Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 31. mars 2005 27 ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA HÚSIÐ OPNAR KL. 21.00 FORSALA MIÐA HEFST Á NASA FÖSTUDAG 1. APRÍL MIÐAVERÐ Í FORSÖLU ER 2200 KR. VIÐ ERUM AÐ TALA UM PERLUR EINS OG: GAGGÓ VEST, GULL, SEKUR OFL. OFL. TÓNLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 22.00 ÁSAMT LANDSLIÐI TÓNLISTARMANNA MEÐ ROKKSÖNGVARA ÍSLANDS EIRÍKUR HAUKSSON FÖSTUD. OG LAUGARD. 8-9. APRÍL ‘05 STÓRTÓNLEIKAR ATH. AÐEINS TVENNIR TÓNLEIKAR Á ÍSLANDI C MP / N U N N Ö H- Ö K Í heiminum er mikið af stórkostlegum vínum, bæði dýrum og þeim sem við köllum góð kaup. Vín sem eru síðri að gæðum eru þó engu færri og því veitir neytandanum ekki af smá aðstoð þegar hann fjárfestir í flösku. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar vefsíður sem eiga það sameiginlegt að fjalla um vín og gefa þeim einkunn. WWW.ROBERTPARKER.COM Robert Parker er umdeildur en hvernig er ekki hægt að vera það þegar þú ert áhrifamesti víngagnrýnandi heims? Á vef- síðunni er hægt að taka þátt í líflegum umræðum á Mark Squires Bulletin Board. Spyrðu bara hvað þig vantar að vita og einhver mun svara þér. Ársáskrift að gríð- arlegum einkunnabanka Parkers kostar hins vegar 99 dollara. WWW.WINE-PAGES.COM Persónuleg en fróðleg vefsíða Bretans og ástríðumannsins Tom Cannavan. Aðgang- ur að öllum einkunnum er ókeypis og hægt er að fá sent fréttabréf í tölvupósti. Tom Stevenson er einn þeirra góðu penna sem skrifa efni á síðunni og hægt er að hlaða niður m.a. heilli bók hans um kampavín. Sömuleiðis er að finna mjög góðan umræðuvettang á British Wine Forum. WWW.WINESPECTATOR.COM Bandaríska tímaritið sem fæst hér á landi heldur úti veglegri vefsíðu. Því miður hafa þeir nýlega breytt fyrirkomulaginu þannig að nú þarf að greiða fyrir allan aðgang að einkunnum. Áskrift að allri dýrðinni kostar þó aðeins 75 dollara. WWW.FINEWINEDIARY.COM Ekki láta viðvaningslegt útlit blekkja þig. Hér er að finna helling af víndómum og Bailey-bræður rukka ekkert fyrir aðgang- inn. Fréttabréf. WWW.WINEANORAK.COM Önnur mjög góð og gjaldfrí vefsíða. Höf- undurinn Jamie Goode skrifar m.a. fyrir breska víntímaritið Decanter. WWW.DECANTER.COM Höfuðstöðvar hins breska vínsmekks. Gefur út samnefnt tímarit sem fékkst einu sinni á Íslandi. Ókeypis aðgangur að einkunnabanka en það mætti laga fram- setningu hans. WWW.THEWINEDOCTOR.COM Ókeypis aðgangur að einkunnum, greina- skrifum og ýmsu fleira. Góð og persónu- leg vefsíða. WWW.JANCISROBINSON.COM Hin breska Jancis hefur Master of Wine gráðu og hefur verið iðin við að gefa út bækur og skrifa í tímarit. Ársáskrift kostar 129 dollara og inniheldur m.a. vefútgáfu bókar hennar, Oxford Companion to Wine. WWW.SMAKKARINN.IS Eina skipulagða víngagnrýnin á vefrænu formi á Íslandi. Stefán Guðjónsson er vín- þjónn sem gagnrýnir vín og skipuleggur vínsmakkanir. STEFÁN GUÐJÓNSSON Heldur úti vefsíðunni Smakkarinn.is VEFSÍÐUR UM VÍN Chile er elsta víngerðarland Nýja heimsins svokallaða, þ.e. víngerðarlanda utan gömlu Evrópu, en víngerð hefur verið stunduð þar frá því að Spánverjar námu þar land á 16. öld. Vín frá Chile voru einnig fyrstu Nýja heims vínin til að njóta almennra vinsælda á Íslandi. Santa Rita er einn kunnasti fram- leiðandi Chile og vín fyrirtækisins voru lengi meðal söluhæstu vína hérlendis en hafa verið ófáanleg í Vínbúðum um skeið. Nú hafa vínin frá Santa Rita hafið strand- högg á Íslandi að nýju og eru ellefu teg- undir vínhússins fáanlegar í Vínbúðum. Santa Rita er í fylkingarbrjósti í útflutningi gæðavína til Evrópu og Ameríku. Þykja vín fyrirtækisins afar hagstæð miðað við gæði og var Santa Rita m.a. útnefnt „hagstæðasti vínframleiðandinn“ í tímaritinu Wine & Spirits árið 2002. Santa Rita 120 vínlínan hefur sögulega til- vísun í sjálfstæðisbaráttu landsins. Snemma á 19. öld, er landsmenn reyndu að komast undan ofríki spænsku krúnunn- ar, földu 120 hermenn uppreisnarmanna sig í kjöllurum víngerðarinnar og herjuðu þaðan á hermenn Spánarkonungs. Voru hermennirnir 120 undir stjórn hershöfð- ingjans Bernardo OíHiggins, sem varð einn af leiðtogum landsins er það hlaut sjálf- stæði. SANTA RITA: Sjálfstæðisbaráttuvín frá Chile! SANTA RITA 120 CABERNET SAUVIGNON Frísklegt og ávaxtaríkt vín sem er tilvalið í úti- leguna og með grillinu. Dökkfjólurautt, þungt með bökuðum berja-, eikar- og kryddkeim og ræður við flestan mat. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. í 750 ml flöskum og 1.400 kr. fyrir fjórar smáflöskur í hentugri öskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.