Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 21
TtMINN Sunnudagur 6. apríl 1975. Sunnudagur 6. apríl 1975. TÍMINN BöOvar Guölaungsson skáld. STUNDUM HEFUR það verið sagt um okkur, Is- lendinga, að við værum fremur þunglyndir að eðlisfari, og er ýmsu um kennt. Sumir vilja rekja það til skammdegis og langs vetrar, aðrir nefna harða lifsbaráttu og óblitt veðurfar. En hvað sem rétt kann að vera i þessu, þá er hitt vist, að ekki eiga alir íslending- ar hér óskilið mál. Fyndni og hnyttni eru engan veginn óalgengir eiginleikar með þjóð vorri, og margan góðan spéfuglinn höfum við átt, — lof sé guði. Jafnvel á þeim timum, þegar tregi og svartsýni hafa verið rikj- andi stefnur i skáldskap, og sá þótti mestur, sem hryggðin þjáði átakanlegast, voru til skáld, sem neituðu að beygja sig undir þræl- dómsok tizkunnar, en ,,kváðu kýminn brag”, og þaö svo hressi- lega, að lengi verður munað. Sem betur fer eru slfkir menn enn til mitt á meðal okkar, þótt ekki verði sagt, að ýkjamikið hafi farið fyrir þeim i bókmennta- heimi þjóðarinnar á liðnum ár- MED GAMANSEMINA AD LEIDARLJÓSI \ Rœtt við Böðvar Guðlaugsson skáld, sem löngu er þjóðkunnur fyrir fyndin skopkvœði í Speglinum og víðar Tlmamynd: Róbert. um. Einn slikur er Böðvar Guð- laugsson kennari, sá er hér verð- ur krafinn sagna og kynntur les- endum Timans, Hann er einn fárra núlifandi Islendinga, sem hafa ort verulega góð gaman- kvæði að staðaldri og til lang- frama, svo að ekki skiptir aðeins árum, heldur áratugum. Nöfnin á Ijóöabókum hans gefa strax nokkra hugmynd um innihaldið: Ein heitir Brosað i kampinn, önn- ur Glott við tönn, — og lesandinn sannfærist fljótt um að hér eru ekki nein rangnefni á ferðinni. Hlunnindi og veðursæld Og þá er það fyrsta spurningin, Böövar: — Ert þú upp runninn I skáld- legu úmhverfi? — Þegar ég var að alast upp i Hrútafirði, var þar mikið af fólki, sem hafði yndi af kveðskap og kunni feiknin öll af ljóðum. En ég man ekki eftir mörgum hagyrð- ingum. Þótt menn kunni að hafa getað kastað fram stöku, og hafi jafnvel gert eitthvað af þvi fyrir sjálfa sig, þá flikuðu þeir þvi ekki. Það var helzt að faðir minn gerði dálitið af sliku, og móðurbróðir minn einn var vel hagorður, og lagði einkum stund á kveðskap I gamansömum tón. — Enumhverfið — landið sjálft — er það nokkuð skáldlegt? — Já, það er nú einmitt þaö sem er, þótt sumum kunni ótrú- legt að þykja. Bernskustöðvar minar, Kolbeinsá i Hrútafirði, er dýrlegur staður, bæði hvað snert- ir landgæði, veðurfar og sjálft út- sýnið. „Rekajarðir’.. . varpeyjar úti hafsauga þar sem þú veður æðardúninn i hné, kona . . .”, sagði Jón Hreggviðsson við konu Arnæusar i tslandsklukkunni. A Kolbeinsá var mikill reki oe mikið æðarvarp á uppvaxtarár- um minum, og það jók enn á fjöl- breytni og fegurð umhverfisins. Eftir að ég kom hingað til Reykjavikur, heyrði ég fólk, sem farið hafði í bilum á milli Akur- eyrar og Reykjavikur tala um, að alltaf væri þoka i Hrútafirðinum* Þetta erhinn mesti misskilningur Auðvitað er stundum þoka þar eins og annars staðar, en þar er lika mikil veðursæld, ekki sizt á vorin og haustin. Þá er þar oft stafalogn og sólskin dag eftir dag, fjörðurinn spegilsléttur út eftir