Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 10
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagurinn 31. mars,
90. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 6.49 13.32 20.17
AKUREYRI 6.31 13.16 20.04
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þóra Tómasdóttir, einn umsjónar-
manna Ópsins í Sjónvarpinu, hefur
loksins fundið hinn eina sanna leður-
jakka – í annað sinn.
„Ég held ég verði að segja leddarinn minn
sem ég keypti mér í Köben,“ segir Þóra
spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í
fataskápnum.
„Svei mér þá, ég held ég sé í þessum
jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til
Köben með vinkonu minni fyrir um það bil
mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég
fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að
kaupa jakka sem mér finnast flottir – sama
hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega
leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í
leðurjakka.“
Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka
fyrir nokkuð mörgum árum en hann varð
ruslinu að bráð fyrir löngu sökum mikillar
notkunar. „Ég gekk lengi vel í leðurjakka
sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti.
Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá
var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leit-
að að staðgengli fyrir þennan jakka og held
ég sé búinn að finna hann,“ segir Þóra og á
auðvitað við nýja, danska leðurjakkann.
En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er
leðurjakkasjúk? „Nei ég er alls ekki fata-
frík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég
get líka verið algjör pæja.“
lilja@frettabladid.is
Alveg sjúk í leðurjakka
ferdir@frettabladid.is
Eiður Smári og félagar í
Chelsea taka á móti Arsenal
20. apríl og selur
ÍT-ferðir miða á
leikinn. Verð án
flugs er frá
37.800 krónum en
innifalið í því er ein
gistinótt á fjögurra
stjörnu hóteli ásamt miða
á þennan stórleik. Heild-
arverð með flugi er frá
74.900 krónum en inni-
falið í því eru tvær
gistinætur á fjögurra
stjörnu hóteli, miði á
leikinn og skattar.
Hægt er að forvitn-
ast um ferðina á
heimasíðu ferða-
skrifstofunnar, itferdir.is.
Nýjar verslanir verða opnaðar
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
síðari hluta þessa árs og fleiri
munu bætast við á næsta ári.
Er þetta afrakstur forvals um
verslunarrekst-
ur sem efnt
var til í fyrra
eins og
kemur
fram á heimasíðu
flugstöðvarinnar, airport.is. For-
valið var kynnt á Grand hóteli í
Reykjavík í fyrra og bárust um
sextíu umsóknir til verslunar-
reksturs en af þeim voru þrjátíu
teknar til frekari athugunar.
Stefnt er að því að svara um-
sækjendum fyrir lok maí og
þá hefst samningaferli við
þá sem verða valdir til að
opna nýjar verslanir í flug-
stöðinni.
Ferðaskrifstofan Heims-
ferðir býður upp á helgarferð
til Madridar, höfuðborgar
Spánar, 21. apríl. Verð er frá
39.990 krónum en hægt er að
velja um kaup á flugsæti og
gistingu eða bara flugsæti. Í
Madrid er mikið um söfn og
má finna hinn fræga safnaþrí-
hyrning, safn Sofíu drottningar,
Prado safnið og Thyssen safnið.
Iceland Express býður upp á
sérstök barnafargjöld ef bókað
er fyrir 16. maí. Öll börn undir
þrettán ára aldri í fylgd með
fullorðnum fá
far til allra
áfangastaða
Iceland Express
á 5.995 krónur
en tilboðið gildir í allar
ferðir frá 10. mars til 30. sept-
ember.
Það líður ekki sá dagur að Þóra klæðist ekki nýja jakkanum.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í ferðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Iss, hlaupabóla er
ekkert hættuleg.
Maður liggur bara í
rúminu og klórar sér
og þarf ekkert að
hlaupa.
Líka fallegir án blóma
BLS. 2
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Óskabarnið okkar, Björk Guð-
mundsdóttir, hefur viðurkennt að
tískustíll hennar sé svolítið ein-
kennilegur. Björk, sem er fræg
um allan heim fyrir allsérstaka
tónlist og fatasmekk, viðurkenndi
á sig ýmis tískuslys í viðtali sem
birtist við hana í breska ríkissjón-
varpinu nýverið.
„Ég var eiginlega vonlaus frá upp-
hafi. Ég byrjaði mjög ung að
klæðast fötum af afa mínum. Afi
átti til dæmis mjög þykkar ullar-
buxur þegar ég var átta eða níu
ára. Ég klippti skálmarnar við hné
og þá voru buxurnar nógu stuttar
og pössuðu mér,“ segir Björk –
en hún komst eins og frægt er á
lista yfir verst klæddu stjörnur
heims þegar hún mætti til Ósk-
arsverðlaunahátíðarinnar árið
2001 í svanakjólnum fræga.
Svanakjóllinn vakti athygli svo
um munaði um alla heims-
byggðina.
Klæddist þykkum ullar-
buxum af afa sínum
BJÖRK VIÐURKENNIR Í VIÐTALI
VIÐ BBC AÐ FATASMEKKUR
HENNAR SÉ SVOLÍTIÐ SKRÍTINN.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA