Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FIMMTUDAGUR
ALÞJÓÐLEGUR SKATTARÉTTUR Í
ÖRRI ÞRÓUN Lagadeild Viðskiptahá-
skólans á Bifröst efnir til málþings um al-
þjóðlegan skattarétt klukkan 13.00 á Bif-
röst. Verður rætt um ýmis tækifæri al-
þjóðavæðingarinnar, en einnig ýmis álita-
mál, meðal annars í skattalegu tilliti. Frítt
inn og allir velkomnir.
VEÐRIÐ Í DAG
31. mars 2005 – 85. tölublað – 5. árgangur
Fékk nafnið
sitt samþykkt
Hljómsveitin Trabant:
AUÐUN GEORG
TEKUR STARFIÐ
Auðun Georg Ólafsson
kveðst munu taka að
sér starf fréttastjóra á
fréttastofu Útvarps.
Hann vonast til að mál-
ið leysist farsællega. Fréttamenn ræða
vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfs-
mannasamtök RÚV funda í dag. Sjá síðu 2
EVRAN VERÐUR TIL SKOÐUNAR
Halldór Ásgrímsson segir evruna hljóta að
koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins
eru brotnar til mergjar. Sjá síðu 2
UNGT FÓLK NEIKVÆÐARA Í
GARÐ INNFLYTJENDA Fjórðungur
stráka 14-16 ára segir að innflytjendur eigi
ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslend-
ingar. Helmingur telur þá of marga. Félagsleg-
ar aðstæður og námsárangur hafa áhrif á af-
stöðu drengjanna en enginn munur er milli
höfuðborgar og landsbyggðar. Sjá síðu 4
NOKKUR STÓR ATRIÐI ÓFRÁ-
GENGIN Ákvörðun um hvernig staðið
verður að sölu Símans verður tekin á allra
næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar.
Eftir á að ákveða hve stór hluti verði seldur til
kjölfestufjárfesta og hvort bjóða eigi stofnana-
fjárfestum hlut eða hvort þeir eigi að kaupa á
almennum markaði. Sjá síðu 4
Kvikmyndir 30
Tónlist 28
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 20
Sjónvarp 32
● heimili ● tíska ● ferðir ● fólk á að fá að ráða þessu sjálft
Sjúk í leðurjakka
Þóra Tómasdóttir:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
RIGNING I BORGINNI Annars verður
rigning sunnan og vestan til en úrkomulítið
á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3-9 stig í
dag. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
154.000
111.000
*Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005.
Fjöldi lesenda
á fimmtudögum*
SENDIRÁÐ Rússneski sendiherrann
hefur virt að vettugi tilmæli borg-
aryfirvalda um að stöðva um-
fangsmiklar framkvæmdir á lóð
sendiráðsins við Garðastræti í
miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið
er að reisa sjö metra hátt 400 fer-
metra hús, með sprengjuheldri
viðbyggingu sem nota á til að opna
póst.
Magnús Sædal Svavarsson,
byggingarfulltrúi Reykjavíkur-
borgar, staðfesti að borgaryfir-
völd hefðu fengið vitneskju um
framkvæmdirnar eftir ábendingar
frá nágrönnum í desember. „Rúss-
arnir byrjuðu á verkinu í óleyfi
því þeir töldu sig ekki þurfa að
fara að íslenskum lögum, sem er
ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki
sótt um byggingarleyfi og því fór
ég fram á að framkvæmdir yrðu
stöðvaðar,“ segir Magnús. Hann
staðfestir að Rússarnir hafi ekki
orðið við þeirri beiðni.
Lóð sendiráðsins er rússneskt
yfirráðasvæði og því hafa íslensk
yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á
lóðina. „Utanríkismálaráðuneytið
hefur haft milligöngu í málinu og
fylgst með því ef til vandræða
kemur, en það getur alveg orðið,“
segir Magnús.
Nágrannar sendiráðsins eru
ósáttir við bygginguna og telja
húsið svo stórt og fyrirferðarmik-
ið að það muni fylla upp í baklóð-
ina. Fjallað verður um málið á
fundi skipulags- og byggingar-
nefndar á miðvikudag. „Ef bygg-
ingarleyfi verður ekki veitt verða
Rússarnir að fjarlægja það sem
þegar hefur verið reist. Þetta er
rússneskt yfirráðasvæði og mun
utanríkisráðuneytið því þurfa að
taka þátt í að leysa málið,“ segir
Magnús.
