Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 6. aprll 1975.
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gam
la
MANSTU GAMLA
DAGA? Manstu eftir
piltinum með þýðu bari-
ton-röddina, sem söng
svo fagurlega um allt,
sem manni var kærast?
Þreklegur, stæltur
strákur, sem af furðu-
legasta öryggi náði til
áheyrandans, hvort sem
hann söng um stýrið sitt
i rjúkandi hafrokinu,
eða gamlar æskuástar-
stundir? Manstu, hve þá
var yndislegt að vera
til? Manstu eftir litlu
plötunum, sem seldust
svo óskaplega mikið, af
þvi að þær voru með is-
lenzkum söngvurum,
sem sungu islenzk lög?
En það var lika i gamla
daga . . .
ALFREÐ CLAUSEN, málara-
meistari, býr ásamt eiginkonu
sinni, Huldu Stefánsdóttur í nota-
legri fbúð að Miklubraut 62. Hann
tekur okkur gestunum vel, leiðir
okkur til stofu og býður okkur
sæti. Það fyrsta, sem blasir við
augum okkar er stórt málverk
uppi á vegg, og við könnumst ekki
við handbragðið.
— Þetta er málverk sem ég
eignaðist eftir föður minn,
Arreboe Clausen. Það er ýmislegt
skemmtilegt til eftir hann. Þessi
mynd hefur mér alltaf þótt
faiieg. A hinar megið þið helzt
ekki minnast. Þær eru flestar
eftir mig.
— Svo að þú hefur málað fleira
en veggi og þök?
— Já, ég grfp í þetta, þegar ég
hef ekkert þarfara fyrir stafni.
Svo er einhvern veginn orðin til
mynd áður en maður veit af . . .
Þessa dagana er Alfreð nýkom-
inn úr sumarleyfi. Fyrsta sumar-
leyfinu, sem hann hefur veitt sér
á ævinni. Brúnn og sællegur
slappar hann af, og rifjar upp
gamla daga með okkur, og það er
glettnislegur, en jafnframt
angurvær svipur á honum. Þaö
bar svo margt við á þessum árum
Hljóp feginn frá
upptroðslunni
—Þaö var árið 1940 að þetta
byrjaði allt saman. Ég var þá
rúmlega tvitugur, og við vorum
saman fjórir. Æfðum nokkur lög
með það fyrir augum að koma
dægurlögunum, sem þá voru vin-
sælust á framfæri. Okkur fannst
eins og öðru ungu fólki, að alls
ekki væri nógu góður aðgangur að
dægurlögunum, þau væru ekki
nógu mikið flutt. Þetta, sem viö
æfðum, voru aðallega slagarar og
svo Foster-lög. Nú, svo kemur
að þvl, að við förum að troða upp.
Og fyrsta „upptroðslan” á að
vera á balli i Samvinnuskólanum.
Við vorum afskaplega frakkir þar
til að þvi leið, að við eigum að
koma fram. Þá greip tauga-
óstyrkurinn mig, svo að ég fæ
mér göngutúr út i bæ. Svo þegar
ég kem aftur að dyrunum á dans-
húsinu, þá er mér tekið heldur
þurrlega. Ég segist vera Alfreð
Clausen, og eigi að fara að
syngja. Nei, ekki aldeilis, hann
Alfreð er sko mættur og kominn i
salinn. Nú, ég varð alveg öskap-
lega feginn og hljóp heim.
— Einhver ruglingur?
— Nei, nei, þetta var bara
vinur minn, hann Lolli i Val, sem
viðhafði þessa aðferð til þess að
komast á ballið! Svo hafðist þetta
eitthvað mánuði siðar, við tróðum
upp og sungum, og þar með var
maður byrjaður.
— Varstu búinn að hafa áhuga
á söng um langt skeið áður en þú
komst fram?
— Já, maður var alltaf syngj-
andi, eða raulandi, — með gitar-
— Tfmamynd: Gunnar.
Alfreð og gftarinn eru gamlir vinir. Þeir hafa átt marga stundina saman og eiga enn.
inn i höndunum. En raunveruleg-
an áhuga fékk ég við að ganga I
Karlakórinn Kátir félagar. Ég
var nú ekki lengi i honum. Rétt
seinustu árin, sem hann starfaði.
En það voru ýmsar upptökur
gerðar með okkur þarna i byrjun
striðsins. Ég hef ekki verið i
karlakór eftir það.
— Hélduð þið fjórmenningarnir
áfram að syngja?
— Ég var, skal ég segja þér, að
byrja iðnnám á þessum árum,
málaranám, og það var i iðnskól-
anum, sem við stofnuðum þennan
kvartett. Jú, eitthvað sungum við
nú saman. En það leið ekki á
löngu áður en ég fór að syngja
einn mins liðs, og spilaði auðvitað
undir á gítarinn.
— Var nokkuð sögulegt I sam-
bandi við það?
Söng inn i
upptökutæki
— Ja, það er nú eins og það er,
mér fannst alltaf eitthvað sögu-
legt við það að koma fram, en
manni finnst þetta nú ekki eins
sögulegt, þegar maður fer að rifja
það upp. Ég var alltaf að drepast
úr taugaóstyrk. En fyrsta opin-
bera upptroðslan min er i sam-
bandi við afmæli Alþýðublaðsins,
eöa árshátið. Það er svolitið
skemmtilegt, að nokkur fyrstu
timamótin á söngvaraferli min-
um eru i sambandi við Alþýðu-
blaðið.
— Ekki hefur það verið vegna
þess, að Alþýðublaðið hafi aug-
lýst þig sérstaklega?
— Nei, biessaður vertu, en þá
var nefnilega auglýsingastjóri á
Alþýðublaðinu, sem Gunnar hét
Stefánsson, mikill vinur minn,
léttur og kátur félagi. Hann var
eiginlega hvatamaðurinn að
þessari árshátið, sem haldin var i
gamla apótekinu, sem stóð við
Thorvaldsenstræti. Nú, Gunnar
átti einhvers konar upptökutæki,
sem var nokkurs konar fyrirrenn-
ari stálþráðarins gamla, og það
verður úr, að Gunnar kallar á mig
og biður mig að v.era forsöngvari
á skemmtuninni og hafa gitarinn
með mér. En Gunnar segist endi-
lega vilja prófa mig og lætur mig
syngja inn i þetta upptökutæki.
Ég söng þetta, sem ég mundi á
stundinni, aðallega klámvisur og
svona ýmsar visur sem gengu þá,
og svo spiluðum við þetta og hlóg-
um mikið að. Manni finnst alltaf
kyndugt að heyra röddina af upp-
tökutæki. Nú, svo hugsaði ég ekk-
ert meira um þetta, hélt þetta
væri gleymt oggrafið. En það var
nú ekki aldeilis. Við mætum
þama á hátiðinni, og þeir sitja
þama i öndvegi Stefán Jóhann,
ráðherra,og Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, blaðamaður, og það
er byrjað á þvi að syngja við
pianóundirleik. Allt i einu kemur
Gunnar með upptökutækið, og
segist ætla að lofa mönnum að
heyra nýja plötu. Svo spilar hann
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla