Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 19
Laugardagur 17. mai 1975.
TÍMINN
19
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábin.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiöslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verö i lausa-
sölu kr. 40.00. Askriftargjaid kr. 600.0Ó á mánuði.
Blaöaprent h.f.
v______________________________________________J
Störf Alþingis
Störf Alþingis hafa að þessu sinni einkennzt fyrst
og fremst af þeirri efnahagskreppu, sem veldur
atvinnuleysi og verðbólgu viða um lönd, og þyngst
bitnar á þjóðum, sem hafa mikil utanrikisviðskipti
eins og íslendingar. óviða hafa viðskiptakjörin
versnað meira en hjá íslendingum, þar sem ann-
ars vegar eru miklar verðhækkanir á innflutnings-
vörum, en hins vegar veruleg verðlækkun á mörg-
um mikilvægum útflutningsvörum. Hjá flestum
þjóðumhéfur þessi öfugþróun viðskiptakjaranna
leitt til mikils atvinnuleysis, auk meiri og minni
kjaraskerðingar. Hér hefur tekizt að afstýra at-
vinnuleysinu og má telja það mikilvægasta árang-
ur af stefnu rikisstjórnarinnar og meirihluta al-
þingis. Vissulega er þar um árangur að ræða, sem
vert er að meta og þakka.
Segja má, að afskipti Alþingis af efnahagsmál-
um hafi einkum beinzt að þrennu. 1 fyrsta lagi að
forðast samdrátt, sem gæti leitt til atvinnuleysis. I
öðru lagi að mæta kjaraskerðingunni, sem hlýzt af
versnandi viðskiptakjörum, með þvi að bæta eink-
um hlut þeirra, sem verst eru settir. Ekkert þing
hefur sennilega gert meira i þá átt að jafna kjörin
á þann hátt að bæta einkum hlut þeirra lægstlaun-
uðu en það þing, sem lauk störfum i gær. Þvi mið-
ur var önnur stefna uppi, þegar kjarasamningarn-
ir voru gerðir á fyrra ári, en þá var mest aukinn
hlutur þeirra, sem höfðu mesta getuna. Þvi miður
átti verkalýðshreyfingin sinn þátt i þvi, að svo fór.
1 þriðja lagi hefur svo þingið reynt að stuðla að þvi,
að heldur dragi úr ofþenslu og hamlað verði gegn
verðbólgunni á þann hátt.
Að sjálfsögðu verður ekki dæmt á þessu stigi
endanlega um störf þingsins. Það á eftir að koma
fram, hvort þau bera tilætlaðan árangur. Það er
þó óumdeilanlegt, að til þessa hefur verið tryggð
næg atvinna um land allt. Nú eru hins vegar blikur
á lofti, sem geta bent til þess, að atvinnuleysið sé
að halda innreið sina. Þvi valda skæruverkföllin,
sem geta leitt til atvinnuleysis margfalt fleiri
manna en þeirra, sem taka þátt i þeim. Skæru-
verkföllin eru þannig ekki aðeins hættuleg at-
vinnuörygginu, heldur eru þau sennilega engum
hættulegri en sjálfri verkalýðshreyfingunni. Þau
koma i veg fyrir, að hún hafi tök á að gera heildar-
samninga og marka raunhæfa og heilbrigða stefnu
i kjaramálum. Verkalýðshreyfing, sem er i eins
konar upplausn, getur ekki haldið á málum um-
bjóðanda sinna á ábyrgan og farsælan hátt.
Þrátt fyrir vaxandi efnahagserfiðleika á flestum
sviðum, hefur Alþingi reynt að tryggja með ýms-
um hætti áframhald þeirrar byggðastefnu, sem
hafin var i tið rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar.
Það ákvað nýjar framkvæmdir i orkumálum og
það stórefldi byggðasjóð. 1 umræðum, sem fóru
fram i sameinuðu þingi i fyrradag um Fram-
kvæmdastofnunina, upplýsti Tómas Árnason m.a.,
að samkvæmt þeim lagaákvæðum, sem giltu um
byggðasjóð á árinu 1974, myndi sjóðurinn ekki
hafa getað lánað af eigin fé á þessu ári nema 330
millj. króna. Með þeirri ákvörðun að láta framlag
rikissjóðs til Byggðasjóðs nema 2% af útgjöldum
af f járlögum, mun Byggðasjóður geta lánað af eig-
in fé á þessu ári um 1020 millj. króna. Þetta er
vissulega mikill áfangi i byggðamálum.