Ef byggingarleyfi verður hins
vegar veitt og nágrannar kæra það
til úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála er ekki líklegt að
nefndin telji sér fært að úrskurða
í málinu. „Ekki miðað við fyrri úr-
skurði nefndarinnar,“ segir Magn-
ús. „Áður hafa þrjú mál komið til
kasta nefndarinnar, tvö vegna
bandaríska sendiráðsins og eitt
vegna hins kínverska. Nefndin
vísaði málunum frá á grundvelli
svokallaðs úrlendisréttar, sem
þýðir að nefndin telur sig ekki
hafa lögsögu yfir lóðunum,“ segir
hann. - sda/jss
LÖGREGLUMÁL „Strangt til tekið er
þarna um brot á lögum um skjaldar-
merkið að ræða og ráðuneytisstjóri
hefði að mínu mati átt að taka fram
fyrir hendurnar á fólkinu,“ segir
Sigurður Líndal lagaprófessor. Í
fyrsta bindi bókar um sögu Stjórn-
arráðsins sem nýlega kom út má sjá
hópmynd af starfsfólki dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins í bolum
merktum skjaldarmerki Íslands en
slíkt er bannað samkvæmt lögum.
Sigurður Líndal segir ósmekk-
legt að slíkt líðist enda séu lögin
skýr um skjaldarmerkið og engar
undantekningar leyfðar. „Í tólftu
grein fánalaganna er skýrlega kveð-
ið á um að notkun ríkisskjaldar-
merkisins sé einkenni stjórnvalda
ríkisins og notkun þess þeim einum
heimil. Ég sé ekki að starfsfólkið
falli undir þessa skilgreiningu og
finnst lítil virðing sýnd með þessu
tiltæki.“
Brot á lögum um íslenska fánann
eða skjaldarmerki varða sektum
eða allt að eins árs fangelsi.
- aöe
UNGAR MÆÐUR Í GÖNGUTÚR Það var létt yfir þeim Anítu, Brynju, Katý, Svanhvíti, Brynhildi og Jónu Guðnýju þar sem þær spókuðu
sig með börnin sín í Keflavík í gær. Þrátt fyrir að annað mætti halda fer fæðingartíðni lækkandi í Keflavík. Fæðingar á síðasta ári voru 209
og fækkaði um fjórtán frá fyrra ári. Það sem af er árinu hafa 42 konur orðið léttari á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þar
fengust einnig þær upplýsingar að frumbyrjur í Keflavík væru yfirleitt yngri en gengur og gerist í Reykjavík.
Jón Gnarr:
DAGURINN Í DAG
Fækkun í Kauphöll:
Samherji
yfirtekinn
VIÐSKIPTI Samherji, stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins, verð-
ur yfirtekinn á næstunni ef hlut-
hafar félagsins ganga að tilboði
frá hópi fjárfesta. Að hópnum
standa stærstu hluthafar Sam-
herja, þar á meðal Þorsteinn Már
Baldvinsson, Kristján Vilhelms-
son og Tryggingamiðstöðin.
Yfirtaka Samherja gæti orðið
ein sú stærsta sem fram hefur
farið á íslenskum hlutabréfa-
markaði en fjárfestarnir greiða
um níu milljarða króna fyrir aðra
hluti. Þetta hefur í för með sér að
Samherji verður ekki lengur
skráður í Kauphöllina og bætist í
hóp margra félaga sem hafa yfir-
gefið markaðinn á undanförnum
misserum. - eþa
Sjá síðu 16
Hunangsflugur:
Vaknaðar úr
vetrardvala
DÝRALÍF Hunangsflugur eru komnar
á kreik en þær hafa sést á Húsavík,
Laugum, Hornafirði og í Breiðdal.
Erling Ólafsson, skordýrafræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, segir mjög óvanalegt að
flugurnar vakni úr vetrardvala svo
snemma. „Hingað til hefur verið
hægt að stilla dagatalið eftir því
hvenær þær fara á kreik en það
hefur verið 19. eða 20. apríl,“ segir
Erling.
Lengi vel var aðeins til ein teg-
und hunangsfluga á Íslandi en 1959
nam önnur land og sú þriðja 1979.
Yfir vetrarmánuðina grafa flug-
urnar sig í jörð, eða finna annað af-
drep, til að leggjast í dvala. - kk
Starfsfólk dóms- og kirkjumálaráðuneytisins:
Braut lög um skjaldarmerkið
▲
SÍÐA 34
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
LÖGBROT
Ströng lög gilda um skjaldarmerkið og
engum heimilt að nota það nema stjórn-
völdum.
VOR Í LOFTI
Hunangsflugur eru nú komnar á stjá.
Milliríkjadeilur
í miðborginni
Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfir-
valda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rúss-
neski sendiherrann er að láta reisa í bakgarði sendiráðsins í Garðastræti.