Tíminn - 17.05.1975, Síða 16

Tíminn - 17.05.1975, Síða 16
16 TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings: Farsælt er að sníða sér stakk eftir vexti og miða framkvæmdir við getu og búa sem mest að sínu 295 mél voru tekin fyrir á þinginu Þinglausnir fóru fram i gær. í yfirliti um störf þingsins, sem As- geir Bjarnason, forseti samein- aðs þings flutti, upplýsti hann, að alls hefðu 295 mál verið tekin til meðferðar á þessu þingi, en þing- fundir voru 272 samanlagt i öllum deildum. 149 frumvörp voru lögð fyrir. 75 lagafrumvörp voru af- greidd sem lög, 59 stjórnarfrum- vörp og 16 þingmannafrumvörp. Þingsályktunartillögur voru 93. Er forseti sameinaðs þings hafði gefið yfirlit um störf þings- ins sagði hann: Það yfirlit, sem ég hef nú lesið, sýnir, að mörg mál hafa legið fyrir þessu þingi, þótt nú sem jafnan áður hafi þau ekki öll hlot- ið endanlega afgreiðslu. Þegar i byrjun þessa þings var það ljóst, að vandamálin, sem við var að fást, voru mörg og marg- þætt og þvi eðlilegt að það tæki tima fyrir alþingismenn að kynna sér þau, áður en til endanlegrar afgreiðslu kæmi. Þegar litið er á lagasetningu þessa þings þá ber hún glöggt vitni þess, að vandamálin, sem við var að etja, voru á sviði efna- hagsmála. Við höfum I nokkur ár að undanförnu búið við góöæri til lands og sjávar og notið hag- stæðra viðskiptakjara við erlend- ar þjóðhr, þar til á s.l. ári að inn- flutningsvörur okkar hækkuðu ört i verði, jafnframt þvi sem útflutn- ingsvörur okkar lækkuðu i verði. Verðsveiflur þessar hafa komið sér illa fyrir marga, skert llfs- kjör, aukið verðbólgu, valdið vinnudeilum og stöðvun atvinnu- fyrirtækja, eins og nú er með tog- arana. Framtíðin i þessum efnum er óljós. Sumum finnst ef til vill, að Alþingi sé svifaseint, þegar ráða þarf bót á vandamálum sem þessum. En vel hefur það mörg- um reynst að kunna fótum sínum forráð. Þótt lagasetning þingsins mót- ist aðallega af aðsteðjandi vanda- málum og beri þess vott að var- lega sé i framkvæmdir farið, þá er hitt jafn ljóst, að Alþingi og rikisstjórn eru stórhuga I ailri. lagasetningu. — Þar vil ég minna á virkjun fossaaflsins og hveraorkunnar að þvl ógleymdu, að einhugur stendur á bak við landgræðsluna og útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 mílur. Það er sagt, að „margs þarf búið með.” Það hefur heldur ekki gleymst að skyggnast sem viðast og sjá um að halda vel I horfinu. — Það er öllum hollt að hafa það I huga að farsælt er að sniða sér stakk eftir vexti, miða fram- kvæmdir við getu og búa sem mest að sinu eigin á sem flestum sviðum. Það hefur I vetur komið fram ó- venjuleg óg mikil gagnrýni á Al- þingi og alþingismenn og launa- kjör þeirra. Þó er það svo, að I engu hefur verið breytt frá þeim lögum og reglum, sem störf þingsins og launakjör þingmanna hafa byggzt á, en þau eru I meginatriðum eins og laun opin- berra starfsmanna. Aratugahefð hefur ráðið nú sem áður, þar sem lagabókstafurinn nær ekki til. Hver er tilgangurinn? Hvað á að byggja upp, þegar búið er að brjóta niður? Það er hverjum og einum hollt að hugleiða þessi mál og minnast þess, að I upphafi skal endirinn skoða. Ef ég hef eitthvað með stjórn Alþingis að gera framvegis, mun ég leita eftir þvi við hv. þing- menn, hverju þeir vilja breyta I starfsháttum Alþingis og reyna að ná samkomulagi um þau mál, þvi það er þeirra að ráða fram úr þvi, sem þeim sjálfum finnst að betur megi fara. Þetta þing hefur verið anna- samt og ekki sízt slðustu vikurn- ar, en það er ekki nýtt, svo hefur það jafnan verið. Ég þakka hæstvirtri ríkisstjórn og háttvirtum alþingismönnum, skrifstofustjóra og starfsfólki Al- þingis umburðarlyndi I minn garð en jafnframt þakka ég ánægju- legt samstarf. Sérstakar þakkir færiég varaforsetum, sem jafnan hafa fúslega veitt mér hina beztu aðstoð. Ég þakka skrifurum þingsins kostgæfni i störfum og skrifstofustjóra og öllu starfsfólki Alþingis fyrir mikið og gott starf. Að lokum óska ég háttv. þm. góðrar heimferðar og heimkomu og læt I ljósi þá von, að öll megum við heil hittast hér á næsta hausti. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar. Löggjöf um ísl. staf setningu ALÞINGI felur rlkisstjórninni að undirbúa löggjöf um Islenzka stafsetningu. Þannig hljóðar þingsályktunar- tillaga, sem samþykkt var I sam- einuðu þingi slðasta daginn sem þingið sat, og urðu að venju all- fjörugar umræður, þegar Z-una bar þar á góma. Sverrir Her- mannsson sagði, að þótt nýja- brumsmenn vildu breyta staf- setningu, myndi það sannarlega ekki takast, og baráttunni um z-una og stóran og lltinn staf yrði haldið áfram, þótt það tæki ára- tugi að endurheimta z-una. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra kvað nauð- synlegt að setja löggjöf um staf- setningu, en taldi ekki viturlegt að alþingi færi að setja ritreglur né semja setningarfræöi. Gylfi Þ. Gislason kvaðst fagna þvi, að vilji væri fyrir hendi á þingi til að setja löggjöf um þetta efni. Sagði hann það vera ófremd- arástand, að menntamálaráð- herra gæti með einfaldri auglýs- ingu ákveðið hver skuli vera rétt stafsetning. Gylfi taldi eðlilegt, að stafsetningin, sem var I gildi á árunum 1929-’74, væri I gildi þar til lögin um stafsetninguna verða sett. Magnús Torfi Ólafsson tók til máls og stytti þingmönnum stundirnar með skemmtisögu um bernskubrek Sverris Hermanns- sonar. Siðan var tillagan sam- þykkt með 33 atkv. gegn 6. Jómfrúræða Guðrúnar Benediktsdóffur: Fasteignasalar græða 220-280 miilj. kr. á ári GUÐRCN Benediktsdóttir (F) hélt jómfrúræöu sina á fundi sameinaðs þings I gær. Hún fjall- aði um þingsályktunartillögu, sem hún lagði fram ásamt Inga Tryggvasyni (F), um fasteigna- miðlun rikisins. Guðrún sagði: „Eins og kunn- ugt er, þá búa flestir íslendingar I eigin húsnæði, og er venjan sú, að fjölskyldur byrja gjarna smátt, en stækka við sig, þegar efni og ástæður leyfa. Þannig er ekki óal- gengt, að fjölskyldur skipti um Ibúð á 5-10 ára fresti fyrstu 15-20 ár búskapar. Milliliðakostnaður sá, er fylgir fasteignasölu, nemur 2% af verði eignarinnar, en það eru 100 þús. kr. fyrir hverja 5 millj. kr. eign. Þegar hugsað er til þess, að greiða þarf rífleg mánaðarlaun fyrir hverja sllka sölu, hlýtur mönnum að ofbjóða og koma I hug, hvort ekki megi spara. I Reykjavlk og nágrenni eru skráðar samkvæmt símaskrá a.m.k. á milli 40 og 50 fasteigna- sölur. Fjöldi þeirra bendir til að atvinnuvegur þessi þyki arðvæn- legur. Arið 1973 var I Reykjavík einni þinglýst 2209 afsölum fyrir fast- eignum, og árið 1974 voru þær 2303. Sé miðað við aö meðalverð sé 5-6 millj. kr. fyrir hverja eign, þá er um að ræöa sölu fyrir um 11-14 millj. kr. á hverju ári, miðað við núgildandi verðlag. Af þessari upphæð renna 2%, eða um 220-280 millj. kr., I vasa fasteignasal- anna. Er augljóst, að þetta eitt út af fyrir sig hlýtur að vera verð- bólguhvati. Með tillögu þessari er gert ráð fyrir aðúmrædd þjónusta á veg- um rlkisins verði ókeypis eða seld á kostnaðarverði. Mætti ef til vill hugsa sér að ná rekstrarkostnað- inum með hækkun þinglýsingar- gjalda. Með þvl að tengja skrifstofu þessa Húsnæðismálastofnun rlk- isins, er hægt að hafa auðveldan aögang að mati ibúða, byggingar- tlma, teikningum o.fl. viðvikjandi hverri eign. Ekki þarf getum að þvl að leiða, hver þægindi og sparnaður tima og fyrirhöfn það er fyrir almenn- ing að eiga kost á allri þjónustu varðandi fasteignaviðskipti á einni og sömu skrifstofunni, — að ekki sé minnzt á þann gifurlega sparnað, sem þessi stofnun kæmi til með að veita. Herra forseti. Mér þykir vænt um að hafa fengið tækifæri á þessum nauma tlma, sem eftir er þings, til að flytja þetta mál. Það varðar ekki einungis hag almenn- ings, sem á I fasteignaviðskipt- um, heldur einnig þjóðarhag varðandi verðbólguvandann o.fl. Yrði vel, ef þessu máli yrði fylgt fast eftir á Alþingi á hausti kom- anda, þannig að þetta þjóðhags- munamál næði sem fyrst fram aö ganga til velfarnaðar landsbú- um.” Málinu var vlsað til allsherjar- nefndar. 