öllu, — og á sllkum dögum er erfitt að hugsa sér dásamlegri stað en Hrútafjörð. A Kolbeinsá var mikil selveiði og hrognkelsaveiði mikil var á næsta bæ við okkur. Eitt sinn var þar lika verulegt útræði, og um það leyti sem ég fer að muna eftir mér var ekki langt siðan það lagðist niður. Þá voru enn uppi- standandi verbúðartóftir i landi Kolbeinsár, þá voru enn á lifi menn, sem höfðu stundað róðra þaðan, og þar hét og heitir enn Búðarvogur. Útreiðar á sumrin, skautaferðir á veturna — En mannlifið, var ekki farið að fækka á bæjum? — Þegar ég man fyrst eftir mér, var útfirið ekki hafið að neinu ráði. Félagslif mátti heita mjög gott I sveitinni, þar var starfandi ungmennafélag, sem hét Harpa, það gekkst fyrir að minnsta kosti einni leiksýningu á hverjum vetri, og fólk lagði mikið á sig til þess. Það kom um langan veg til æfinga. Ungmennafélagið gekkst lika fyrir iþróttanám- skeiði, og ég man, að fenginn var kennari héðan að sunnan, og námskeiðin voru sótt viðs vegar að úr sveitinni. A sumrin var oft valinn einhver sunnudagur, þegar gott var veð- ur, til þess að safnast saman og ferðast á hestum um sveitina. Ekki var þó samin nein sérstök ferðaáætlun, heldur riðið þangað sem hugurinn girntist hverju sinni. Þessar ferðir þóttu ákaf- lega skemmtilegar og nutu mikilla vinsælda, og ég man eftir þeim, þegar ég var barn. — En svo ílentist þú ekki i sveitinni? — Nei, það hófst með þvi að við fluttumst frá Kolbeinsá inn á Borðeyri. — Ég get vel hugsað mér að fólk sem ekur þjóðveginn út með Hrútafirði og horfir yfir til Borðeyrar, þar sem hún situr hinum megin fjarðarins og lætur lltt yfir sér, sýnist hún tilkomu- litill staður, jafnvel ömurlegur. Þetta er þó ekki sem sýnist. Borð- eyri er ákaflega hlýlegur og vin- gjamlegur staður, og þar er fallegt. Þegar ég kom þangað var þar miklu meira um að vera en siðar varð. Þorpið var fjölmenn- ara þá en nú, og þar var félagslff gott, til dæmis voru sýnd þar leik- rit á hverjum vetri. Þetta var löngu áður en simstöðin kom á Brú, og þvi var Borðeyri aðalstöð fyrir stórt svæði. — Og þú segir að það sé ekki ncitt sérlega kalt á Borðeyri? —• Það gátu auðvitað komið mikil frost þar á veturna, en það löstuðu fáir, að minnsta kosti ekki við, unglingarnir, þvi að þá feng- um við skautasvell, miklu stærrO og tilkomumeira en Tjörnina i Reykjavik. Fjörðinn lagði nefni- lega oft, alveg út undir Borðeyri, og það kom meira aö segja fyrir:, að hægt væri að fara á skautum og með sleða langleiðina út að Reykjaskóla. En auðvitað þurfti að kanna vel fyrir sér og fara gætilega, ef svo langt var haldiö. Og hitt var algengt, að hægt væri að fara þvert yfir fjörðinn frá Borðeyri. A þessum árum var Borðeyri mikill verzlunarstaður. Það var ekki aðeins að þangað væri sótt úr sveitunum i kring, heldur líka vestan úr Dalasýslu. Vestur-Hún- vetningar, þeir sem bjuggu í Mið- fjarðardölum, verzluðu á Borð- eyri og ráku sláturfé þangað á haustin, að ekki sé minnzt á þá Húnvetninga,'sem bjuggu handan Hrútafjarðarins. Það var þvi allt- af mikið um að vera á haustin, og yfirleitt var það mesti dýrðartimi fyrir okkur strákana. Við vorum alltaf að sniglast i kringum sláturhúsið og sveitamennina, og þeir okkar, sem voru