Tíminn - 17.05.1975, Síða 28

Tíminn - 17.05.1975, Síða 28
28 TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. ' PlflTttt'I Japönsku Sanso vatnsdælurnar komnar aftur í tveim stærð- um. Hentugar fyrir sumar- bústaði og bændabýli. Pantanir óskast sóttar strax. Globusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Menntamálaráðuneytið, 15. mai 1975. Styrkur til hóskóla- nóms í Belgíu Belgiska menntamálaráöuneytiö býöur fram styrk handa islendingi til háskólanáms i Belgiu háskólaáriö 1975-’76. Styrkurinn er ætlaöur til framhaldsnáms eöa rannsókna aö loknu prófi frá háskóla eöa listaskóla. Styrktímabiliö er 10 mánuöir frá 1. október aö telja og styrkfjárhæðin er 8.000 belgiskir frankar á mánuöi, auk þess sem styrkþegi fær sérstakan styrk til bóka- kaupa. Styrkurinn gildir eingöngu til náms viö háskóla þar sem hollenzka er kennslumál. Umsóknum um styrk þennan skai komiö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 5. júnl n.k. Meö umsókn skal fylgja æviágrip, greinargerö um fyrir- hugaö nám eöa rannsóknir, staöfest afrit próf- skírteina, heilbrigöisvottorö og tvær vegabréfsljós- myndir. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráöuneyt- inu. r>Ö Sveinn Björnsson, listmólari með stórsýningu á Kjarvalsstöðum Á laugardag opnar Sveinn Björnsson listmálari málverka- sýningu aö Kjarvalsstööum, þar sem hann sýnir um 87 málverk. Sveinn Björnsson er fimmtugur að aldri og hefur haldið fjölda málverkasýninga, bæöi hérlendis og erlendis, en fyrst sýndi Sveinn árið 1954. I samtali viö Tlmann sagöi Sveinn, aö þetta væru yfirleitt stærri myndir er hann sýndi og flestar nýjar. Þær stærstu eru um sex fermetrar. Auk þess eru fá- einar af eldri myndum Sveins á sýningunni. Myndir Sveins Björnssonar eru yfirleitt frá sjávarslöunni, og af sjó og sjómennsku, en hann er einkum kunnur fyrir sllkar myndir, en auk þess eru þarna „fantaslur”. Sýningin veröur opin 110 daga á venjulegum safntlma, en þó IMIVICO Slereo og 4ra rása tæki frá leiötoganum JVC NIVICO Japan Victor Company, tæknifrömuði japanskra hljómtækja. m s% U.S. PATtNT No. 3566294 Arn Faco Hliómdeild Láugavegi 89 sími 13008 veröur opiö á mánudaginn, annan I hvltasunnu. — Þetta er ekki nein afmælis- sýning, síður en svo sagöi Sveinn okkur, heldur afrakstur af vinnu minni undanfarna mánuði og ár. Myndirnar eru ekki málaðar I tilefni af aldri, heldur af tilefni af einhverju nýju þreki. Ég hefi mjög rlka þörf til aö mála og er sýningin til oröin I framhaldi af þvi. Það er rétt, myndirnar eru óvenju stórar, en mótívið er lika stórt.sjór, menn og himinn. Slíkar myndir hafa tilhneigingu til þess aö verða stórar. JG. Fáorð símskeyti dýrari — margorð ódýrari Milli CEPT-landa (landa i Evrópusambandi Pósts og sima) hefur náöst samkomulag um breytingu á gjöldum fyrir sim- skeyti. Þessi breyting er I þvi fólgin, aö fast gjald fyrir hvert simskeyti hækkar verulega, en á móti kemur mikil iækkun á gjald fyrir orö. Gjald fyrir 20 orða skeyti veröur þaö sama bæöi samkvæmt gömlu og nýju reglun- um. Skeyti meö færri oröum en 20 veröa dýrari, en skeyti meö fleiri oröum en 20 veröa ódýrari sam- kvæmt nýju reglunum, og vex mismunurinn meö lengd skeyt- anna. Skýrslur yfir slmskeyti til og frá útlöndum fyrir árið 1974 sýna, aö meðallengd simskeytanna tií útlanda var 26 orö, en frá útlönd- um 28 orð. Nýju skeytagjöldin eru fasta- gjald kr. 390 og gjald fyrir hvert orö kr. 12 til Færeyja, kr. 17 til Englands og kr. 21 til annarra CEPT-landa, en þau eru Austur- rlki, Belgía, Dankörk, (Græn- land), Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, ítalía, Júgóslavia, Kýpur, Lie- chtenstein, Malta, Mónakó, Nor- egur, Luxembourg, Portúgal, San Marino, Spánn, Sviss, Svíþjóð, V- Þýzkaland, Tyrkland og Vatikan- iö. Skeytagjöld til annarra landa veröa óbreytt. Nýju skeytagjöldin taka gildi 15. maí 1975. Fyrirlestur um Findhorn samfélagið A hvitasunnudag halda Michael Lindfield og Dobinka Popov frá Findhorn Foundation á Noröur- Skotlandi fyrirlestur meö skuggamyndum um þetta nútima samfélag á fundi hjá mannúðar- sálfræöifélaginu, SÍM. Fyrirlesturinn verður kl. 3 e.h. i Norræna húsinu og er öllum heimill aögangur. Fyrirlesararn- ir mæla á ensku. Findhorn samfélagiö hefur vaxiö frá þvi aö vera sex manna hópur yfir iaö vera um 200 manna samfélag á 12 árum. Hefur þaö vakið athygli fyrir margháttaða nýsköpun I menningarmálum, þ.á.m. tilraunaháskóla, þar sem hugrænum, andlegum og listræn- um hæfileikum nemenda er þjalf- un gefin. Fólk viös vegar að úr heiminum sækir skóla þennan. Eitt athyglisverðasta einkenni Findhorn samfélagsins, sálfræði- iega séö, er hin árangursrika hagnýting þeirra á hópefli til þess aö auövelda samfélagslegt starf og samskipti. Póstmenn óónægðir með skipulagsmól Aðalfundur Póstmannafélags Islands, sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti að vita þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru við setningu reglugerðar frá 20.12. 1974 um skipulagsmál hjá Pósti og slma og telur fundurinn að með slíkum vinnubrögðum sé veriö aö ögra til átaka. Þó illa hafi tiltekizt I upphafi af hálfu valdhafa um þessi mál, þá skorar P.F.l. á samgönguráð- herra að framhaldsákvarðanir verði ekki teknar nema .i fullu samráði við þá aðila sem við eiga aö bua og framkvæma þær. Þar á meöal er P.F.l. að þeim hluta sem að póstmálum snýr. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð heldur tónleika I hátlðarsal skólans annan dag hvltasunnu, mánudaginn 19. maí, og hefjast þeir kl. 17. Kórinn hefur nýverið tekið þátt I norrænni útvarpskeppni æskukóra, haldið tónleika I Kaup- mannahöfn og sungið I danska út- varpið. Hafa undirtektir alls stað- ar verið með ágætum. A tónleik unum annan hvítasunnudag gefst tækifæri til að heyra þá söngskrá er kórinn bauð fram erlendis og fleiri lög. Allir eru velkomnir eftir þvl sem húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.