Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 6. apríl 1975. A HANEDA alþjóöaflugvellinum I Tokyo var mikiö af öryggisvörö- um, sem leituöu á farþegum, i farangri þeirra og á þeim sjálf- um. Þarna fór fram sérstök leit aö hermdarverkamönnum með vopn og sprengjur. Þeir voru reyndar að leita að fólkieins og mér....Ég var meö i farangri minum tvær vélbyssur og sjálfvirka skammbyssu, — og ég var skithræddur. Ef ferðatösk- umar minar tvær yrðu rann- sakaöar, og ég reyndi að foröa mér, mætti ég eiga von á þvi aö lögreglan — öryggisverðirnir — myndu skjóta mig. Þó er ég enginn hermdarverka- maöur. Þvert á móti, — ég er bara blaðamaöur, sem ætlaði mér aö skrifa grein um vopna- smygl. Auövitaö var þetta brjál- æðisleg hugmynd, en það sem ég ætlaöi mér var, aö koma vopnun- um frá Austurlöndum og reyna að afhjiipa leynilegar vopnaverk- smiðjur, sem framleiða ógrynni af rifflum, vélbyssum og skamm byssum. Umheimurinn myndi þá fá upplýsingar um vopnasölu- samtök, sem ná um allan heim og fá vitneskju um þær mörgu mill jónir dollara, sem streyma inn i Japan og Formósu frá vopna- kaupmönnum i fjölda löndum. Undirbiiningurinn undir ferö mina tók ekki langan tima, og hugmyndin fæddist eiginlega ekki fyrr en I Tokyo, þegar tauga- óstyrkur kaupmaður seldi mér bandariska Thompson vélbyssu, brezka Sterling vélbyssu og belg- Iska Browning, sjálfvirka skammbyssu. Þessi vopn voru pökkuö inn i langa brúna pappa- öskju.sem lá meö öðrum farangri minum á vagni, sem ég ýtti á undan mér I átt aö afgreiðslu- boröi japansks flugfélags. Ég var svo hræddur aö hnén skulfu undir mér. Ég ætlaöi að sanna tvö atriöi I þessari fyrstu tilraun minni. Annaö var það, aö hver sem er, sem væri nógu frekur og ákveðinn gæti komizt I gegnum hina ströngu öryggisskoðun á flugvell- inum og hitt, að hægt væri að ferðast með vopn frá einu landi til annars. Þegar ég nálgaðist afgreiðslu- borðið, gengu tveir japanskir lög- reglumenn iáttina til min. Annar þeirra var með litið fjarskipta- tæki ogheyrnartækiog báðir voru þeir vopnaðir skammbyssum. Þeir gengu hægt meðfram röðum fólks, sem beið eftir afgreiðslu og létu ekkert fram hjá sér fara. Og ég hugsaði með mér: Hvað myndi skæruliöi gera, ef hann væri i minum sporum? En nú skulum við lita svolitið aftur I tlmann.... Strangt vopnaeftirlit i Japan, en......... Aðeins einni viku áður en það gerðist, sem lýst er hér á undan, kynntist ég litt þekktri japanskri iðnaðargrein, sem sópar inn mill- jónum dollara á viðbjóði Japana á striði og vopnum. Vopn hafa verið stranglega bönnuð i Japan siöan i siðari heimsstyrjöldinni. Þaö er aðeins lögreglan og her- inn, sem hafa leyfi til að bera skotvopn og jafnvel með þeim er mjög strangt eftirlit. En eins og milljónir fólks i öllum heiminum, þá eru til marg- ir Japanir sem hrifast af vopnum. Þeim finnst gaman að halda á riffli, hengja hann upp á vegg til skrauts, taka hann i sundur og setja hann saman aftur. Þess vegna er þessi sérstaka iðngrein, sem framleiðendur græða tugi milljóna á, — vopna- eftirlikingar. — Um tiu verk- smiðjur eru reknar með miklum hagnaði I þessu landi sólarinnar, og þar eru framleidd ýmis vopn, þýzkir Lugarar, bandariskir 45 rifflar, og vélbyssu-tegundir frá mörgum löndum, eða með öðrum orðum, allt það, sem hugvitsamir Japanir geta búið til eftirlikingar af og peningar kaupa. Lög Jap- ana um vopnaeftirlit ná ekki til þessara vopna, þvi þau eru eftir- likingar. Hlaupin á byssunum eru blýinnsigluð og vopnin venjulega búin til úr miklu mýkri málmi og ódýrari, heldur en „alvöruvopn”. En eftirlikingarnar eru margar hverjar svo haganlega gerðar i Japan, að stjórnin hefur sett lög þess efnis, að allar vopnaeftirlik- ingar séu málaðar i gulum, auð- þekkjanlegum lit. Þetta hefur þó ekki hindrað útflutning til margra landa, sem leyfa innflutning slikra vopna. Og peningarnir streyma inn. Nú eiga verksmiðjurnar i nýj- um vandræðum. Hinar vel gerðu eftirlikingar þeirra er breytt i vopn sem hægt er að nota, og hafa verið notuð. Getur þetta ekki eyðilagt alla framleiðslu þeirra og verða verksmiðjurnar ekki að loka? Eftir mikla erfiðleika, tókst mér að ná tali af Tom Shjio, for- stjóra Japan MGC Association. Shjio vildi þó ekki að fram kæmu opinberlegar neinar greinar um fyrirtæki hans. — Timarnir eru mjög erfiöir fyrir okkur nú, sagði hann. — Það eru japönsku glæpa- mennirnir, sem eyðileggja markaðinn fyrir okkur, sagði Shjiq. — Lögreglan hefur fundið nokkrar litlar verksmiðjur, sem hafa breytt eftirlikingum okkar i nothæf vopn og er þetta mikið tjón fyrir okkur. Við höfum lika neyðst til að hætta að framleiða hljóö- deyfa fyrir gervirifflana okkar, þvi að það kom I ljós, að þeir voru notaðir á nothæfa riffla. Shjio lyfti upp höndunum og brosti hæversklega um leið og hann sagði: — Við erum mjög færir, sjáið þér til, ef við vildum, þá gætum við jafnvel gert eftirlik- ingu af og framleitt herþotur i fullri stærð. Meiri hluti framleiðslu vopna- eftirlikinga Japana, er seldur til landa, sem leyfa slíkan innflutn- ing. Enerfiðleikarnirstreyma að, segir Shjio, innflutningur á eftir- likingavopnum hefur nú verið bannaður i Astraliu og Kanada, og einnig i borgum eins og New York, Chicago og Los Angeles. Klukkutima eftir að ég talaði við Shjio, stóð ég i biðröð i byssu- verzlun I miðborg Tokyo. Viðskiptin gengu ljómandi vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.