Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 6. aprll 1975. Tónlistarhátíðin í Stokkhólmi: íslendinaarnir vöktu qífurlega athygli sérstaklega þó hijómsveit Gunnars Þórðarsonar, sem sló í gegn á hátíðinni Pálmi Gunnarsson, bassaleik- ari og söngvari. — Margir af okkar bextu tón- listarmönnum dvöldu fyrir nokkru í höfuðborg Svíþjóðar og tóku þar þátt i mikilli tónlistarhá- tið, sem i og með var stofnuð til þess að mótmæla Eurovision- sönglagakeppninni, sem lialdin var i Sviþjóð. Þáttt. I þessari hátíð voru frá Evrópulöndum, aðallega frá Norðurlöndunum og komu tónlistarmennirnir fram á nokkrum stöðum i Stokkhólmi og eins fóru þeir i úthverfi borgar- innar og til annarra borga. Af islands hálfu tóku þátt i þessari hátið, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, sem er nokkurs konar „landslið” islendinga á. sviði popp- og rokk-hljómlistar, en hljómsveitin hafði einnig á efnisskrá sinni talsvert af svo- nefndri poppjass-tónlist. Hijóm- sveitin er skipuð Gunnari Þórðarsyni, Pálma Gunnarssyni (Hljömsveit Pálma Gunnarsson- ar) Ara Jónssyni (Borgis), Jakobi Magnússyni (hann hefur dvalið I Englandi að undanförnu viö góðan orstir) Asgeir Óskars- son (Pelican) og Ilalldór Pálsson (Hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar). Auk Hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar tóku þátt I hátiöinni af tslands hálfu. trlóið Þrjú á palti, „þjóðlagahljómsveitin” Þokkabót og trúbadúrarnir örn Bjarnason og Megas. islenzku hljómlistarmennirnir þóttu standa sig meö mikilli prýði, sérstaklega þó hljómsveit Gunnars Þórðarsonar en sumir gagnrýnendur áttu vart orð til aö lýsa ágætum hljómsveitarinnar. Nú-timinn haföi tal af trúba- dúrnum Erni Bjarnasyni og sagði hann, að sér hefði gengið mun betur, en hann hefði sjálfur búizt við. Nefndi örn, að það væri furða hvað Sviarnir skildu islenzkuna vel, væri hún töluö hægt. örn Bjarnason kom þrisvar fram á hátiðinni. Fyrst söng hann og lék á skemmtun hjá íslending- um I Islenzka stúdentagarðinum I Stokkhólmi. A fimmtudagskvöld- ið 20. marz var aðalhátí6 og þá komu allir Islendingarnir fram 1 stóru sirkustjaldi. A laugardags- kvöldið var örn sendur ásamt Peer Ström, þekktum sænskum trúbadúr og sænskum trúbadúra- hjónum, til skóla I Haukadal. Sjónvarpað var frá aðalhátið- inni til allra Norðurlanda, nema Islands og Færeyja en vonir standa til, að islendingar fái þá mynd von bráðar til sýninga i is- lenzka sjónvarpinu. Að sögn Arnar voru einnig á þessari hátið áhugakvikmynda- gerðarmenn, sem ætluðu sér að gera kvikmynd um hátiðina. — Sviarnir eru skinandi góðir áheyrendur, þvi að þeir eru mjög vanir þessum visnasöng og eru mjög hrifnir af sinum trúbadúr- um. Það má raunar segja, að Sviþjóð séland trúbadúranna, þvi það er sennilega hvergi lögð eins mikil rækt við visnasöng og einmitt i Sviþjóð. — Það voru flestir áhorfendur þegar við Islendingarnir komum fram, og það hefur nú sennilega veriö nær eingöngu af forvitni og að sjá „isbirnina” leika. öm Bjarnason og Þokkabótar- meölimir bjuggu í bát meðan á dvöl þeirra stóð i Stokkhólmi, og hét bátahótelið: Hotel Maleren. — Ég held ég geti fullyrt að is- lenzku hljómlistarmennirnir hafi staöið sig ágætlega og okkur var mjög vel tekið alls staðar, þar sem við komum fram. Það ætlaði Ljósmyndir af hlj. Gunnars $».: Gylfi Bjarnason alltaf allt um koll að keyra þegar Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar kom fram, — þeir eru svakalega góðir og það var alveg einstakt að hlusta á þá, — og Sviarnir göptu hreinlega þegarhljómsveitin lék I klúbbi þarna eitt kvöldið. Það er öruggt að hljómsveitin er á heimsmælikvarða sagði örn Bjarnason. Nú-timinn náði tali af Halldóri Gunnarssyni, einum Þokkabótar- meðlima og kvað hann hafa verið sérstaklega gaman i Sviþjóð á bessari tónlistarhátið. Þokkabót kom til Stokkhólms mánudaginn 17. marz og dag- inn eftir héldu þeir i útvarpsupp- töku hjá sænska útvarpinu, en gerður var þáttur með öllum is- lenzku hljómlistarmönnunum, sem fluttur var að hluta til sam- dægurs, en einnig var að ráði að Halldór Pálsson, saxafón- og flautuleikari. flytja tónlist Islendinganna i þessari viku. A þriðjudaginn skemmti Þokkabót I menningarmiðstöð i Stokkhólmi, ásamt Chile-búum og sænskum bankaræningja! — Já, þetta var raunverulegur bankaræningi og söng um veru slna i fangelsinu i visnasöngstil, sagði Halldór. Timinn sem valinn var til þess- arar skemmtunar er dálitið óvenjulegur, en skemmtunin stóð yfir frá kl. 1 um daginn til klukkan þrjú. A miðvikudaginn léku Þokka- bótarmeðlimir hvergi, en notuðu þess I stað daginn til að skoða sig um og hlusta á aðra skemmti- krafta hátiðarinnar. A fimmtudagskvöld var leikið i stóra sirkustjaldinu og komu allir Islenzku hljómlistarmennirnir fram á þeirri skemmtun. Halldór sagöi að það hefði verið dálitill skuggi á skemmtuninni að for- ráðamönnum hennar hefði láðst að tilkynna Islendingunum að skemmtunin væri bara til klukk- an ellefu, og þvi hefði timinn, sem þeir höfðu til flutnings sinnar tónlistar verið skorinn talsvert niður. — Að öðru leyti tókst Islending- unum vel upp og það er gott að skemmta Svfum, þvi að þeir eru mjög góðir áhorfendur. Hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar sló raunar i gegn, eins og sagt er á þessari tjaldsamkomu. — Rúsinan i pylsuendanum var eftir hjá okkur i Þokkabót, þvi að á laugardaginn fórum við til Upp- sala og skemmtum þar fyrir stúdenta, i mjög skemmtilegum eldgömlum sal, sem i var mjög góður hljómburður. Þar tókst okkur bezt upp, og á þessari skemmtun var virkilega gaman. Halldór kvað þessa ferð hafa veriö „heilt ævintýri” eins og hann oröaði það. ÞOKKABÓT, llalldór Gunnars- son er lcngst til hægri á mynd- inni. örn Bjarnason trúabadúr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.