Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 24
Ferðast með börn
Á löngu ferðalagi með börn er mikilvægt að hafa ofan af fyrir þeim svo þeim
leiðist ekki. Í flugi er sniðugt að taka með ný leikföng og afhenda börnunum
þau óvænt í flugvélinni. þannig geta þau dundað sér og gleymt sér í leik. [ ]
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Au pair býr hjá gistifjölskyldu, aðstoðar við barnagæslu og
heimilisstörf og tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyldunnar.
Að launum fær au pair vasapening, frítt fæði og húsnæði.
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
410 4000 | landsbanki.is
Ferðalán
Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi.
Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni
á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um
að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí.
• Þú færð lán fyrir ferðinni
• Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum
• Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán
Besti tíminn til að fara í frí
er þegar þú þarft á því að halda!
Vika á Spáni
hertzerlendis@hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
2
72
20
02
/2
00
5 11.900
50 50 600
1000 Vildarpunktar til 12. mars
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.
*
Fiat Punto eða sambærilegur
Borgirnar, sagan, fólkið
og listirnar heilla
Guðlaug er föst í svefnherberginu næstu vikurnar en Rússland er samt aldrei fjarri í draumum hennar.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
leikkona segist vera með
Rússlandsáráttu og hún segist
ná ótrúlegu sambandi við
land og þjóð. Hún heillaðist
fyrst af landinu þegar hún
heimsótti Sovétríkin sálugu.
Draumastaðurinn hennar Guð-
laugar Elísabetar Ólafsdóttur
leikkonu er ekki svo fjarri og mun
nær nú en þegar hún fór þangað
fyrst. „Staðurinn sem mig langar
til að fara til og dvelja á er
Rússland. Ég er með einhverja
Rússlandsáráttu. Landið og borg-
irnar og arkitektúrinn, sagan og
listirnar finnst mér óskaplega
heillandi en eins tengi ég svo vel
við fólkið þar. Mér finnst undur-
samlegast að hitta fyrir fólk
svona langt í burtu sem ég næ
svona innilegu sambandi við. Mig
langar að kunna rússnesku og
bara prófa að vera þarna, lengi
helst því ég fann mig ofboðslega
mikið heima innan um þetta fólk
og tengdi algerlega við land og
þjóð,“ segir Guðlaug sem hefur
tvisvar sinnum komið til Rúss-
lands, á mjög ólíkum tímum.
„Ég fór þarna fyrst árið sem ég
var tvítug með hópi ungs fólks frá
Evrópu og á Norðurlöndunum í
ferð sem kallaðist „Next Stop
Soviet“ og var farin gegn kjarn-
orkutilraunum og í þágu sam-
skipta, friðar og elskulegheita.
Við komum þarna í lokin á
glasnostinu en fyrir hinar gagn-
geru breytingar sem urðu á tí-
unda áratugnum. Þetta var alger
óvissuferð inn í lokað og framandi
land en ég bara heillaðist alger-
lega. Svo var ég svo heppin tíu
árum seinna að vera að leika í
sýningu með rússneskum leik-
stjóra og okkur var boðið til
Mosvku og þá upplifði ég mjög
sterkt hvað breytingarnar voru
ótrúlegar.“
Guðlaug er samt ekki á leið til
Rússlands í bráð því hún er á kafi
í sýningunni Riðið inn í sólarlagið
sem verður frumsýnd í Borgar-
leikhúsinu í næstu viku. „Þetta er
mjög spennandi verk, finnst mér,
um ungt fólk og samskipti þess,
firringuna, ábyrgðarleysið og
ábyrgðina, óttann við skuldbind-
ingar og óttann við tilfinningar.
Það skemmtilega er að öll þessi
samskipti eiga sér í stað í svefn-
herbergjum persónanna og eins
og allir vita sem eru komnir til
vits og ára gerist ýmislegt innan
veggja svefnherbergisins.“
Guðlaug verður þessvegna dá-
lítið bundin við svefnherbergið á
næstunni en Rússland er ekki að
fara neitt. ■
Svipmynd úr myndinni Touching the Void.
Simon Yates til
Íslands
HANN ER ÞEKKTASTUR FYRIR KLIFUR Í
PERÚ SEM VAR GERT AÐ KVIKMYND.
Simon Yates, klifurfélagi Joe Simpson
sem skrifaði bókina Touching the Void,
er á leiðinni til Íslands. Hann kemur í
lok þessarar viku og mun líklegast
halda fyrirlestur í sal Ferðafélagsins
næsta sunnudag eins og kemur fram á
heimasíðu Útiveru, utivera.is.
Eins og margir muna eftir var gerð
samnefnd kvikmynd eftir bókinni
Touching the Void og vakti hún mikla
lukku. Simon Yates hefur stundað
fjallamennsku í rúm tuttugu ár, meðal
annars í Alaska, Ástralíu, Suður-Amer-
íku og fleiri löndum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/H
AR
I