dálitið komnir á legg fengu þá gjarna eitthvert snatt i kringum þetta at- hafnalif, og það kom sér auðvitað vel fyrir auralitla snáða. Hrynjandi móðurmálsins niðaði i blóðinu — Þá er vist mál til komið að vikja sérstaklega að þér sjálfum. Þú hefur liklega ekki verið gamall, þegar þú fórst að gera vísur? —- Nei, gamall var ég vist ekki, þegar ég byrjaði að hnoða ein- hverju saman. Satt að segja hafa rlmuð orð verið að söngla i kollin- um á mér frá þvi ég man fyrst eftir. Þegar ég var strákur heima á Kolbeinsá, tuldraði ég heila bragði upp úr mér, þegar ég var sendur eftir hestum, eða var af einhverjum öðrum ástæðum einn. Auðvitað voru þessi barnaljóð min ekkert nema rímið — eða lítið annaö — og öll eru þau nú löngu gleymd, sem gerir vist litið til. En þótt skáldskapurinn f þessu væri litill sem enginn, þá sýnir þetta hve rimið og hrynjandi málsins var mér meðfætt. Sjálfsagt hefur hvort tveggja niðað I blóði minu frá fæðingu, þótt ég yrði þess ekki var fyrr en ég var kominn þetta á legg. — En hvenær heldur þú að fyrsti skopbragurinn hafi orðið til hjá þér? — Ég veit varla, en ég held, að það hafi ekki verið fyrr en ég var kominn i Reykjaskóla. Ég man, að ég orti þá grinkvæði um mig og herbergisfélaga mina, en það var mjög bundið stað og stund, og hafði ekki almennt gildi, þótt það félli i góðan jarðveg' i skólanum. Annars konar skopkvæði fór ég ekki að yrkja, fyrr en ég var kom- inn hingað suður. Orti í Spegilinn undir dulnefnum — Manstu hvenær þú lézt þess háttar kveðskap fyrst á þrykk út ganga? — Ekki man ég nú ártalið ná- kvæmlega, en það mun hafa verið um — eða rétt fyrir 1950. Ég man enn, hvernig það atvikaðist og skal gjarna láta þá sögu fljóta hér með. Ég var staddur heima hjá nú- verandi skólameistara Kennara- háskóla Islands, dr. Brodda Jó- hannessyni, en hann var og er mikill ljóðaunnandi. Og ég var að sýna honum einhvern kveðskap eftir mig. Án þess að hafa nokkur orð um, stóð dr. Broddi upp, gekk að simanum, hringdi til Páls heit- ins Skúlasonar og spurði hann formálalaust, hvort ekki vantaði góð gamanskáld að Speglinum. Jú, Páll mun hafa svarað á þá leið, að nóg þörf væri fyrir slikt, og er svo ekki að orölengja það, ao upp úr þessu fór ég að senda Speglinum gamankvæði eftir mig. — Nú hefur þetta auðvitað verið skop um fræga menn.Þorðir þú að birta slfkt undir fullu nafni? — Nei, það gerði ég að sjálf- sögðu ekki, enda var það ekki sið- ur þeirra, sem I Spegilinn skrif- uðu, en auðvitað hafði Páll hjá sér nafn mitt, heimilisfang og sima- númer. — Má ég vera svo nærgöngull að spyrja hvaða nafn eða nöfn þú notaðir? (Og nú spyr ég eingöngu vegna bókm ennta fræðinga framtiðarinnar, sem kynnu að glugga I gömul blöð — frá okkar dögum). —■ Já, ætli ég megi ekki til með að svara þessu, þó ekki væri nema vegna framtiðarinnar, eins og þú segir. Ég má segja, að fyrst I stað notaði ég aðeins upphafs- stafi mfna, það er að segja b g, og hvort tveggja litlir stafir. Seinna kallaði ég mig Dóra, en satt að segja varð ég var við dálitið leiðan misskilning i sambandi við það. Sumir héldu nefnilega að með þessu væri ég að sneiða að Halldóri Kristjánssyni á Kirkju- bóli, en þvi fór viðsfjarri, enda vissi ég ekki