Arrigo Levi, Newsweek:
Evrópumenn minnast
þrítugs friðar
Sitthvað veitir bjartsýni
30 AR eru liðin siöan aö
lýðræðiö vann sigur á
fasismanum og
Vestur-Evrópumenn minnast
þessa sigurs. Hátiðahöld I
þessu tilefni hófust 25. april á
Italiu. Þann dag árið 1945 ráku
skæruliðar Þjóðverja á burt úr
flestum stórborgum á
Norður-ítaliu, en skæruliðar
höfðu þá barizt samfleytt I
hálft annað ár og mannfallið
var orðið 60 þús. manns. Þetta
gerðist rétt áöur en herir
Bandamanna komu á vett-
vang. I byrjun mai réði Hitler
sér bana og hinir illræmdu
SS-menn drápu skömmu
seinna i fangabúðum siðustu
fulltrúa andspyrnu-
hreyfingarinnar i Þýzkalandi.
Svo rann upp dagurinn 8. mai
1945 og þá lauk mannskæðustu
styrjöld, sem sögur greina frá.
Arið 1945 þorði enginn að
segja, ekki einu sinni i fyrstu
sigurvimunni, að Bandamenn
hefðu sigrað i styrjöld, sem
bindi endi á allar styrjaldir,
eins og fullyrt var árið 1918.
Enda fundust þeir staðir, þar
sem blóðsúthellingar héldu
áfram allt til þessa tima, og
nægir að nefna Indóklna i þvi
sambandi. Hver áreksturinn
hefir rekið annan viös vegar
um heim undangengna þrjá
áratugi. Evrópumenn minnast
meira að segja tveggja
innrása Sovétmenna I ná-
grannariki, eða Ungverjaland
árið 1956 og Tékkóslóvakiu
árið 1968. En þrátt fyrir þetta
verður að viðurkenna, aö
Evrópumenn hafi notiö meiri
friöar undangengin þrjátiu ár
en þeir hafa áður búið við.
FLESTIR væru reiðubúnir
að bæta þvi við, að innbyrðis
styrjöld I Evrópu sé oröin
óhugsandi, að minnsta kosti i
Vestur-Evrópu. Og vera má
að svo sé. En hvergi eru þó
saman komin önnur eins
kynstur vopna sem á megin-
landi Evrópu, bæði venjulegra
vopna og kjarnorkuvopna.
Gæti þá til þess komið, aö til
þeirra yrði gripið?
Að undanförnu hafa
leiðtogar Kinverja, þar á
meöal Ho-Ying aðstoðarutan-
rikisráðherra, fullyrt við vest-
ræna blaöamenn, að næsta
styrjöld veröi háð I Evrópu, en
ekki I Kina. Þeir vekja athygli
á þvi, að meginhluta sovézka
hersins sé beint i vestur en ei
I austur, og fullyrða ennfrem-
ur, aö Sovétmenn hyggi á
innrás I Evrópu, ef til vill fyrr
en varir. Mao Tse-tung hefir
látið svo um mælt við einn
utanrikisráðherra frá
Evrópu að minnsta kosti, að
vissara sé fyrir
Vestur-E vrópumenn aö
standa fast við hlið Banda-
rikjamanna ef þeim sé um-
hugað um að forðast ófarir.
ER þessi háski þá raunveru-
legur? Eða eru Kínverjar aö-
eins að reyna að stuðla aö þvi,
aö Rússar haldi áfram að
beina herafla sinum og stjórn-
málametnaði að Evrópu?
Sú viðleitni væri i hæsta
máta skiljanleg, þegar þannig
stendur á, að Sovétmenn eru I
þann veginn að loka hring um
Kina með aðstoð bandamanna
sinna I kjölfar þess, að Banda-
rikjamenn hverfa á braut frá
meginlandi Asiu.
Fáir Vestur-Evrópumenn
munu taka aðvörun Kinverja i
alvöru. Nokkrir virtir sér-
fræðingar i Evrópu og Banda-
rikjunum eru þó samdóma
Kinverjum i þvi efni, að áhugi
Rússa á útfærslu beinist fyrst
og fremst að Evrópu. Sovét-
menn hafa ritað mikið um al-
menna kreppu á Vesturlönd-
um. Hugmyndasérfræðingur-
inn Boris Ponomarev hefir til
dæmis skrifað langa grein um
þetta efni. Þessi skrif virðast
benda til þess, að Rússar geri
sér þess grein, að ástand mála
á Vesturlöndum veiti þeim og
kommúnistum hentugt
tækifæri til þess að færa út
kviarnar.
