Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 17
Það skiptist í tvö horn varðandi álit á verðbólgu
þessa dagana. Annars vegar eru þeir sem telja
verðbólguna vandamál þar sem tólf mánaða
breyting hennar er komin í 4,7 prósent. Hins veg-
ar eru þeir sem segja sem svo að þessi verðhækk-
un sé að stórum hluta til komin vegna hækkunar
á húsnæðisverði og því sé raunveruleg verðbólga
mun lægri eða 2,0 prósent síðustu tólf mánuði.
Þessi munur skiptir fyrst og fremst máli þegar lit-
ið er til verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og
þeirra vaxtabreytinga sem hann ákveður í ljósi
þróunar verðlags. Samkvæmt lögum og yfirlýs-
ingu bankans og ríkisstjórnar ber Seðlabankanum
að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum.
Samkvæmt yfirlýsingunni skal mæla verðbólgu
með tólf mánaða breytingu á vísitölu neysluverðs.
Fari verðbólga undir eitt prósent eða yfir fjögur
prósent skal Seðlabanki gera ríkisstjórn grein fyrir
stöðunni og til hvaða aðgerða hann hyggist grípa
til að ná 2,5 prósenta markmiðinu. Í öðrum lönd-
um eru töluleg viðmið verðbólgumarkmiðs mis-
munandi og einnig er mismunandi við hvaða vísi-
tölu er miðað. Þannig er víða miðað við vísitölu
neysluverðs án húsnæðis.
Hvor viðmiðunin er þá æskilegri? Ef almennt
neysluverð og húsnæðis- eða eignaverð þróast
með sama hætti munar engu hvor leiðin er valin.
Ef þróunin er mismunandi eins og raunin er hér á
landi síðustu mánuði horfir málið öðru vísi við.
Samkvæmt viðmiði Seðlabanka Íslands er verð-
bólgan nú 4,7 prósent og því yfir þolmörkum
verðbólgumarkmiðs. Til að mæta þessari hækkun
hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti um 3,75
prósent frá áramótum. Ef Seðlabankinn miðaði
við verðbólgu eins og mælist með vísitölu neyslu-
verðs án húsnæðis væri verðbólgan aðeins 2,0
prósent og því lítil ástæða til aðgerða af hálfu
Seðlabankans og ólíklegt að stýrivextir hefðu
hækkað síðustu mánuði.
Með vísitölu neysluverðs án húsnæðis er verið að
mæla verðlag á neysluvöru og þar með verðlag í
dag. Með því að taka eignaverð með í reikning-
inn, í þessu tilfelli húsnæðisverð, þar sem um er
að ræða fjárfestingu fram í tímann, er verið að
horfa til verðlags í framtíðinni. Í nýlegri grein í The
Economist (26. febrúar 2005) segir að ef litið sé
á verðbólgu sem breytingar á gildi peninga sé
ekki nóg að horfa á vísitölu neysluverðs án hús-
næðis, heldur verði einnig að horfa á þróun
eignaverðs líkt og við gerum með því að taka hús-
næðisverð með í reikninginn. Í þessari grein felst
því gagnrýni á þá mörgu seðlabanka sem horfa
fram hjá þróun eignaverðs í verðbólgumarkmiði
sínu, en jafnframt hrós til handa Seðlabanka Ís-
lands sem tekur húsnæðisverð með í reikninginn.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Verðbólga eða ekki verðbólga
Til að mæta þessari hækkun hefur Seðlabankinn
hækkað stýrivexti um 3,75 prósent frá áramótum. Ef
Seðlabankinn miðaði við verðbólgu eins og mælist
með vísitölu neysluverðs án húsnæðis væri verðbólgan
aðeins 2,0 prósent og því lítil ástæða til aðgerða af
hálfu Seðlabankans og ólíklegt að stýrivextir hefðu
hækkað síðustu mánuði.
17FIMMTUDAGUR 31. mars 2005
JAKOB SIGURÐSSON Forstjóri SÍF hlakk-
ar til samstarfs við nýja eigendur Iceland
Seafood International.
SÍF selur
dótturfélag
SÍF tilkynnti í gær að félagið
hefði selt 55 prósenta hlut í
Iceland Seafood International,
sem fram að því var dótturfélag
SÍF.
Hópur fjárfesta og starfs-
manna hefur keypt hlutinn af SÍF.
SÍF seldi einnig hlut sinn í Tros
ehf., sem flytur út ferskan fisk, til
Iceland Seafood International.
Jakob Sigurðsson, forstjóri
SÍF, segir söluna vera í samræmi
við stefnu félagsins um að beina
kröftum sínum að skilja á milli
fullvinnslu og sölustarfsemi.
„Við verðum áfram þarna inni
sem hluthafar og munum eiga í
nánu samstarfi. Þarna eru sterk
og góð tengsl sem verður viðhald-
ið. Við erum afskaplega ánægðir
með að hafa selt þennan hluta
starfseminnar í hendurnar á þess-
um hópi sem á áreiðanlega eftir
að gera mjög góða hluti. Þetta eru
allt menn í landsliðsklassa,“ segir
Jakob.
Forstjóri Iceland Seafood
International verður Kristján Þ.
Davíðsson en Benedikt Sveinsson,
fyrrum forstjóri Iceland Seafood
Corporation, verður stjórnarfor-
maður.
Tilkynnt var í gær að Örn
Viðar Skúlason léti af störfum hjá
SÍF en Jakob segir Örn Viðar hafa
unnið veigamikið hlutverk í und-
irbúningi kaupanna sem kynnt
voru í gær. - þk
Vilja alveg
nýja stefnu
Stjórn tölvufyrirtækisins Hewlett
Packard vill að öll starfsemin
verði tekin til gagngerrar endur-
skoðunar. Nýjum forstjóra félags-
ins, Mark Hurd, hefur verið falið
að vera í forystu við mótun á
nýrri stefnu.
Hurd var ráðinn forstjóri í
kjölfar brottvikningar Carly Fior-
ina, sem stjórnin taldi að hefði
ekki náð nægilega góðum árangri,
meðal annars sökum þess að hún
lagði áherslu að að fjölga vörum
sem framleiddar eru undir merkj-
um Hewlett Packard.
Stjórnin vill að tekið verði til
skoðunar hvort skipta eigi félag-
inu í tvennt þannig að ólík fram-
leiðsla heyri undir mismunandi
fyrirtæki.
- þk