nema gott eitt um Halldór og mér hefði aldrei dottið I hug að abbast upp á hann að fyrrabragði á einn né annan hátt. Auk alls annars varð ég svo þess var, að fólk eignaði Unndóri heitnum Jónssyni þennan kveð- skap, og má segja að það hafi verið hálfu verra, að eigna þannig alsaklausum manni minar synd- ir. Seinna tók ég upp gamalt gælu- nafn, sem ég var stundum kallað- ur þegar ég var drengur, og nefndist Baugi. Munu þá vera upp talin þau dulnefni, sem ég notaði á meðan ég orti skopkvæði fyrir Spegilinn. Þegar Spegillinn fór að koma út öðru sinni á sjöunda áratugnum, Þetta mun hafa verið einhver fyrsta keppni islenzkra bridge- spilara erlendis. Þegar heim kom, lét fyrirliðinn þess getið i blaðaviðtali, að þeir hefðu verið mjög óheppnir, að spilari að nafni Benedikt, skyldi ekki geta farið með. — Auðvitað þurfti húmoristinn Böðvar Guölaugs- son ekki meira, en settist niður og orti þetta bráðfyndna kvæði, sem viða hefur flogið, og birtist m.a. i ljóðabók Böðvars, Brosað I kampinn. Hins er skylt að geta, og þarf reyndar ekki að taka fram, að siðan þetta gerðist hafa Islenzk- ir bridge-menn oft náð ágætum árangri i keppni á erlendri grund. orti ég dálftið I hann og kallaðist þá Bragi. „Glott við tönn” — en græskulaust — Hvenær er það svo, sem þú ferð að safna skopkveðlingum þinum saman. Hvenær kom fyrsta bókin? — Fyrsta bók min var nú reyndar ekki neitt skop, þótt undarlegt kunni að þykja. Það mun hafa verið árið 1948, sem bókaútgáfan Norðri gaf út eftir mig litið kver sem heitir Klukkan slær. Siðan liðu mörg ár, llklega ein átta. Þá kom eftir mig bók, sem ég kallaði Brosað i kampinn, og enh, nokkrum árum siðar kom bókin Glott við tönn. Þessar tvær siðasttöldubækurflytja eingöngu gamankvæði, flest frá Spegils-ár- um minum. — Ég man, að þú lézt þess einu sinni getið á prenti, Böðvar, að þér væri ekki i nöp við neinn, þótt þú hefðir misjafnlega miklar mæjtur á mönnum, og þvi væri ekki um persónulegan kala að ræða I skopkvæðum þinum. En kom hitt ekki fyrir, að aðrir menn fengju persónulega andúð á þér fyrir yrkingarnar? — Nei, satt að segja varð ég ekki var við það. Þó mun það hafa komið einu sinni fyrir, að hringt var til Páls, ritstjóra Spegilsins, og hann spuröur, hver þessi mað- ur væri, eiginlega, sem ort hefði tiltekið kvæöi, sem þá hafði ný- lega birzt. Jú, Páll gaf auðvitað upp nafn mitt og simanúmer, en aldrei var hringt til min, og ekki man ég nú lengur hver það var, sem kvartaði. — En manstu ekki efni kvæðis- ins, sem þessum lesanda mislik- aði? — Ekki kann ég nú kvæðið lengur, en i þvi mun hafa veriö fjallað um deilur Morgunblaðsins og Þjóðviljans. Mig minnir ég gera þessi tvö heiðursblöð að tveim kvenmönnum, sem ég lét mætast á förnum vegi og . . . já, íslendingar á bridgemóti |Spilamenn vorir fengu flugu i kollinn, isem fádæmum þótti sæta, í I þeir bjuggu sig uppá og brugðu sér út fyrir pollinn, (á bridgemóti hugðust mæta. Þegar hópurinn kvaddi, varð einhverjum á að spyrja: æfðu þeir nokkuð i vetur? Og til voru þeir, sem töldu ráðlegra að byrja1 með tromphund og Svartapétur. Er þeir komu til Hafnar og fundu frændur og vini tók fyrirliðinn af skarið, mælti á dönsku og brosti i mótmælaskyni: Hann Benedikt