliector Seri- es: Early L.A. Sessions. Plötu þessa gerði Gene Clark á árunum 1966-1967 (kom út 1967) og hét hún ,,Gene Clark with the Gosdin Brothers”. A plötunni eru honum til aðstoðar menn eins og Chris Hillmann, Doug Dillard, Jerry Kale, Leon Russel og Clarence White. Platan þótti á sinum tlma vera töluvert á undan sinni samtið, og þvi fór fyrir henni eins og mörgum öörum undan-samtlðarpiötum, að hún seldist lítið. Það var slðan á þvi herr- ans ári 1972, að forráöamenn CBS töldu, að nú væri rétti timinn til að endurútgefa plötuna. Hún var þá hljóöblönduð á ný, og Gene Clark lagfærði ýmislegt, sem honum ★ ★ ★ ★ ★ Slöan var hún gefin út undir nafninu: „Collectors Series: Early L.A. Sessions. Núna, — þremur árum eftir að hún var gefin út i Bandarlkjun- um, — kemur hún hingað til lands I fyrsta sinn. Þessi plata er gott dæmi um þá miklu breytingu og áhrif, sem The Byrds höfðu á þróun rokktónlistar á þess- um árum, þvi eins og kunn- ugt er var Clark einn af stofnendum The Byrds, en hann og Roger McGuinn áttu mestan þátt I mótun og sköp- un tónlistar The Byrds á ár- unum 1964-1966. Early L.A. Sessions er einn af gimsteinum bandarlskrar West-Coast-rokk tónlistar, þar sem vandvirkni og mikl- ir hæfileikar ganga ljósum logum I hverju lagi. Þessi plata Gene Clark hefur sögulegt gildi hvað þróun tónlistar síöara ára- tugs áhrærir og á plötunni er að finna rætur margs sem við hlustum á þessa dagana. — G.G. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ + Gerðu það, þar til þú ert orð-, inn ánægður (Do it ’till you- ’re satisfied) — þetta lag með soul-hljómsveitinni B.T. Express hefur klifið flesta vinsældarlista vestra og við- ast hvar náð á tindinn. Áður en lagið var gefið út, var hljómsveitin fáum kunn, en I þeim efnum hafa heldur en ekki orðið þáttaskil. Hljómsveitin sem er skip- uð sjö manns, sex körlum og einni konu, var nauðbeygð til að láta meira I sér heyra, og útkomuna úr þvi dæmi er að finna á þessari LP-pIötu sem að sjálfsögðu ber heiti hins fræga lags. Þótt ýmislegt sé að finna á þe ssari plötu, sem hæla mætti, virðist sem platan hafi verið gerð I flýti til að fylgja eftir vinsældum ,,Do it....” — ogsum þeirra eru að minum dómi mun athyglis- verðari en hið fræga lag. Það breytir þvi hins vegar ekki, að slik vinnubrögö eru stórvarasöm, eins og mörg dæmi hafa sannað. Soul-tón- list B.T. Express hefur þó yfir sér ákveðinn „sjarma”, flutningur tónlistarinnar er með miklum ágætum og þrátt fyrir gallana er þvl ekki að neita, að hljómsveit- in er ein af betri soul-hljóm- sveitunum vestra. — G.S. ★ ★ ★ ★ ★ Upp úr 1970 kom fram I Bandarikjunum nýtt afbrigði soultónlistarinnar, svonefnt soul-rokk. Earth, Wind and Fire var ein af fyrstu hljóm- sveitunum, sem hófu að leika I soul-rokkstll, en áður hafði hljómsveitin gefið út nokkr- ar soul-plötur. Hljómsveitin hefur aldrei vakið heimsat- hygli en engu að slður er hún vel þekkt I sinu heimalandi. A íslandi þekkja hana fáir. Driffjaðrir hljómsveitar- innar eru bræðurnir Maurice og Verdine White, en skraut- fjaörirnar eru öllu fleiri. Tónlistin sver sig I ætt við það bezta, sem gert hefur verið I soul-rokki, án þess þó að nokkur hljómsveit eða listamaður sé stæld þannig að Earth, Wind and Fire hljóti lýti af. Þeir virðast kunna þá list að tileinka sér aðeins það bezta frá öðrum, s.s. Stevie Wonder, Billy Preston, Sly and Family Stone, — og sem skapandi soul-rokktónlistarmcnn hafa fáir komizt með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Earth, Wind and Fire er afburðahljómsveit með hrif- andi tónlist, G.S. Það hefur löngum veriö út- breidd skoðun hjá þorra manna, að sú tónlist, er köll- uð hefur verið jass-rokk eða framúrstefnu-jass, sé eitt- hvað voðalega tormelt, og fráhrindandi. Fyrir alla þá er ganga með slikar grillur, er aðeins til eitt ráð: Það er að fá sér eins og eitt eintak af nýrri plötu Ramsey Lewis, „Sun Goddess”, og vlkka þar með sinn eigin sjóndeildarhring, — eða öllu heldur sinn eigin hljómdeild- arhring. A „Sun Goddess” flytur Ramsey Lewis létta og skemmtilega „framúrstefnu”, þar sem synthesizer og pianó leika aðalhlutverkin, með dyggi- legum stuðningi frábærs bassaleikara og trommu- leikara. A plötunni heyrist einnig mikið I hefðbundnum málmblásturshljóðfærum og gítar er mikið notaður. „Sun Goddess” er ákaf- lega vönduð og forvitnileg plata, sem ....án þess að hlusta á. — G.G. Jesse Colin Young, fyrrum söngvari og aðalsprauta hljómsveitarinnar Young- bloods, er búinn að senda frá sér nýja plötu, er hann nefnir „Songbird”. Þetta er þriðja sólóplata Jesse Colin Youngs, og eins og á hinum fyrri, bregzt hon- um ekki bogalistin, hvað gæði tónlistarinnar snertir, — og vandvirkni. Enda fer hann troðnar slóðir og leikur þá tónlist, er hann átti mik- inn þátt I að skapa, svonefnt soft-rokk. Sem fyrr er það sérstæð og hljómfögur rödd Youngs, er heillar mann mest ásamt hinni miklu vandvirkni, er liggur I öllum undirleik plöt- unnar, þótt hann megi ef- laust kallast eilitið hefð- bundinn. En hvað um það, — undir undirspilið fellur mjög vel við falleg lög Youngs, og útkoman er stórgóð. Songbird er gullfalleg plata og lifleg og minnir mann á að sumarið er I nánd. G.G. í Hljómplötudeild Faco hefur lánað Nú- tímanum þessar plötur til umsagnar SAAASTARF Við bjóðum góð greiðslukjör gegn því að menn festi sér hús sem fyrst og greiði inn á þau ENSK SUMARHÚS A-line — 5 tegundir — Ótrúlega hagstætt verð HJÓLHÝSI ÁRGERÐ 1975 Þýzk: Jet 3 tegundir — TE 3 tegundir Ensk: Cavaliae 5 tegundir — Monza 7 — Scout2 Tjaldvagnar Amerískir: Steury 2 tegundir — Coleman 2 tegundir Þýzkir: Camptourist Af því takmarkaða magni — sem kemur á þessu ári — er hluti kominn Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg — Klettagöröum 11 — Simi 86644

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.