Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 6. apríl 1975. TiMlNíN 13 Húsvíkingar vilja kaupa skutfogara ÞJ-HUsavik. — Almennur fundur var haldinn í Verkalýösfélagi Húsavikur mánudaginn 24. marz sl. Þar var gerð ályktun um at- vinnumál á Húsavik, sem fjallar einkum um möguleika þess aö Húsvikingar festi kaup á stóru fiskiskipi til að bæta upp tima- bundið atvinnuleysi, sem oft kemur fyrir á Húsavik. Þá var einnig gerð ályktun þess efnis að skora á Kröflunefnd að sjá um að verktakar i S-Þingeyjarsýslu hafi forgangsrétt við fyrirhugaða mannvirkjagerð við Kröflu. Einnig samþykkti fundurinn heimild til handa stjórn og trúnaðarráði félagsins að boða vinnustöðvun, þegar henta þykir. Bréfið, sem samþykkt var að senda Kröflunefnd, er svohljóð- andi: „Almennur fundur haldinn i Verkalýðsfélagi Húsavikur 24. marz sl. samþykkti einróma að skora á Kröflunefnd að sjá svo um, að verktakar i Suður-Þing- eyjarsýslu hafi forgangsrétt við fyrirhugaða mannvirkjagerð við Kröfluvirkjun. Fundurinn telur i hæsta máta óeðlilegt ef verktök- um utan héraðs yrði fengið verkið á sama tima og samdráttur virð- ist fyrirsjáanlegur innan héraðs- ins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við samstarfsnefnd þingeyskra verktaka og ályktun þá, er nefndin samþykkti á fundi sinum 22. marz sl.” I ályktuninni um atvinnumál á HUsavik kemur fram, að undan- fama 4 til 5 mánuði hafa að meðaltali verið 60-70 manns at- vinnulausir i bænum. Fjallar ályktunin einkum um möguleik- ana á þvi, að Húsvikingar festi kaup á stóru fiskiskipi. I lok ályktunarinnar segir: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir hugmyndum atvinnumála- nefndar Húsavikur um aukna möguleika til hráefnisöflunar og telur, að vinnslumöguleikar Fisk- iðjusamlags Húsavikur vegna húsnæðis og vélakosts þurfi að vera fyrir hendi jafnhliða þvi, að svo stórvirkt atvinnutæki kæmi til bæjarins. Ennfremur verður að sjá svo um, að sá bátafloti sem er til staðar, þurfi ekki að stöðvast, þótt um aukið framboð á hráefni yrði að ræða.” Að lokum var send áskorun til bæjarstjórnar Húsavikur um að halda almennan borgarafund um atvinnumál staðarins og leiðir til úrbóta á þvi sviði. Fræðslumynd um fóður FAF eða Fyens Andels Foder- stofforetning i Svendborg á Fjóni hefur látið gera fræðslukvikmynd um starfsemi sinafFAF er samvinnufélag i eigu fjónskra bænda, og hefur Sam- band isl. samvinnufélaga átt mikil viðskipti við það. A siðasta ári keypti Sambandið til dæmis 24.000 tonn af FAF-fóðri. Vegna þessara miklu viðskiptatengsla ákvað FAF að fella inn i kvikmyndina þátt um Island og sendi hingað tvo kvikmyndatöku- menn i þvi skyni. Myndin hefur nú borizt hingað tillands og var sýndi fyrsta skipti á kaupfélagsstj' rnafundinum 10. marz siðastliðinn. Sýningartimi er 35 minútur, en islenzkur texti er lesinn af Magnúsi Bjarnfreðs- syni. Kirkjukvöld á ísafirði GS—isafirði — Sunnukórinn hélt sitt árlega kirkjukvöld i Eyrar- kirkju að kvöldi föstudagsins langa. Stjórnandi var Hjálmar Helgi Ragnarsson. Aðsókn var mjög góð og urðu margir frá að hverfa sökum fjölmennis. Sunnu- kórinn skipa 40-50 manns, en auk hans komu fram margir hljóð- færaleikarar. Margir Isfirðingar hafa lagt fram mikla sjálfboða- vinnu til að gera þessi kirkju- kvöld ógleymanleg. Er óhætt að fullyrða, að þau verða það mörg- um Isfirðingum, bæði heima- mönnum og lika þeim sem komu hingað, en þeir skipta hundruð- um. affveim dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% íuvm 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 17 5— 13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 o 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450o 4.220 590—13 ‘o 150 3.930 & */m af fjórum ' dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 640—13 Kr. 5.090 Kr. 4.820 700—13 5.410 - 5.130 615/155—14 4.020 3.810 5,0—15 3.570 3.330 560—15 4.080 3.870 590—15 4.730 4.480 600—15 5.030 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 SÍM/ 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar VERÐTILBOD fil l.mai í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.