gat ekki farið. Þessu næst vér sjáum þá sigurglaða sagnir við hæfi finna. Að sigra heiminn er eins og að spila þr já spaða, (og það spillir engu að vinna). Þeir náðu sem sagt árangri undragóðum, þvi auðvitað má ekki gleyma, að bridgemaður þykir beztur hjá öllum þjóðum sá Benedikt, sem er heima. Svo koma þeir heim, og enginn þvi andmælt getur að i þá sé töluvert spunnið: Með hverju tapinu sáu þeir betur og betur, að Benedikt hefði unnið! Böðvar Guðlaugsson. t Kolbeinsárnesi. Klettarnir nest okkur á myndinnl helta Tjarnarborg- Boröeyri við Hrútafjörö. Sá hluti kauptúnsins, sem sést á þessarl mynd, var alltaf kallaöur Plássiö. Þessi hluti Boröeyrar hét Eyrin. TU hegri á myndinni sést hár staur, sem ber viö loft yfir melinn á bak viö húsin. 1 litla hvlta húsinu, sem staurinn stendur hjá, bjó Böövar Guölaugsson meö foreldrum sfnum á meðan þau áttu heima á Boröeyri. og svo framvegis. En lesandan- um, sem hringdi til Páls ritstjóra, likaði vist ekki þetta kvennataí hjá mér. — Annars er ég nú satt að segja dálitið farinn að gleyma þessu gamni. Dorg á bryggjuhaus, eða lán úr Fiskveiðasjóði — Þaö kom fram hér áöan, aö þfn fyrsta bók hafi ekki veriö skopkvæöi. Hefur þér aldrei dott- iö I hug aö helga þig meira hinum svokallaða alvarlega skáldskap? — O, jú, ekki vil ég alveg sverja fyrir að það hafi hvarflað að mér, og meira að segja hef ég boriö slikt við. Um nokkurt árabil gerði ég talsvert mikið að þvi að yrkja barnakvæði, en að visu urðu þau flest i léttum, jafnvel gamansömum tón. Það kom meira aö segja út eftir mig kver með barnakvæðum eingöngu, og hét sú bók Glatt á hjalla. Hún var myndskreytt með teikningum eft- ir Sigrúnu Guðjónsdóttur listmál- ara. Það er skemmst af þessum myndum að segja, að þær eru framúrskarandi góðar, enda áttu þær áreiöanlega mikinn þátt i þvi að afla bókinni vinsælda hjá ungu kynslóðinni. — Hefur þú þá ekki haldiö áfram aö yrkja barnakvæöi? — Jú, það hef ég gert, enda tel ég þarft verk að yrkja fyrir börn, svo framarlega sem það er sæmi- lega vel gert. Ekki hafa samt komið fleiri barnabækur frá mér, en sum þessara kvæða minna hafa verið flutt i sjónvarpinu, og enn fremur birtust talsvert mörg þeirra i Sunnudagsblaði Timans á meðan Jón Helgason var ritstjóri þess, hann tók kveðskap minum alltaf með hinni mestu vinsemd. — Þú hlýtur að eiga nóg efni I aöra bók barnakvæöa, ef þetta yröi dregiö saman f einn staö? — Ja, já. Hvað magnið snertir yrði það sjálfsagt nóg i bók, en aftur á móti er ég ekkert viss um að útgefendur yrðu mjög ginn- keyptir fyrir framleiðslunni. Til marks um það er eftirfarandi saga: Ekki alls fyrir löngu fór ég með sýnishorn af handriti til þekkts útgefanda, sem hefur gefið út margar ágætar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Útgefandinn fór nú að blaða i handriti minu og rakst þar á kvæði um dreng, sem er alinn upp í sjávarþorpi, og er þar meðal annars á það minnzt, þegar piltur er að dorga á bryggjuhaus, eins og komizt er að oröi ikvæðinu. „Dorga á bryggju- hausnum , , ,” sagði útgefandinn Framhald á bls. 39. íslenzkir rithöfundar íslenzkir rithöfundar Islenzkir rithöfundar Islenzkir rithöfundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.