1 I Vegaáætlunin samþykkt: Framkvæmdir hefjast við brúargerð yfir Borgarfjörð Stórfelldasta samgöngubót sem gerð hefur verið á Vesturlandi, segir Halldór E. Sigurðsson, samgöngumálardðherra VEGAAÆTLUN var samþykkt á alþingi I gær. Er þar kveðið á um vegaframkvæmdir og brúargerð á næstu tveim árum. Er áætlunin mjög viðamikil og engin leið að gera henni skil hér I blaðinu fyrr en síðar. En eftir að málið var af- greitt frá alþingi hafði Tlminn tal af Halldóri E. Sigurðssyni, sam- göngumálaráðherra og innti hann eftir þvi hver væru helztu verk- efnin á þessari áætlun, sem nær til ársins 1977. — Til þeirrar vegaáætlunar, sem nú er búið að afgreiða frá alþingi, sagði samgöngumálaráð- herra, er varið meira fé I krónu- tölu en áður hefur verið samþykkt til vegagerðar hér á landi áður, þótt það nái ekki þvi fram- kvæmdamagni, sem áætlunin gerði ráð fyrir 1972, sem var það mesta að þvl leyti sem samþykkt hefur verið. — Það nýmæli er I þessari vegaáætlun, að nú er þvl fé, sem veitt er til viðhalds skipt milli vetrar- og sumarviðhalds. En til þessa þáttar er varið yfir mill- jarði króna. Þá er og eins miðað við það, I samræmi viö breytingu þá sem gerð var á vegalögunum á þing- inu, að framlag til sýsluvega er meira en tvöfaldað og framlag til vega I þéttbýli hækkað um meira en 100 millj. kr, eða úr 184 millj. I 285 millj. kr. — Stærsta verkefnið á þessari vegaáætlun er brúargerðin yfir Borgarfjörð, sem hafin verður á þessu ári og er gert ráð fyrir að brúarbyggingin sjálf muni fara fram á þessu og næsta ári. Er röskum 500 millj. kr. varið til framkvæmdanna á þessum tveim árum. — Þá er ennfremur gert ráð fyrir því, að á tlmabilinu verði lokið við að gera göng gegnum Oddsskarð og stórt átak verður gert við veginn yfir Fjarðarheiði, þannig, að hann verði fær nær allt árið. Þá er og haldið áfram með vegagerð á söndunum sunnan jökla með vegagerð á Mýrdals- sandi og Breiðamerkursandi. Þess má einnig geta, að á þessu ári er reiknað með, aö lokið verði við rannsóknir og hönnun brúar á ölfusá hjá Óseyrarnesi. Nokkru fé er varið til að undir- búa og ganga frá varanlegri vegagerð hjá Akureyri og sömu- leiðis hjá Blönduósi. Hve löng verður brúin yfir Borgarfjörð? — Sjálf brúin verður 500 metr- ar, og má segja, að þessi fram- kvæmd sé framhald af stórað- gerðum I samgöngumálum, sem likja má við brúargerðina á Skeiðarársandi og er reyndar á sama veginum, það er hringveg- inum. Með brúnni yfir Borgar- fjörð styttist leiðin til Vesturlands um 30 km og norður um 10 km. — Það var 30. mal 1948, sem ég fékk fyrst afgreidda þingsálykt- unartillögu um rannsókn á þess- umframkvæmdum.Númá segja, að með afgreiðslu vegaáætlunar- innar sé verkið hafið. Að vlsu hefur verið unnið að undirbúningi s.l. tvö ár og er þetta fyrsta brúin, sem gert hefur verið nákvæmt likan af og dregnir af því hagnýtir lærdómar til sjálfrar mann- virkjagerðarinnar.. Undirbúningi og rannsókn er lokið og málið komiðáframkvæmdastig. Verður þetta stórfelldasta samgöngumót sem gerð hefur verið á Vestur- Guörún Benediktsdóttir og Halldór E. Sigurösson kveöjast eftir að þingi var slitið i gær

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.