Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 31.03.2005, Qupperneq 8
1Hver er að fara í frí frá Stuðmönnum? 2Hvað heitir sonur Kofi Annan? 3Hver er forstjóri Tæknivals? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR SLYSAGILDRA Mikið grjóthrun hefur verið í Hvalnes- og Þvottárskriðum austan Hafnar í Hornafirði í vetur. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir brýnt að ráðast í framkvæmdir til að verja veginn en grjóthrunið hefur skapað stórhættu fyrir öku- menn og starfsmenn Vegagerðar- innar. „Þetta er langversti og hættu- legasti vegarkaflinn á hringvegin- um og mesta mildi að ekki hefur hlotist stórslys af. Við hreinsum veginn reglulega og þurfum að kalla út starfsmenn á kvöldin og á nóttunni en oft lokast vegurinn vegna grjóthruns. Í vor munum við koma fyrir myndavél í Hval- nesskriðum, til að geta fylgst með ástandi vegarins, en ekki liggur fyrir hvenær ráðist verður í úrbæt- ur þar sem fjárveitingar frá Al- þingi ráða því,“ segir Reynir. Dæmi eru um að grjóthrun í skriðunum hafi skemmt ökutæki og segir Reynir að bifreið frá Vega- gerðinni hafi orðið fyrir tjóni upp á 250 þúsund krónur. - kk LISTMUNIR Klyfjahesturinn, lista- verk Sigurjóns Ólafssonar, verð- ur fluttur niður á Hlemm þegar breytingum á gatnakerfinu þar lýkur. Hesturinn hefur staðið í Sogamýrinni í 39 ár en folaldið sem honum fylgir öllu styttra. Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, segir verkið verða sett upp á Hlemmi um miðjan júní: „Þegar til stóð að endurskipuleggja Hlemm vegna breytinga á al- menningssamgöngum kom upp sú hugmynd að flytja verkið á þann stað sem því var upphaf- lega ætlaður staður og af því verður.“ Hann segir að Reykjavíkur- borg hafi óskað eftir verkinu árið 1958 og þá ætlað að stilla því upp við Hlemm. Eftir breytingu á skipulagi hafi verkið hins vegar verið sett upp í Sogamýr- inni, sem var síðasti áfangastað- urinn áður en keyrt var inn í Reykjavík. Eiríkur segir verkið sjálft í góðu ástandi og ánægja ríki með að flytja það á Hlemm. „Það hefur alltaf verið haft í huga og vitað að verkið var upphaflega ætlað á Hlemm. Það gat bara ekki orðið á þeim tíma.“ - gag Manni var bjargað úr húsarústum í Gunung Sitoli á Nias-eyju í gær, 36 klukkustundum eftir að jarðskjálftinn reið þar yfir. Vafi leikur á fjölda látinna en færri virðast þó hafa farist en óttast var í fyrstu. INDÓNESÍA, AP Mun færri virðast hafa farist í jarðskjálftanum í Bengalflóa á sunnudaginn en í upphafi var óttast. Slökkviliðs- menn björguðu í gær manni úr húsarústum, einum og hálfum sólarhring eftir að skjálftinn reið yfir. Hjálpargögn eru farin að berast en þó er erfitt um að- drætti. Hjálparstarf er hafið af krafti á Nias-eyju, sem verst varð úti í jarðskjálftanum á sunnudaginn. Fyrstu erlendu hjálparsamtökin komu á svæðið í gær með vistir og lyf. Aðstæður eru erfiðar því veð- ur hefur verið slæmt og eini flug- völlur eyjarinnar skemmdist mik- ið í jarðhræringunum. Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök hyggj- ast flytja birgðir sem komið var til hamfarasvæða á Súmötru til Nias-eyju. Í gær björguðu franskir slökkviliðsmenn manni á þrítugs- aldri úr húsarústum en þar hafði hann dúsað í hálfan annan sólar- hring. Sjónvarpsviðgerðamaður- inn Jansen Silalahi var með með- vitund þegar braki var lyft ofan af honum með bíltjakki. Hann brosti og veifaði Frökkunum en þeir höfðu áður verið við störf í Aceh- héraði á Súmötru á vegum sam- takanna Slökkviliðsmenn án landamæra. Háttsettur erindreki hjá Sam- einuðu þjóðunum sagði gögn benda til að 518 manns hefðu týnt lífi, þar af 500 á Nias-eyju. Indónesísk stjórnvöld telja hins vegar að í það minnsta þúsund manns hafi farist. Óttast hafði verið um íbúa Banyak-eyjar, sem er skammt frá Nias-eyju, en engar fréttir bárust þaðan lengi vel. Indónesískur embættismaður sagðist hins veg- ar hafa heimsótt eyjuna í gær og þar hefði enginn beðið bana. Á hinn bóginn þyrfti að koma mat- vælum til eyjarskeggja hið fyrsta því talsvert tjón hefði orðið í um- brotunum. Nokkuð hefur verið um grip- deildir í Gunung Sitoli, höfuðstað Nias-eyju, síðustu daga. Svo virð- ist sem neyðin reki fólkið til slíkra verka því matur hefur verið af skornum skammti. Rafmagns- og vatnsskortur hefur hamlað starf- semi sjúkrahúsa og er óttast að farsóttir geti breiðst út af þeim sökum. ■ G O T T F Ó LK M cC A N N GRJÓTHRUN Í ÞVOTTÁRSKRIÐUM Kostnaður Vegagerðarinnar vegna grjóthruns á veginn um skriðurnar er um fjórar milljónir króna á ári. Eftir tæp 40 ár í Sogamýrinni: Klyfjahesturinn fluttur á Hlemm KLYFJAHESTURINN EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON Reykjavíkurborg óskaði eftir verkinu 1958. Þá átti að setja það upp á Hlemmi. Af því varð ekki þá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Á lífi eftir hálfan annan sólarhring ÞREKAÐUR EN GLAÐUR Jansen Silalahi var að vonum glaður yfir að hafa losnað úr prísund sinni og lyfti hann þumlinum þegar brakið var fært ofan af honum. Rúmenum rænt í Írak: Stjórn í vanda ÍRAK, AP Þremur fréttamönnum frá Rúmeníu var rænt í Írak á mánudaginn. Atvikið gæti dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir rúmenska forsætisráðherrann Traian Basescu og ríkisstjórn hans, en hún sendi nýlega liðs- auka í raðir rúmenska herliðsins í Írak. Blaðamennirnir hurfu skömmu eftir að þeir höfðu tekið viðtal við Iyad Allawi, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar- innar, í Bagdad. „Hjálp, þetta er ekki brandari, okkur hefur verið rænt,“ skrifaði einn þeirra í SMS-skeyti. ■ Suðurlandsvegur: Öryggi ábótavant SAMGÖNGUR Öryggi farþega um Suðurlandsveg á milli Reykja- víkur og Selfoss verður ekki við- unandi fyrr en stjórnvöld breyta honum í tveir plús einn veg, þar sem vegrið aðskilur veghelm- inga. Þetta segir í ályktun sem Umferðarráð hefur sent sam- gönguráðuneytinu, vegamála- stjóra og samgöngunefnd Al- þingis. Samgönguráðherra hef- ur sett málið í sérstaka skoðun, að sögn Óla H. Þórðarsonar, for- manns Umferðarráðs. - gag Grjóthrun í Hvalnes- og Þvottárskriðum: Hættulegasti kaflinn á hringveginum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.