Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 7

Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 7
•T.’.La.ugaraagtír-£?Vrti&iJl975. tV.^TtMlNN - 7 ,,Espana —75" Enn ein alþjóðasýningin er liðin. Að þessu sinni var hún haldin i Madrid á Spáni. Sýningin var haldin i tveim stærstu sýningarhöllunum i Feria Del Campo, Kristal- höllinni, sem er númer X og höll númer XI. Það fer ekki á milli mála, að þetta var ein með glæsilegri alþjóðasýningum, en skipulagið hafði farið alvarlega úr skorðum um það bil mánuði áður en sýningin hófst og bitnaði það á allri sýningunni. Mikið var um tóma ramma, sumpart vegna þess, að efni komst ekki inn, þar sem pláss sýnenda var skoriö of mikið niður, en lika vegna þess, að ekki tókst að koma upp sýningarefni nógu tfmalega. Þetta lagaðist þó mikið er líða tók á sýninguna. Einn sá hlutur, er mesta at- hygli vakti, var eins og svo oft áður á slikum sýningum tunglpósthús Bandarikjanna. Var þar stöðugur straumur folks að skoða þessa einföldu hluti, sem notaðir voru til að stimpla póst á tunglinu, ásamt bréfi þvl er þar var stimplað. Það, sem virtist vekja mesta athygli, var þó sala tveggja blokka, sem út voru gefnar af tilefni sýningarinnar og eingöngu seldar á sýningarstað — þeim er keyptu aðgöngumiða og aöeins eitt blokkarsett út á hvem aðgöngumiða. Biðraðir við sýningarhöllina urðu ýkju- laust um 5 kilómetra langar, og fyrstu dagana fór fólk að biða klukkan 5 á morgnana til að komast að. Tók biðin við hin fáu sölugöt innanhúss um 3 klukkutima og gafst undir- ritaður upp á að bfða eftir að fá að kaupa þessar blokkir á sýningarstað. Eftir sýninguna var svo óselt upplag eyðilagt. Mesta athygli einstakra frimerkja á sýningunni vakti frimerkið frá Brezku Guineu, en af þvi er aðeins eitt eintak til i heiminum. Frá íslandi voru aðeins tvö söfn á sýningunni, og voru þau einu söfnin frá einstaklingum er kynntu ísland, en auk þess var svo sýningarefni frá islenzku Póststjórninni, sem tók sig ágætlega út i hinni opinberu deild. Einstaklinga-söfnin voru aftur á móti illa staðsett, innst á efstu hæð I höll X og urðu vist ekki á vegi margra. Þaö, sem þvi miður einkenndi sýningunna allt of mikið var kaupskapur. Við talningu á öðrum degi sýningarinnar, voru um 60 manns að skoða sjálft sýningarefnið á 3 hæðum i höll X, á meöan þúsundir voru að biða við sölulúgurog iverzlana- deildinni. Hátt á annaðhundrað þúsund manns sóttu sýninguna. En mikið má Suðurevrópu- þjóöum fara fram i skipulagi, ef svona lagað á ekki að endurtaka sig. Sigurður H. Þorsteinsson.' Biðraðir náðu lengra en myndavélin dró. EYJOLFSSONAR Smiðjuvegi 9 Kópavogi sími 43577 Klæðaskápur frá okkur er lausnin... Tunglpósthús Bandarikjanna i glerkúlu var ákaft skoðað. SPr,NG DYNUR KM-springdýnur Framleiðum nýjar springdýn- ur, einnig eins og ' tveggja manna rúm. — Gerum við notaðar springdýnur sam- dægurs. Helluhrauni 20 Opið til 7 alla Hafnarfirði virka daga. Sími 5-30-44 A Vinnuskóli Kópavogs Vinnuskóli Kópavogs verður starfræktur i sumar fyrir unglinga sem fæddir eru 1960 og 1961. Innritun i vinnuskólann fer fram 21. og 22. maikl. 10-12 og 13-15 að Álfhólsvegi 32 (11. hæð). óskað er eftir þvi að umsækjendur hafi með sér nafnskirteini. Allar nánari upplýsingar gefnar i sima 4-15-70. Félagsstofnun Kópavogs Hægt er að fá skápana óspónlagða, tilbúna að bæsa eða mála ...og vandfundnir eru hentugri klæðaskápar hvað sainsetningu og aðra góða eiginleika varðar. Litmyndabæklingur um flestar gerðir klæðaskápa, samsetningu, stærðir, efni og verð ásamt öðrum upplýsingum. Allar gerðir klæðaskápa eru til í teak, gullálmi og eik. Vinsamlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn um klæðaskápana. Nafn: Skrifið me8 prentslölum í Heimilisfang:. J Husgagnaverslun Axels Eyjóllssonar, SmiSjUvegi 9, Kópavogi. |

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.