ROSSAR virðast lita svo á --
eða kunna senn aö lita s'vo á ef
annað ásannast ekki — að
Evrópa sé ekki framar „fast
mótað svæði”, þar sem austur
sé austur og vestur sé vestur,
og mörkin i milli séu
óbreytanleg. Þeir eru að
minnsta kosti sannfræðir um,
að kommúnistum geti orðið
nokkuð ágengt I stjórnmálum i
hinum „óstöðugu” rikjum i
Suður-Evrópu, svo sem
Portúgal, Grikklandi, Spáni,
Frakklandi og Italiu. Ýmis-
legtbendir til „bjartari” tima
I augum Sovétmanna. Má þar
nefna framvinduna aö undan-
förnu i Portúgal, hve litlu
munaöi að Mitterand tækist
með aðstoð kommúnista að
sigra i siðustu forsetakosning-
um i Frakklandi, og aö lokum
hina áköfu baráttu Itölsku
kommúnistanna fyrir
stjórnarsamstarfi með Kristi-
lega demókrataflokknum.
Hitt er svo annað mál, að
Sovétmönnum flýgur ekki I
hug að flýta fyrir ávinningi
sinum i Evrópu með þvi að
beita herafli eins og Kinverjar
vilja halda fram. Þeir munu
þvert á móti kappkosta bætta
sambúðarhætti viö Bandarik-
in til þess að stuðla að brottför
bandarisks herafla frá
Evrópu.
VITANLEGA hafa Evrópu-
menn áður fundiö til öryggis-
leysis undangengna þrjá ára-
tugi. Aldalöng saga styrjalda
torveldar þeim að trúa þvi, að
friöurinn standi að eilifu.
Vist er rétt og satt, aö
Evrópumönnum hefir aldrei
vegnað jafn vel og nú. Löndin
eru fögur og fjölbreytileg,
tiltölulega auðug og borgirnar
mannmargar og glæstar. At-
vinnulif ibúanna stendur með
miklum blóma eftir þrjátiu
ára frið. Astandið I álfunni
sýnir einmitt svart á hvitu,
hverju má koma til leiöar með
virkri samvinnu þeirra, sem
áður voru óvinir.
En hversu lengi mun þetta
vara? Er stjórnmálasundrung
Vestur-Evrópu ekki helzt til
mikil og ibúarnir of óákveðnir
i viðleitni sinni til varna unn-
um afrekum.og fengnu frelsi?
VITANLEGA má benda á
margt, sem mæli gegn þessum
grun og sefi efasemdirnar.
Ekkert sérstakt bendir til
verulega aukinnar ágengni af
hálfu Moskvumanna. Hitt
iiggur i augum uppi, að fjár-
magnsstraumur er striðari og
viðskipti meiri en nokkru sinni
fyrr milli Austur-Evrópu og
Vesturlanda, og þetta bætir
sýnilega úr brvnni þörf Sovét-
manna.
Það er einnig augljós og
áþreifanleg staðreynd, að
mikill vigbúnaður er enn i
Miö-Evrópu. Hvi skyldu hinir
gætnu leiðtogar Sovétmanna
hætta á vafas'ama árás?
Skuldbindingar Bandarikjá-
manna I Evrópu eru hvergi
nærri úr sögunni. Þeir virðast
jafnvel hafa meiri áhuga á
tengslum sinum við Evrópu-
menn en þeir höfðu áöur en
Vietnamstyrjöldinni lauk, likt
og þeir þurfi að sannfæra sig
um aðra fótfestu.
STJÓRNMÁLAFRAMVIND-
AN gefur einnig nokkra átyllu
til bjartsýni. Stjórnmálaþró-
unin i Portúgal bendir meira
að segja til þess að „stundar-
áhuginn” i Evrópu beinist
fremur að lýðræði en einræði.
„Sögulegt samkomulag” er
ekki fyrirsjáanlegt á Italiu,
hvað þá komið I kring. Stjórn-
málaþróunin þar og i Frakk-
landi bendir alls ekki til hruns
lýðræðisins. Ýmislegt hefir aö
visu fariö úrskeiðis i Evrópu
að undanförnu, en félagslegt
stjórnleysi hefir hvergi rutt
sér til rúms i kjölfar
kreppuástands, enda viröast
batahorfur teknar að aukast.
öryggiskenndin væri þó
ólikt meiri ef viðleitnin til
stjórnmálaeiningar heföi leitt
til einhvers árangurs.
Evrópumenn biða þess milli
vonar og ótta, hvort Bretar
.ákveða að halda áfram aðild
að Efnahagsbandalaginu eða
ekki.
Ef óvissan rikir mjög lengi
kynnu unnin afrek eins og
stofnun Efnahagsbanda-
lagsins jafnvel að glatast. Ný
og ákveðin viöleitni til
einingar getur sannfært hina
máttugu nágranna Evrópu-
manna betur en nokkuð annað
um það, að friður sé öllum
fyrir beztu.
Þ.Þ.