Tíminn - 17.05.1975, Síða 33

Tíminn - 17.05.1975, Síða 33
Laugardagur 17. mai 1975. TÍMINN 33 poka sfnum og setti hana á höfuð sér. Þá fóru aliir hlutir að hneigja sig og beygja og fetta sig og bretta. Tré og steinar, menn og skepnur, allt, sem þar sást i nánd. Maður kom ríðandi. Maðurinn hneigði sig, hesturinn hneigði sig. Þar var klika kerling á ferð með kú i taumi. Kerlingin hneigði sig, og beygði, og kusa gerði slíkt hið sama. Drengurinn varð lika að hneigja sig eins og aðrir. En litið glaðnaði yfir honum, ennþá hélt hann áfram að gráta. — Nei, þér get ég ekki hjálpað, þú ert ljóti hljóðabelgurinn. En húfuna máttu eiga. Það getur komið sér vel fyrir þig. Að svo mæltu kvaddi ævagamli maðurinn og fór. Drengurinn labbaði áfram leið sina grátandi sem áður. Hann gekk lengi, lengi. Loks sá hann ljós skammt fram undan sér. Hann gekk á ljósið og kom loks að stórri og veglegri höll. Drengurinn sá enga lif- andi veru fyrir utan höllina. Allt var kyrrt og hljótt. Settist hann þá niður fyrir utan hallar- dyrnar og tók að blása i hljóðpipuna. Skömmu siðar opnuðust hallardyrnar, og út komu tröllkarlar og tröllskessur og alls konar óvættir, þvi að þetta var bústaður þeirra, sem drengurinn hafði rekizt á. Drengnum fór nú ekki að litast á blikuna. En hann tók húfuna upp úr poka sinum og setti hana á höfuð sér, og svo náði hann líka i hrossa- brestinn og sneri honum af öllum kröftum og blés um leið i hljóðpípuna. Þá varð nú heldur en ekki líf og fjör I tröllun- um. Þau dönsuðu og hringsnerust hneigðu sig og beygðu, fettu sig og brettu og réðu sér ekki fyrir kæti. Eftir skamma stund, hætti drengurinn Hann tók ofan húfuna og stakk henni ofan i pokann. Hljóðpipuna lét hann i buxnavasann sinn, en hrossabrestinum hélt hann enn á i hendinni. Þá þyrptist trölla- hyskið allt i kringum hann, og allir kölluðu hver i kapp við annan. — Haltu áfram haltu áfram) Konungur tröllanna kom sjálfur til hans. Hann var bæði stór og digur, og nefið á honum var þriggja álna langt. — Þú skalt verða tengdasonur minn, sagði hann við drenginn. Ég á þrjár dætur, allar gjaf- vaxta. Þú mátt kjósa hverja þeirra, sem þér lizt bezt á, og þær eru hver annarri fallegri. Þvi næst sneri hann sér i áttina til hallarinnar og kallaði með drynjandi röddu: — Grýla þrifætt! Griður fjórfætt! Glumra fimm»ætt! Komið þið allar, dætur minar! Brúðguminn bíður! Tröllskessurnar komu út eftir röð. Þær hölluðu undir flatt og nefnin á þeim — drottinn minn dýri— það voru nú nef i lagi. Ein þeirra gekk á þremur fótum, önnur á fjórum, og sú þriðja hafði fimm fætur. — Þú mátt eiga hverja þeirra, sem þú vilt, sagði risinn. Þú sérð, að þær eru hver annarri friðari. Þá gat drengurinn ekki að sér gert, hann rak upp skellihlátur. — Hvað er að tarna! Að hverjum þremlinum ertu að hlæja? sagði tröllkarlinn. — Ég er að hlægja að þér, sagði drengurinn og reyndi að stilla sig. — Hvað gengur að hon- Auglýsfrf í Tímanum um? spurði kóngurinn. Þá fóru risarnir og skessurnar öll að skelli- hlæja, svo undir tók i fellum og fjöllum, likast þvi sem kominn væri landskjálfti. En rétt í þessu ljómaði dagur, og ofurlitil geislarönd sást á himn- inum. Sólin var að koma upp fyrir fjallið. — Æ, æ og ó, ó, orguðu tröllin. Þarna kemur hún Glóey geislarjóð. Við verðum að flýta okkur inn. Inn með ykkur öll! Þá tók drengurinn hljóðpipúna og blés i hana, húfuna setti hann upp i snatri, og hrossa- brestinum sneri hann í ákafa. Tröllin urðu nauðug viljug að dansa og snúast, unz sólin var komin upp fyrir fjalls- brúnina. Þá þoldu þau ekki lengur mátið, þau sprungu öll, og hvert eitt og einasta varð að steini. Drengurinn gekk siðan inn i höllina. Var þar hver salurinn öðrum fegurri. Allt glóði af gulli og geimsteinum. Drengurinn fór um alla höllina og safnaði saman dýrgripunum. En i einu herbergi fann hann forkunnar fagra kóngsdóttur. Hún var bundin á hárinu og sat með fæturna i vatni upp að knjám. Drengurinn leysti hana, og varð hún þá svo glöð, að hún kyssti hann beit á munninn. Þau fóru nú með allar gersemarnar heim til föður stúlkunnar, sem var voldugur konungur. Tók hann vel við þeim og þóttist hafa heimt dóttur sina úr heljum. Þarf svo ekki að orðlengja þeirra meir. — Drengurinn og kóngsdóttirin giftust, unnust þau vel og lengi, áttu börn og buru og urðu kóngur og drottning i riki sínu. Aðalfundur Reykjavikurdeildar Norræna *félagsins verður i Norræna húsinu þriðjudaginn 20. mai kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Röntgentæknar — Hjúkrunarkonur St. Jósepsspitalinn, Reykjavik óskar eftir að ráða röntgentækna eða hjúkrunarkon- ur við röntgendeild spitalans. Upplýsingar veitir deildarhjúkrunarkona. Nauðungaruppboð Annað og siðasta á húsi nr. 34 við Þrúð- vang, Hellu, Rangárvöllum, eign Vefstof- unnar h.f., sem auglýst var i 26., 30. og 34. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1974, eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 23. mai n.k. kl. 16.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu. 13. mai 1975. 'M ýi ‘t Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða umsjónarmenn til starfa við skóla borgarinnar frá upp- hafi næsta skólaárs. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknum skal skila til fræðsluskrif- stofunnar fyrir 15. júni n.k. M fee? •> 4;!: m W (Þýtt úr norsku) Þröstur Magnússon Leigu bílstíórar Kynníð ykkur Rekord II með díselvél Verð f rá kr. 1.616.000 Hagkvæmur lipur og bjartur. Rúmgóó farangursgeymsla. Þægilegt aö stíga inn og út. Vökvastýri og aflmikil vél. Rekord II meó bensínvél. Verö frá kr. 1.360.000. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.